Spænski boltinn Abidal fjórði Frakkinn hjá Barcelona Spænska liðið Barcelona, lið Eiðs Smára Guðjohnsen, gekk í dag frá kaupum á franska landsliðsmanninum Eric Abidal frá franska liðinu Lyon. Fótbolti 29.6.2007 14:42 Mónakó í viðræðum við Giuly Þjálfari franska liðsins Mónakó segist nú vera í viðræðum við vængmanninn Ludovic Giuly hjá Barcelona og á jafnvel von á að landa honum til síns gamla félags á morgun. Giuly hefur verið hjá Barca í þrú ár en hann lék með Mónakó árin 1997-2004. "Ludo er stórt nafn í Mónakó og ég veit að allir vilja fá hann heim aftur," sagði Ricardo þjálfari liðsins. Fótbolti 28.6.2007 16:17 Getafe: Schuster er ekki að taka við af Capello Forráðamenn Getafe á Spáni gáfu út yfirlýsingu í dag þar sem félagið neitar því að Bernd Schuster sé eftirmaður Fabio Capello hjá Real Madrid. Capello var rekinn frá Real í dag og því hefur verið haldið fram lengi að Schuster taki við af honum. Hann er hinsvegar samningsbundinn Getafe út næstu leiktíð. Fótbolti 28.6.2007 16:09 Coleman tekinn við Sociedad Chris Coleman, fyrrum knattspyrnustjóri Fulham í ensku úrvalsdeildinni var í dag ráðinn þjálfari Real Sociedad í spænsku 2. deildinni. Sociedad féll úr 1. deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins á dögunum og vildi forsetinn að sögn reyna að fá mann með nýjar hugmyndir til að taka við liðinu. Fótbolti 28.6.2007 14:21 Capello rekinn Real Madrid rak í dag þjálfarann Fabio Capello frá störfum sem þjálfara þrátt fyrir að hann stýrði liðinu til Spánarmeistaratitilsins í fyrsta skipti í fjögur ár á dögunum. "Þetta var erfið ákvörðun en stjórnin var sammála um að Capello væri ekki rétti maðurinn til að leiða félagið inn í framtíðina," sagði Predrag Mijatovic yfirmaður knattspyrnumála. Fótbolti 28.6.2007 11:57 Framtíð Capello ræðst í dag Útvarpsstöð Marca á Spáni greindi frá því í gærkvöld að Fabio Capello yrði ekki þjálfari Real Madrid áfram, en sagt er að framtíð hans ráðist á stjórnarfundi félagsins í dag. Marca segir fundinn aðeins formsatriði til að reka Capello sem á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. Capello landaði meistaratitli í hús á dögunum, en spurningamerki hafa verið sett við leikaðferðir hans sem þykja ekki hæfa sóknarhefð félagsins. Fótbolti 28.6.2007 11:14 Van Bronckhorst farinn heim Hollenski leikmaðurinn Giovanni van Bronckhorst var í dag leystur undan samningi sínum við Barcelona og hefur samþykkt að ganga í raðir síns gamla félags Feyenoordí Hollandi. Bronckhorst framlengdi samning sinn við Barcelona í desember en í honum var ákvæði sem leyfði honum að snúa aftur til Feyenoord ef félagið vildi fá hann. Fótbolti 27.6.2007 13:36 Forlan fer líklega frá Villarreal Talið er víst að framherjinn Diego Forlan muni fara frá Villarreal í sumar eftir að umboðsmaður hans átti fund með stjórn félagsins til að ræða tilboð sem borist hafa í hann undanfarið. Forlan er nú að spila með Úrúgvæ í Copa America en framtíð hans ræðst eftir keppnina. Sunderland og Arsenal eru talin hafa áhuga á honum, auk liða á Spáni. Fótbolti 27.6.2007 11:29 Coleman að taka við Sociedad? Chris Coleman, fyrrum knattspyrnustjóri Fulham í ensku úrvalsdeildinni, er nú sagður vera í viðræðum við forráðamenn Real Sociedad á Spáni um að gerast þjálfari liðsins. Spænska félagið á að hafa sett sig í samband við Coleman eftir að hafa ráðfært sig við fyrrum þjálfara sinn John Toshack. Coleman staðfesti að hann væri í viðræðum við Baskaliðið í samtali við The Sun. Fótbolti 27.6.2007 10:57 Henry: Meiðslin í fyrra geta hjálpað mér Thierry Henry gat lítið spilað með Arsenal á síðustu leiktíð vegna meiðsla en hann fullvissar stuðningsmenn Barcelona um að hann sé enginn meiðslakálfur. Hann segir þvert á móti að fjarvera hans á síðustu leiktíð geti hjálpað honum á næsta tímabili. Fótbolti 26.6.2007 16:35 Motta má fara frá Barcelona Forráðamenn Barcelona hafa verið iðnir á leikmannamarkaðnum undanfarna daga og nú er svo komið að ekki er lengur pláss fyrir miðjumanninn Thiago Motta í framtíðaráformum félagsins. Motta hefur verið settur á sölulista, en hann var aðens fimm sinnum í byrjunarliði Barca á síðustu leiktíð. Honum var gefið frí frá æfingum í vor eftir að hann viðurkenndi að hann hefði ekki nauðsynlegt sjálfstraust til að spila. Fótbolti 26.6.2007 15:25 Sonur Zinedine Zidane er efnilegur (Myndband) Sonur knattspyrnugoðsagnarinnar Zinedine Zidane heitir Enzo Alan Martinez og notar ekki föðurnafnið til að vekja ekki á sér óþarfa athygli. Hann er 12 ára og leikur með unglingaliði Real Madrid. Drengurinn þykir kippa hressilega í kynið eins og sést í myndbrotinu sem fylgir fréttinni. Fótbolti 26.6.2007 14:48 Samningaviðræðunum um Henry var hætt 15 sinnum Ákvörðun Thierry Henry um að ganga í raðir Barcelona var leikmanninum mjög þungbær ef marka má fregn Daily Mail um málið í dag, en þar er haft eftir varaforseta Barcelona að 15 sinnum hafi slitnað upp úr viðræðunum í samningaferlinu. Fótbolti 26.6.2007 13:54 Toure til Barcelona Barcelona fékk frekari liðsstyrk í morgun þegar liðið gekk frá kaupum á Fílstrendingnum Yaya Toure frá Mónakó í Frakklandi. Kaupverðið er 10 milljónir evra. Toure er yngri bróðir Kolo Toure hjá Arsenal og nú hefur Barcelona varið tæpum þremur milljörðum króna til leikmannakaupa og búist er við því að félagið festi kaup á Rúmenanum Christian Chievu hjá Roma fljótlega. Fótbolti 26.6.2007 11:16 Henry formlega orðinn leikmaður Barcelona Franski markahrókurinn Thierry Henry er nú formlega genginn í raðir Barcelona á Spáni frá Arsenal. Kaupverðið er 16,1 milljón punda eða 2 milljarðar króna. Henry stóðst læknisskoðun í Barcelona í dag og á myndunum sem fylgja fréttinni má sjá hann taka við treyju sinni ásamt Joan Laporta forseta félagsins. Fótbolti 25.6.2007 16:58 Myndir af Thierry Henry í læknisskoðun hjá Barcelona Thierry Henry hefur staðist læknisskoðun hjá Barcelona og búið er að ganga frá öllum smáatriðum í samningi hans við félagið. Hann verður kynntur til leiks með treyju sína í hendi síðar í dag og verður svo kynntur formlega fyrir stuðningsmönnum liðsins. Kaupverðið á Henry er sagt vera 16,15 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar króna. Fótbolti 25.6.2007 13:08 Getafe ekki tilbúið að missa Schuster Forseti knattspyrnuliðsins Getafe á Spáni segist ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana þegar kemur að því að halda þjálfaranum Bernd Schuster áfram hjá félaginu. Schuster hefur verið nefndur sem eftirmaður Fabio Capello hjá Real Madrid. Fótbolti 25.6.2007 10:22 Eiður ætlar að berjast fyrir sæti sínu Eiður Smári Guðjohnsen segist ætla að halda áfram að berjast fyrir sæti sínu í liði Barcelona þó félagið sé við það að ganga frá samningi við framherjann Thierry Henry. Eiður segist ekki hafa heyrt neitt frá forráðamönnum félagsins. Fótbolti 25.6.2007 11:01 Henry: Barcelona er meira en knattspyrnufélag Framherjinn Thierry Henry mætti til Barcelona í gærkvöld þar sem hann mun að öllum líkindum skrifa undir fjögurra ára samning við félagið í kvöld ef hann stenst læknisskoðun. Henry sagði það ótrúlega tilfinninningu að koma á Nou Camp. Fótbolti 25.6.2007 09:03 Höfum ekkert heyrt frá Barcelona Koma Thierry Henry til Barcelona hefur glætt þeim sögusögnum að Eiður Smári Guðjohnsen sé á leið frá félaginu nýju lífi. Hann er sem fyrr orðaður við fjöldamörg félög í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann lék með Chelsea um árabil. Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, gat lítið sagt um framtíð hans. Fótbolti 24.6.2007 21:13 Villarreal hafnaði tilboði Atletico í Forlan Sky-fréttastofan greindi frá því í dag að spænska úrvalsdeildarliðið Villarreal hefði neitað 17 milljón evra kauptilboði Atletico Madrid í framherjann Diego Forlan auk þess að bjóða leikmanninn Mista með í kaupbæti. Forlan er sagður til sölu, en ekki á krónu minna en 23 milljónir evra. Fótbolti 24.6.2007 15:09 Henry verður kynntur til leiks annað kvöld Thierry Henry flýgur til Spánar í kvöld þar sem gengið verður frá smáatriðum í fjögurra ára samningi hans við Barcelona. Nái Barcelona að ganga frá kaupunum á honum frá Arsenal á morgun, fer hann svo í læknisskoðun og stefnt er á það að kynna hann formlega sem nýjan leikmann liðsins á Nou Camp annað kvöld. Fótbolti 24.6.2007 12:43 Messi fagnar komu Thierry Henry Argentinumaðurinn Lionel Messi hjá Barcelona segist fagna því að félagið sé að fá Thierry Henry í sínar raðir á morgun og hefur ekki áhyggjur af því að koma Frakkans komi til með að ógna sæti sínu í liðinu. Hann segir það undir Frank Rijkaard komið að finna pláss fyrir allar stjörnurnar í framlínu liðsins. Fótbolti 24.6.2007 12:37 Kanoute ætlar ekki að fara frá Sevilla Framherjinn Frederic Kanoute hjá nýkrýndum bikarmeisturum Sevilla á Spáni hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína hjá félaginu og segist ætla að standa við þau tvö ár sem hann á eftir af samningi sínum. Nokkur félög á Englandi höfðu verið heit fyrir að fá hann í sínar raðir. Fótbolti 24.6.2007 12:21 Þriðji bikarinn í húsi hjá Sevilla Sevilla vann í kvöld sigur í spænska konungsbikarnum í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Getafe í úrslitaleik í Madríd. Það var markahrókurinn Fredi Kanoute sem skoraði sigurmark Sevilla eftir aðeins 10 minútna leik, en lét svo reka sig af velli undir lokin. Sevilla hafði áður unnið ofurbikarinn á Spáni og Evrópukeppni félagsliða. Fótbolti 23.6.2007 23:02 Bikarmeistarar krýndir á Spáni í kvöld Úrslitaleikurinn í spænska konungsbikarnum fer fram á Santiago Bernabeu í Madrid klukkan 20 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn. Hér er á ferðinni slagur Sevilla og smáliðs Getafe. Mikil bjartsýni ríkir í herbúðum Sevilla fyrir leikinn en þar getur liðið tryggt sér annan bikar sinn á leiktíðinni með sigri. Fótbolti 23.6.2007 18:56 Thierry Henry semur við Barcelona Franski landsliðsmaðurinn Thierry Henry hefur samið við spænska stórveldið Barcelona til fjögurra ára. Barcelona greiðir 16 milljónir punda fyrir framherjann. Útvarpsstöðin Cadena Ser og dagblaðið El Pais greindu frá þessu. Fótbolti 22.6.2007 19:40 Fjórir nefndir sem eftirmenn Capello Framtíð Fabio Capello, framkvæmdastjóra Real Madrid, er enn í óvissu. Þrátt fyrir að Capello hafi unnið La Liga með Madrid hafa fjórir knattspyrnuþjálfarar verið nefndir sem eftirmenn hans. Fótbolti 22.6.2007 14:24 Að nálgast Real Madrid? Real Madrid er samkvæmt fjölmiðlum á Spáni líklegast til að kaupa Carlos Tevez frá West Ham í sumar. Sögur um Tevez fljúga fram og til baka, meðal annars hefur verið haft eftir honum að hann sé ánægður hjá Hömrunum en sé tilbúinn til að ganga til liðs við stærra félag.„Viðræður hafa átt sér stað,“ er haft eftir Predrag Mijatovic, yfirmanni íþróttamála hjá Real, í gær um kaupin á Tevez. Fótbolti 21.6.2007 18:42 Schuster: Beckham mun gráta sig í svefn í LA Bernd Schuster, þjálfari Getafe á Spáni, hefur verið sterklega orðaður við þjálfarastólinn hjá Real Madrid i sumar ef Fabio Capello lætur af störfum eins og búist er við. Schuster undirbýr lið sitt nú undir bikarúrslitaleikinn á Spáni á laugardaginn en hann hefur engu að síður sterkar skoðanir á leimannamálum hjá Real Madrid. Fótbolti 21.6.2007 13:57 « ‹ 234 235 236 237 238 239 240 241 242 … 266 ›
Abidal fjórði Frakkinn hjá Barcelona Spænska liðið Barcelona, lið Eiðs Smára Guðjohnsen, gekk í dag frá kaupum á franska landsliðsmanninum Eric Abidal frá franska liðinu Lyon. Fótbolti 29.6.2007 14:42
Mónakó í viðræðum við Giuly Þjálfari franska liðsins Mónakó segist nú vera í viðræðum við vængmanninn Ludovic Giuly hjá Barcelona og á jafnvel von á að landa honum til síns gamla félags á morgun. Giuly hefur verið hjá Barca í þrú ár en hann lék með Mónakó árin 1997-2004. "Ludo er stórt nafn í Mónakó og ég veit að allir vilja fá hann heim aftur," sagði Ricardo þjálfari liðsins. Fótbolti 28.6.2007 16:17
Getafe: Schuster er ekki að taka við af Capello Forráðamenn Getafe á Spáni gáfu út yfirlýsingu í dag þar sem félagið neitar því að Bernd Schuster sé eftirmaður Fabio Capello hjá Real Madrid. Capello var rekinn frá Real í dag og því hefur verið haldið fram lengi að Schuster taki við af honum. Hann er hinsvegar samningsbundinn Getafe út næstu leiktíð. Fótbolti 28.6.2007 16:09
Coleman tekinn við Sociedad Chris Coleman, fyrrum knattspyrnustjóri Fulham í ensku úrvalsdeildinni var í dag ráðinn þjálfari Real Sociedad í spænsku 2. deildinni. Sociedad féll úr 1. deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins á dögunum og vildi forsetinn að sögn reyna að fá mann með nýjar hugmyndir til að taka við liðinu. Fótbolti 28.6.2007 14:21
Capello rekinn Real Madrid rak í dag þjálfarann Fabio Capello frá störfum sem þjálfara þrátt fyrir að hann stýrði liðinu til Spánarmeistaratitilsins í fyrsta skipti í fjögur ár á dögunum. "Þetta var erfið ákvörðun en stjórnin var sammála um að Capello væri ekki rétti maðurinn til að leiða félagið inn í framtíðina," sagði Predrag Mijatovic yfirmaður knattspyrnumála. Fótbolti 28.6.2007 11:57
Framtíð Capello ræðst í dag Útvarpsstöð Marca á Spáni greindi frá því í gærkvöld að Fabio Capello yrði ekki þjálfari Real Madrid áfram, en sagt er að framtíð hans ráðist á stjórnarfundi félagsins í dag. Marca segir fundinn aðeins formsatriði til að reka Capello sem á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. Capello landaði meistaratitli í hús á dögunum, en spurningamerki hafa verið sett við leikaðferðir hans sem þykja ekki hæfa sóknarhefð félagsins. Fótbolti 28.6.2007 11:14
Van Bronckhorst farinn heim Hollenski leikmaðurinn Giovanni van Bronckhorst var í dag leystur undan samningi sínum við Barcelona og hefur samþykkt að ganga í raðir síns gamla félags Feyenoordí Hollandi. Bronckhorst framlengdi samning sinn við Barcelona í desember en í honum var ákvæði sem leyfði honum að snúa aftur til Feyenoord ef félagið vildi fá hann. Fótbolti 27.6.2007 13:36
Forlan fer líklega frá Villarreal Talið er víst að framherjinn Diego Forlan muni fara frá Villarreal í sumar eftir að umboðsmaður hans átti fund með stjórn félagsins til að ræða tilboð sem borist hafa í hann undanfarið. Forlan er nú að spila með Úrúgvæ í Copa America en framtíð hans ræðst eftir keppnina. Sunderland og Arsenal eru talin hafa áhuga á honum, auk liða á Spáni. Fótbolti 27.6.2007 11:29
Coleman að taka við Sociedad? Chris Coleman, fyrrum knattspyrnustjóri Fulham í ensku úrvalsdeildinni, er nú sagður vera í viðræðum við forráðamenn Real Sociedad á Spáni um að gerast þjálfari liðsins. Spænska félagið á að hafa sett sig í samband við Coleman eftir að hafa ráðfært sig við fyrrum þjálfara sinn John Toshack. Coleman staðfesti að hann væri í viðræðum við Baskaliðið í samtali við The Sun. Fótbolti 27.6.2007 10:57
Henry: Meiðslin í fyrra geta hjálpað mér Thierry Henry gat lítið spilað með Arsenal á síðustu leiktíð vegna meiðsla en hann fullvissar stuðningsmenn Barcelona um að hann sé enginn meiðslakálfur. Hann segir þvert á móti að fjarvera hans á síðustu leiktíð geti hjálpað honum á næsta tímabili. Fótbolti 26.6.2007 16:35
Motta má fara frá Barcelona Forráðamenn Barcelona hafa verið iðnir á leikmannamarkaðnum undanfarna daga og nú er svo komið að ekki er lengur pláss fyrir miðjumanninn Thiago Motta í framtíðaráformum félagsins. Motta hefur verið settur á sölulista, en hann var aðens fimm sinnum í byrjunarliði Barca á síðustu leiktíð. Honum var gefið frí frá æfingum í vor eftir að hann viðurkenndi að hann hefði ekki nauðsynlegt sjálfstraust til að spila. Fótbolti 26.6.2007 15:25
Sonur Zinedine Zidane er efnilegur (Myndband) Sonur knattspyrnugoðsagnarinnar Zinedine Zidane heitir Enzo Alan Martinez og notar ekki föðurnafnið til að vekja ekki á sér óþarfa athygli. Hann er 12 ára og leikur með unglingaliði Real Madrid. Drengurinn þykir kippa hressilega í kynið eins og sést í myndbrotinu sem fylgir fréttinni. Fótbolti 26.6.2007 14:48
Samningaviðræðunum um Henry var hætt 15 sinnum Ákvörðun Thierry Henry um að ganga í raðir Barcelona var leikmanninum mjög þungbær ef marka má fregn Daily Mail um málið í dag, en þar er haft eftir varaforseta Barcelona að 15 sinnum hafi slitnað upp úr viðræðunum í samningaferlinu. Fótbolti 26.6.2007 13:54
Toure til Barcelona Barcelona fékk frekari liðsstyrk í morgun þegar liðið gekk frá kaupum á Fílstrendingnum Yaya Toure frá Mónakó í Frakklandi. Kaupverðið er 10 milljónir evra. Toure er yngri bróðir Kolo Toure hjá Arsenal og nú hefur Barcelona varið tæpum þremur milljörðum króna til leikmannakaupa og búist er við því að félagið festi kaup á Rúmenanum Christian Chievu hjá Roma fljótlega. Fótbolti 26.6.2007 11:16
Henry formlega orðinn leikmaður Barcelona Franski markahrókurinn Thierry Henry er nú formlega genginn í raðir Barcelona á Spáni frá Arsenal. Kaupverðið er 16,1 milljón punda eða 2 milljarðar króna. Henry stóðst læknisskoðun í Barcelona í dag og á myndunum sem fylgja fréttinni má sjá hann taka við treyju sinni ásamt Joan Laporta forseta félagsins. Fótbolti 25.6.2007 16:58
Myndir af Thierry Henry í læknisskoðun hjá Barcelona Thierry Henry hefur staðist læknisskoðun hjá Barcelona og búið er að ganga frá öllum smáatriðum í samningi hans við félagið. Hann verður kynntur til leiks með treyju sína í hendi síðar í dag og verður svo kynntur formlega fyrir stuðningsmönnum liðsins. Kaupverðið á Henry er sagt vera 16,15 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar króna. Fótbolti 25.6.2007 13:08
Getafe ekki tilbúið að missa Schuster Forseti knattspyrnuliðsins Getafe á Spáni segist ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana þegar kemur að því að halda þjálfaranum Bernd Schuster áfram hjá félaginu. Schuster hefur verið nefndur sem eftirmaður Fabio Capello hjá Real Madrid. Fótbolti 25.6.2007 10:22
Eiður ætlar að berjast fyrir sæti sínu Eiður Smári Guðjohnsen segist ætla að halda áfram að berjast fyrir sæti sínu í liði Barcelona þó félagið sé við það að ganga frá samningi við framherjann Thierry Henry. Eiður segist ekki hafa heyrt neitt frá forráðamönnum félagsins. Fótbolti 25.6.2007 11:01
Henry: Barcelona er meira en knattspyrnufélag Framherjinn Thierry Henry mætti til Barcelona í gærkvöld þar sem hann mun að öllum líkindum skrifa undir fjögurra ára samning við félagið í kvöld ef hann stenst læknisskoðun. Henry sagði það ótrúlega tilfinninningu að koma á Nou Camp. Fótbolti 25.6.2007 09:03
Höfum ekkert heyrt frá Barcelona Koma Thierry Henry til Barcelona hefur glætt þeim sögusögnum að Eiður Smári Guðjohnsen sé á leið frá félaginu nýju lífi. Hann er sem fyrr orðaður við fjöldamörg félög í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann lék með Chelsea um árabil. Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, gat lítið sagt um framtíð hans. Fótbolti 24.6.2007 21:13
Villarreal hafnaði tilboði Atletico í Forlan Sky-fréttastofan greindi frá því í dag að spænska úrvalsdeildarliðið Villarreal hefði neitað 17 milljón evra kauptilboði Atletico Madrid í framherjann Diego Forlan auk þess að bjóða leikmanninn Mista með í kaupbæti. Forlan er sagður til sölu, en ekki á krónu minna en 23 milljónir evra. Fótbolti 24.6.2007 15:09
Henry verður kynntur til leiks annað kvöld Thierry Henry flýgur til Spánar í kvöld þar sem gengið verður frá smáatriðum í fjögurra ára samningi hans við Barcelona. Nái Barcelona að ganga frá kaupunum á honum frá Arsenal á morgun, fer hann svo í læknisskoðun og stefnt er á það að kynna hann formlega sem nýjan leikmann liðsins á Nou Camp annað kvöld. Fótbolti 24.6.2007 12:43
Messi fagnar komu Thierry Henry Argentinumaðurinn Lionel Messi hjá Barcelona segist fagna því að félagið sé að fá Thierry Henry í sínar raðir á morgun og hefur ekki áhyggjur af því að koma Frakkans komi til með að ógna sæti sínu í liðinu. Hann segir það undir Frank Rijkaard komið að finna pláss fyrir allar stjörnurnar í framlínu liðsins. Fótbolti 24.6.2007 12:37
Kanoute ætlar ekki að fara frá Sevilla Framherjinn Frederic Kanoute hjá nýkrýndum bikarmeisturum Sevilla á Spáni hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína hjá félaginu og segist ætla að standa við þau tvö ár sem hann á eftir af samningi sínum. Nokkur félög á Englandi höfðu verið heit fyrir að fá hann í sínar raðir. Fótbolti 24.6.2007 12:21
Þriðji bikarinn í húsi hjá Sevilla Sevilla vann í kvöld sigur í spænska konungsbikarnum í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Getafe í úrslitaleik í Madríd. Það var markahrókurinn Fredi Kanoute sem skoraði sigurmark Sevilla eftir aðeins 10 minútna leik, en lét svo reka sig af velli undir lokin. Sevilla hafði áður unnið ofurbikarinn á Spáni og Evrópukeppni félagsliða. Fótbolti 23.6.2007 23:02
Bikarmeistarar krýndir á Spáni í kvöld Úrslitaleikurinn í spænska konungsbikarnum fer fram á Santiago Bernabeu í Madrid klukkan 20 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn. Hér er á ferðinni slagur Sevilla og smáliðs Getafe. Mikil bjartsýni ríkir í herbúðum Sevilla fyrir leikinn en þar getur liðið tryggt sér annan bikar sinn á leiktíðinni með sigri. Fótbolti 23.6.2007 18:56
Thierry Henry semur við Barcelona Franski landsliðsmaðurinn Thierry Henry hefur samið við spænska stórveldið Barcelona til fjögurra ára. Barcelona greiðir 16 milljónir punda fyrir framherjann. Útvarpsstöðin Cadena Ser og dagblaðið El Pais greindu frá þessu. Fótbolti 22.6.2007 19:40
Fjórir nefndir sem eftirmenn Capello Framtíð Fabio Capello, framkvæmdastjóra Real Madrid, er enn í óvissu. Þrátt fyrir að Capello hafi unnið La Liga með Madrid hafa fjórir knattspyrnuþjálfarar verið nefndir sem eftirmenn hans. Fótbolti 22.6.2007 14:24
Að nálgast Real Madrid? Real Madrid er samkvæmt fjölmiðlum á Spáni líklegast til að kaupa Carlos Tevez frá West Ham í sumar. Sögur um Tevez fljúga fram og til baka, meðal annars hefur verið haft eftir honum að hann sé ánægður hjá Hömrunum en sé tilbúinn til að ganga til liðs við stærra félag.„Viðræður hafa átt sér stað,“ er haft eftir Predrag Mijatovic, yfirmanni íþróttamála hjá Real, í gær um kaupin á Tevez. Fótbolti 21.6.2007 18:42
Schuster: Beckham mun gráta sig í svefn í LA Bernd Schuster, þjálfari Getafe á Spáni, hefur verið sterklega orðaður við þjálfarastólinn hjá Real Madrid i sumar ef Fabio Capello lætur af störfum eins og búist er við. Schuster undirbýr lið sitt nú undir bikarúrslitaleikinn á Spáni á laugardaginn en hann hefur engu að síður sterkar skoðanir á leimannamálum hjá Real Madrid. Fótbolti 21.6.2007 13:57