Verðlag

Fréttamynd

Hátt verð fæli ferða­manninn frá Ís­landi

Blikur eru á lofti þegar kemur að bókunum ferðamanna á hótelgistingu hér á landi í sumar. Færri bókanir voru í apríl heldur en verið hefur. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir Ísland dýrt og það sé farið að hafa áhrif.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­kvörðun Seðla­bankans sé ó­skiljan­leg

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) telur ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera óskiljanlega. Ákvörðunin gangi þvert á fyrri rökstuðning nefndarinnar og það sé mikið áhyggjuefni fyrir hagkerfið að þeir standi óbreyttir.

Innlent
Fréttamynd

Að­­gerð­ir til að liðk­a fyr­ir kjar­a­­samn­ing­um hafa tak­­mörk­uð á­hrif á verð­bólg­u

Áhrif aðgerða ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir kjarasamningum fyrir stóran hluta vinnumarkaðarins eru takmörkuð á hagvöxt og verðbólgu, sagði aðalhagfræðingur Seðlabankans á fundi peningastefnunefndar í morgun. Seðlabankastjóri nefndi að hætta væri á að verðbólga verði treg til að fara niður í fjögur til fimm prósent.

Innherji
Fréttamynd

Miklar verðbólguvæntingar halda vöxtunum uppi

Miklar verðbólguvæntingar og áframhaldandi spenna í hagkerfinu eru aðalástæður þess að Seðlabankinn lækkar ekki meginvexti sína. Seðlabankastjóri segir algerlega nauðsynlegt að ná verðbólgu niður til að uppfylla forsendur kjarasamninga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hægir enn á hag­vexti og auknar líkur á að nú­verandi raun­vaxta­stig sé „hæfi­legt“

Horfur eru á að hagvöxtur verði umtalsvert minni í ár en Seðlabankinn gerði áður ráð fyrir samhliða því að hægt hefur nokkuð á vexti innlendrar eftirspurnar. Peningastefnunefnd hefur ákveðið halda vöxtum bankans óbreyttum fimmta fundinn í röð, sem er í samræmi við spár allra greinenda og markaðsaðila, og telur núna meiri líkur en áður að aðhaldsstigið dugi til að ná verðbólgunni niður í markmið.

Innherji
Fréttamynd

Vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í haust

Stýrivextir verða ekki lækkaðir fyrr en undir lok árs og verðbólga mælist yfir markmiðum seðlabankans næstu tvö árin samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans. Hagfræðingur telur að uppkaup á húsnæði Grindvíkinga hafi talsverð áhrif á verðbólgu næstu mánuða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Léttir fyrir markaðinn en „erfiði kaflinn“ við að ná niður verð­bólgu að hefjast

Það var léttir fyrir skuldabréfamarkaðinn að sjá mælda verðbólgu í apríl í lægri mörkum væntinga, segir fjárfestingastjóri, og verðbólguálag lækkaði um 0,15 til 0,2 prósentustig. Sérfræðingar telja að stýrivextir Seðlabankans verði ekki lækkaðir í maí en líkur hafi aukist á að þeir lækki í ágúst. Erfiði kaflinn í baráttunni við verðbólguna sé fram undan. „Við þurfum því að sjá meiri hjöðnun verðbólgu til að vextir geti lækkað eitthvað að ráði,“ að mati sjóðstjóra.

Innherji
Fréttamynd

Árangur gegn verð­bólgu

Ríkisstjórnin hefur einsett sér það markmið að vinna bug á verðbólgunni og skapa skilyrði til lækkunar vaxta. Fréttir morgunsins sýna að við séum á réttri leið: Verðbólga minnkaði úr 6,8% í 6% nú í apríl og hefur ekki verið minni í rúmlega tvö ár.

Skoðun
Fréttamynd

Seðla­bankinn geti ekki annað en lækkað vexti

Formaður Starfsgreinasambandsins segir Seðlabankann ekki geta annað en lækkað vexti um að minnsta kosti hálft prósentustig nú þegar verðbólga mælist sex prósent. Verkalýðshreyfingin hafi farið að tilmælum bankans um hógværa kjarasamninga og nú væri komið að Seðlabankanum.

Innlent
Fréttamynd

Bank­­­a­­­stjór­­­i: Van­sk­­il hjá fyr­ir­tækj­um auk­ast og raun­­­vaxt­­­a­­­stig er of hátt

Vanskil fyrirtækja vaxa frá mánuði til mánaðar. Bankastjóri Arion banka segir að raunvaxtastig sé orðið of hátt og óttast að fyrirtæki verði nauðbeygð að segja upp starfsfólki. Fyrir vikið gæti atvinnuleysi aukist. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands þurfi að taka tillit til þess við vaxtaákvarðanir að áhrif þeirra komi ekki fram að fullu fyrr en eftir 18 mánuði.

Innherji
Fréttamynd

Fresta gildis­töku kjara­bóta til ör­yrkja til að slá á þenslu

Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagslífinu er að fresta gildistöku væntanlegra laga um gagngerar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Þetta sparar ríkissjóði um 10 milljarða á næsta ári. Varaformaður Öryrkjabandalagsins segir ljóst að ekki væri hægt að rekja þensluna til öryrkja.

Innlent
Fréttamynd

Verð­hækkanir á hús­næði fram­undan

Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram­haldandi halla­rekstur og van­trausts­til­laga

Engar tillögur eru um niðurskurð til að slá á þenslu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem lögð var fram í dag. Þess í stað er talað um að hægja á útgjöldum, hagræðingu í rekstri og mögulega sölu eigna.

Innlent
Fréttamynd

Spáir því að vextir haldist á­fram háir þrátt fyrir „hóf­lega“ kjara­samninga

Þrátt fyrir að heldur sé að draga úr þenslu í hagkerfinu er ólíklegt að „hóflegir“ kjarasamningar muni stuðla að því að hraðar dragi úr verðbólgu, að mati Hagfræðistofnunar, sem spáir því að húsnæðisverð muni hækka um liðlega tíu prósent í ár. Gert er ráð fyrir því að meginvextir Seðlabankans muni haldast áfram háir, jafnvel hækka frekar, sem skýrist einkum af miklum umsvifum í ferðaþjónustu.

Innherji
Fréttamynd

Seðla­bankinn dregur úr útlánagetu bankanna

Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða.

Innlent
Fréttamynd

Súkku­laði frá Nóa hækkar mest á meðan Freyja lækkar

Verð á súkkulaði hefur víða hækkað miðað við janúarmánuð, samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Verð á súkkulaði frá Nóa Síríus hefur hækkað mest, en vörur frá Freyju hafa hækkað minnst í verði. Sumar þeirra hafa raunar lækkað í verði á tímabilinu.

Neytendur
Fréttamynd

Verð­bólga eykst á ný

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, er 620,3 stig og hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 504,4 stig og hækkar um 0,48 prósent frá febrúar 2024. Verðbólgan hjaðnaði örlítið í síðasta mánuði en hefur nú aukist umfram lækkunina.

Viðskipti innlent