Eiður Smári, Hannes og Arnór í viðtali í króatíska sjónvarpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2013 17:07 Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Smárason og markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson voru teknir í viðtöl af króatískum sjónvarpsmönnum þegar þeir mættu á æfingu í dag þar sem þeir voru spurðir út í seinni leikinn við Króata sem fer fram í Zagreb á morgun. „Við höfum trú á okkur sjálfum og það er lykilatriði í að koma okkur á HM," sagði Arnór Smárason. „Við erum ekkert með neitt forskot frá fyrri leiknum. Við berum mikla virðingu fyrir króatíska landsliðinu sem er með marga góða leikmenn sem við þurfum að passa okkar á. Íslenska hugarfarið er samt bara það að gera allt til þess að komast áfram," sagði Arnór. „Þetta er stærsti leikurinn í okkar sögu og öll þjóðin stendur að baki okkar. Við erum stoltir af því að vera komnir í þessa stöðu," sagði Arnór. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, var næstur í röðinni. „Við náðum allt í lagi úrslitum í heimaleiknum sérstaklega þar sem við misstum mann af velli með rautt spjald. Við erum því bjartsýnir fyrir seinni leikinn. Við vitum að við erum að fara að mæta frábæru liði og að þetta verður erfiður leikur. Við bindum samt vonir við að komast áfram," sagði Hannes. Hannes var síðan spurður um það hvort að hann geti spilað aftur eins vel og í síðasta leik. „Maður veit aldrei hvernig leikirnir munu þróast og hvort að þetta verður þinn dagur eða ekki. Ég mun bara reyna að gera mitt besta í leiknum eins og alltaf og vonandi næ ég að spila aftur vel," sagði Hannes. „Það eru allir vongóðir heima og íslenska þjóðin vill sjá okkur komast áfram og við leikmennirnir ætlum að komast áfram. Þetta verður sögulegt skref fyrir okkur takist okkur að komast á HM. Þetta er risastór leikur og vonandi stöndum við okkur fyrir íslensku þjóðina," sagði Hannes. Eiður Smári Guðjohnsen var einnig tekinn í viðtal hjá króatísku sjónvarpsmönnunum. „Við erum afslappaðir og það kemur mér svolítið á óvart hvað þessir strákar eru slakir og yfirvegaðir undir þessum kringumstæðum. Það er eins og þeir séu fæddir í þetta og þeir láta ekkert stressa sig. Það er meiri tilhlökkun en stress í hópnum," sagði Eiður Smári. „Þetta er risastór leikur. Það er alltaf sérstakt þegar maður spilar fyrir sína þjóð. Ég hef verið heppinn á mínum ferli og hef náð að upplifa margar góðar stundir. Það yrði samt besta stundin að komast á HM," sagði Eiður Smári. Það er hægt að sjá þessi viðtöl við strákana með því að smella hér fyrir ofan en þau eru öll á ensku. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Smárason og markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson voru teknir í viðtöl af króatískum sjónvarpsmönnum þegar þeir mættu á æfingu í dag þar sem þeir voru spurðir út í seinni leikinn við Króata sem fer fram í Zagreb á morgun. „Við höfum trú á okkur sjálfum og það er lykilatriði í að koma okkur á HM," sagði Arnór Smárason. „Við erum ekkert með neitt forskot frá fyrri leiknum. Við berum mikla virðingu fyrir króatíska landsliðinu sem er með marga góða leikmenn sem við þurfum að passa okkar á. Íslenska hugarfarið er samt bara það að gera allt til þess að komast áfram," sagði Arnór. „Þetta er stærsti leikurinn í okkar sögu og öll þjóðin stendur að baki okkar. Við erum stoltir af því að vera komnir í þessa stöðu," sagði Arnór. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, var næstur í röðinni. „Við náðum allt í lagi úrslitum í heimaleiknum sérstaklega þar sem við misstum mann af velli með rautt spjald. Við erum því bjartsýnir fyrir seinni leikinn. Við vitum að við erum að fara að mæta frábæru liði og að þetta verður erfiður leikur. Við bindum samt vonir við að komast áfram," sagði Hannes. Hannes var síðan spurður um það hvort að hann geti spilað aftur eins vel og í síðasta leik. „Maður veit aldrei hvernig leikirnir munu þróast og hvort að þetta verður þinn dagur eða ekki. Ég mun bara reyna að gera mitt besta í leiknum eins og alltaf og vonandi næ ég að spila aftur vel," sagði Hannes. „Það eru allir vongóðir heima og íslenska þjóðin vill sjá okkur komast áfram og við leikmennirnir ætlum að komast áfram. Þetta verður sögulegt skref fyrir okkur takist okkur að komast á HM. Þetta er risastór leikur og vonandi stöndum við okkur fyrir íslensku þjóðina," sagði Hannes. Eiður Smári Guðjohnsen var einnig tekinn í viðtal hjá króatísku sjónvarpsmönnunum. „Við erum afslappaðir og það kemur mér svolítið á óvart hvað þessir strákar eru slakir og yfirvegaðir undir þessum kringumstæðum. Það er eins og þeir séu fæddir í þetta og þeir láta ekkert stressa sig. Það er meiri tilhlökkun en stress í hópnum," sagði Eiður Smári. „Þetta er risastór leikur. Það er alltaf sérstakt þegar maður spilar fyrir sína þjóð. Ég hef verið heppinn á mínum ferli og hef náð að upplifa margar góðar stundir. Það yrði samt besta stundin að komast á HM," sagði Eiður Smári. Það er hægt að sjá þessi viðtöl við strákana með því að smella hér fyrir ofan en þau eru öll á ensku.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Sjá meira