Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Þungt yfir Bangkok og lög­sókn vegna olíugjalda

Tala látinna í Mjanmar eftir stóran jarðskjálfta á föstudag er komin yfir 1.700 og enn ríða nokkuð stórir eftirskjálftar yfir í landinu. Í Bangkok í Tælandi er tala látinna komin upp í 17, og 83 er enn saknað. Í hádegisfréttum er rætt við Íslending sem býr í Bangkok, og segir afar þungt yfir borginni.

Innlent
Fréttamynd

Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tón­leikar

Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani.

Innlent
Fréttamynd

Hnífstunguárás á Ingólfs­torgi og léttir í­búa í Hafnar­firði

Sjö voru handteknir vegna átaka við Ingólfstorg í gærkvöldi. Tveir særðust en báðir eru á batavegi. Tvö önnur mál, er varða slagsmál, gætu tengst árásinni að sögn aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.

Innlent
Fréttamynd

Beðið eftir gosi

Í hádegisfréttum okkar tökum við stöðuna á eldstöðvunum við Sundhnúksgígaröðina en sérfræðingar eru á því að þar gæti farið að gjósa hvenær sem er. 

Innlent
Fréttamynd

Byrlunarmálið og of­beldi í Breið­holti

Í hádegisfréttum verður meðal annars fjallað um þá tillögu sem fram er komin að sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis verði komið á laggirnar til að rannsaka aðkomu Ríkisútvarpsins að byrlunarmálinu svokallaða. 

Innlent
Fréttamynd

Leið­rétt laun for­manns, á­tök í Sýr­landi og skattadagurinn

Laun formanns sambands íslenskra sveitarfélaga hafa ekki hækkað um 170 prósent á tveimur árum, líkt og kom fram í fjölmiðlum í gær, heldur hækkuðu þau einungis um tæp fimmtíu prósent. Fjallað verður nánar um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag en sambandið sendi frá sér rangar upplýsingar um launin í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Hitafundur í Hvíta húsinu og ó­veður í Reynisfjöru

Stjórnmálafræðingur segir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa stutt málstað Rússlandsforseta með framkomu sinni og yfirlýsingum á hitafundi í gær. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður farið yfir viðbrögðin vegna uppákomunnar í Hvíta húsinu milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu og ræðum við sérfræðing sem segir að svo virðist sem gjá hafi myndast á milli Bandaríkjanna og Evrópu.

Innlent