Spænski boltinn

Fréttamynd

Getafe missti af toppsætinu

Spútniklið Getafe missti af tækifæri sínu til að komast á topp spænsku fyrstu deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld, þegar liðið steinlá á útivelli gegn Real Sociedad 3-0. Mörkin komu öll í fyrri hálfleiknum, en þó leikur lærisveina Bernd Schuster hafi skánað í þeim síðari, náðu þeir ekki að rétta sinn hlut.

Sport
Fréttamynd

Annað tap Real Madrid í röð

Stjörnum prýtt lið Real Madrid steinlá fyrir Deportivo 3-1 í spænska boltanum í gærkvöldi og tapaði þar með öðrum leik sínum í röð í deildinni. Barcelona sigraði Malaga 2-0 með mörkum frá Ronaldinho og Larsson.

Sport
Fréttamynd

Spjald Beckham dregið til baka

David Beckham verður klár í slaginn með Real Madrid í spænska boltanum annað kvöld eftir að rauða spjaldið sem hann fékk gegn Valencia um helgina var dregið til baka nú rétt áðan.

Sport
Fréttamynd

Ekki hrifin af uppátækjum Beckham

Íþróttasíður bresku blaðanna eru yfirfullar af myndum af David Beckham í dag, eftir að hann lét reka sig af leikvelli fyrir fíflagang í leik Real Madrid og Valencia í spænska boltanum í gærkvöldi og dálkahöfundar spyrja sig hvort Beckham sé í raun fyrirliðaefni enska landsliðsins eftir svona framkomu.

Sport
Fréttamynd

Real tapaði heima

Real Madrid tapaði 2-1 á heimavelli í æsilegum kvöldleik í spænska boltanum nú fyrir stundu. Zinedine Zidane misnotaði vítaspyrnu í leiknum og þeir David Beckham og Thomas Gravesen voru reknir af leikvelli.

Sport
Fréttamynd

Laporta ætlar að ná í Henry

Joan Laporta, forseti Barcelona, er sagður ætla að tryggja sér áframhaldandi setu í embætti með því að ná að lokka Thierry Henry til félagsins frá Arsenal, ef marka má frétt frá The Daily Star. Sú staðreynd að Henry hefur neitað að ræða nýjan samning við Arsenal, hefur nú ýtt frekar undir sögusagnir um að hann sé á förum frá félaginu.

Sport
Fréttamynd

Spánn: Taplausu liðin töpuðu

Spútniklið spænska fótboltans á þessu tímabili, Getafe, mistókst að endurheimta toppsætið í La Liga í dag þegar liðið tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni, 1-0 á útivelli fyrir Real Betis. Osasuna skaust upp í 2. sæti deildarinnar með 2-0 sigri á Celta Vigo og er nú jafnt toppliði Real Madrid að stigum.

Sport
Fréttamynd

Real Madrid komið á toppinn

Ronaldo skoraði þrennu og skaut Real Madrid á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi með 3-0 sigri á Atlético Madrid í gærkvöldi en þá fóru fram 3 leikir í deildinni. Deportivo La Coruña gerði jafntefli við Barcelona í 6 marka þriller.

Sport
Fréttamynd

Woodgate skoraði aftur sjálfsmark

Varnarmaðurin Jonathan Woodgate varð aftur fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir lið sitt Real Madrid í gærkvöldi, þegar það tapaði vináttuleik við Real Zaragoza í vítaspyrnukeppni í gær. Þetta var annað sjálfsmark Woodgate í þremur leikjum fyrir liðið.>

Sport
Fréttamynd

Real Madrid í 3. sætið

Real Madrid færðist upp í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með stórsigri á Mallorca, 4-0. Mörk Real voru albrasilísk í kvöld, Brasilíumaðurinn Roberto Carlos skoraði tvö af mörkum Real og landar hans Ronaldo og nýliðinn Julio Baptista eitt hvor. David Beckham átti stórleik og lagði þrjú af mörkunum.

Sport
Fréttamynd

Osasuna kemur á óvart á Spáni

Osasuna gerði best toppliðanna á Spáni í dag þegar liðið lyfti sér upp í 3. sæti fótboltadeildarinnar La Liga með 1-0 útisigri á Deportivo La Coruna. Inaki Munoz skoraði sigurmarkið á 19. mínútu og er Osasuna með 12 stig í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Getafe sem lagði Valencia í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Messi vakti athygli

Argentínska ungstirnið Lionel Messi hjá Barcelona átti stórleik fyrir lið sitt í gærkvöldi, þegar spænska liðið vann auðveldan 4-1 sigur á Udinese frá Ítalíu. Þó svo að Brasilíumaðurinn Ronaldinho hafi skoraði þrennu í leiknum og verið í fyrirsögnum blaða á Spáni, var það frammistaða unglingsins sem var á allra vörum í gær.

Sport
Fréttamynd

Fær spænskan ríkisborgararétt

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Marcos Senna hjá Villareal er búinn að fá spænskan ríkisborgararétt. Spænski landsliðsþjálfarinn Luis Aragones getur því valið hann í spænska landsliðið. Senna er fæddur í Sao Paulo í Brasilíu en gekk í raðir Villareal fyrir þremur árum. Hann er búinn að vera einn besti maður Villareal undanfarin ár.

Sport
Fréttamynd

Messi orðinn leikfær með Barcelona

Argentínska undrabarnið Lionel Messi hjá Barcelona er loksins orðinn leikfær með liðinu í deildarkeppninni, eftir að hann fékk spænskan ríkisborgararétt í dag. Hingað til hefur hann aðeins geta leikið með liðinu í Evrópukeppni, því félög á Spáni geta aðeins teflt fram þremur "útlendingum" í hópnum í deildarleikjum.

Sport
Fréttamynd

Beckham áfram með landsliðinu

David Beckham gefur lítið út á þær vangaveltur sem hafa verið í gangi í breskum fjölmiðlum undanfarið, þar sem menn leiddu líkum að því að hann myndi hætta að leika með enska landsliðinu eins og kollegi hans hjá rugby landsliðinu, Jason Robinson.

Sport
Fréttamynd

Real komið aftur í gírinn

Real Madrid sigraði nýliða Alaves 3-0 á útivelli í spænsku knattspyrnunni í dag, en þetta var annar sigur liðsins í deildinni á fjórum dögum. Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real og Guti eitt í blálokin.

Sport
Fréttamynd

Woodgate þakkaði stuðningsmönnum

Hrakfallabálkurinn Jonathan Woodgate þakkaði stuðningsmönnum Real Madrid fyrir að standa við bakið á sér eftir ófarir sínar í leik Real og Bilbao í gær, en þessi fyrsti leikur hans með aðalliði í nær eitt og hálft ár, snerist upp í algjöra martröð eins og áhorfendur Sýnar fengu að verða vitni að í skrautlegum leik í gærkvöld.

Sport
Fréttamynd

Martröð hjá Jonathan Woodgate

Jonathan Woodgate er nú rétt í þessu að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði Real Madrid, eftir að hafa verið meira og minna frá keppni í eitt og hálft ár vegna meiðsla. Ekki er hægt að segja að Woodgate hefji endurkomu sína með stæl, því nú rétt áðan kom hann liðið Atletic Bilbao yfir með því að skora sjálfsmark á 25. mínútu leiksins.

Sport
Fréttamynd

Woodgate er klár í slaginn í kvöld

Enski varnarmaðurinn Jonathan Woodgate hjá Real Madrid segist vera klár í slaginn á sál og líkama og vonast til að fá að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið í kvöld, þegar Real mætir Atletic Bilbao. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:55 og verður sýndur síðar um kvöldið á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Real lagði Bilbao

Áhorfendur fengu nóg fyrir sinn snúð í leik Real Madrid og Atletic Bilbao í kvöld, en leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn Extra og er ný lokið. Real hafði sigur 3-1, en þó gekk á ýmsu áður en heimamenn tryggðu sér sigurinn.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Barcelona og Valencia

Barcelona og Valencia gerðu jafntefli í stórslag kvöldsins í spænska boltanum, þar sem markverðir liðanna voru í aðalhlutverki. Það voru gestirnir í Valencia sem náðu forystu í leiknum 2-1 eftir skelfileg mistök markvarðar Barcelona, en heimamenn náðu að nýta sér mistök markvarðar Valencia skömmu síðar og jöfnuðu metin.

Sport
Fréttamynd

Beckham sló mótherja sinn

Sergio Sanches, leikmaður Espanyol á Spáni, sagði að David Beckham hefði slegið sig í göngunum þegar leikmenn gengu af velli eftir tap Real Madrid gegn Espanyol í spænsku deildinni um helgina.

Sport
Fréttamynd

Stórslagur í spænska í kvöld

Barcelona og Valencia mætast í kvöld í spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld eftir að hafa tapað óvænt fyrir Atletico Madrid í síðustu umferð. Víctor Valdéz, markvörður Barcelona og spænska landsliðsins, á von á erfiðum leik.

Sport
Fréttamynd

Real íhugar að kæra

Forystumenn Real Madríd íhuga að kæra leikinn gegn Espanyol í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrradag. Dómari leiksins, Julian Rodriguez Santiago, flautaði skömmu áður en Espanyol skoraði eina mark leiksins.

Sport
Fréttamynd

Ensk lið á höttunum eftir Helguera

Nú er talið líklegt að spænski landsliðsmaðurinn Ivan Helguera, sem verið hefur á mála hjá Real Madrid undanfarin ár, gangi jafnvel til liðs við enskt úrvalsdeildarfélag þegar félagaskiptaglugginn á Englandi opnar um áramótin.

Sport
Fréttamynd

Barcelona og Real Madrid töpuðu

Óvænt úrslit urðu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar stórveldin Barcelona og Real Madrid töpuðu leikjum sínum. Nýliðarnir tveir hjá Real Madrid, Julio Babtista (90mín) og Ramos Sergio (88. mín) voru báðir reknir af velli með rauðu spjaldi þegar liðið tapaði fyrir Espanyol 1-0 og var það því 9 manna lið Real sem lauk leiknum.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Valencia og Deportivo

Valencia og Deportivo La Coruna gerðu 2-2 jafntefli í hörkuleik í spænsku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Diego Tristan kom Depor yfir en David Villa og Miguel skoruðu fyrir Valencia en Sergio jafnaði metin fyrir Coruna-menn. Bæði lið misstu mann út af í leiknum með rautt spjald.

Sport
Fréttamynd

Hef séð það svartara

Vanderlei Luxemburgo, knattspyrnustjóri Real Madrid á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir enda gengur hvorki né rekur hjá liðinu. Farið er að hitna allverulega undir stólnum hans og margir sem spá því að hann verði látinn fjúka áður en langt um líður. Hann efast þó ekki um að liðið nái að rífa sig upp úr sleninu og biður menn að sýna stillingu.

Sport
Fréttamynd

Aukaæfingar fyrir Ronaldinho

Frank Rijkaard knattspyrnustjóri Barcelona er síður en svo sáttur við leikformið á besta knattspyrnumanni í heimi, Brasilíumanninum Ronaldinho leikmanni félagsins. Stjórinn hefur sett á aukaæfingar fyrir Ronaldinho til þess að koma honum í betra form og lét úthaldsþjálfari Barcelona, Ronaldinho vera eftir á æfingu á fimmtudag.

Sport