Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2025 11:51 Birkir Thor telur litlar sem engar líkur á að stýrivextir lækki í næsta mánuði. Langsamlega líklegast sé að þeir haldist óbreyttir. Vísir Verðbólga hjaðnar lítillega á milli mánaða en hagfræðingur býst við því að hún aukist aftur og verði á sömu slóðum út árið. Stýrivaxtalækkun í næsta mánuði sé nánast útilokuð. Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði vísitala neysluverðs um fjögur prósent á síðustu tólf mánuðum, en hækkunin nam þremur prósentum ef húsnæðisliðurinn er frátalinn. Hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir hjöðnunina örlítið minni en búist hafi verið við. „Við áttum von á því að hún færi niður í 3,9 prósent. Það sem helst olli því að það gerðist ekki var að flugfargjöldin hækkuðu svolítið umfram það sem við höfðum spáð. Þar fyrir utan var þetta heilt yfir nokkuð jákvæð mæling,“ segir Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Útsölurnar skammgóður vermir Sumarútsölur á fötum og skóm hafi haft áhrif til hjöðnunar milli mánaða, sem og verðlækkanir á húsgögnum og heimilisbúnaði. Mælingin sé þó nokkuð skammgóður vermir. „Þetta gengur líklega til baka núna í ágúst. Það er misjafnt hvað það gerist hratt. Stundum gerist það að öllu leyti í ágúst en stundum dreifist það yfir ágúst og september. Það verður bara að koma í ljós hvernig það verður í ár.“ Útlit fyrir aukna verðbólgu á næstu mánuðum Verðlagsmælingin er sú síðasta fyrir stýrivaxtaákvörðunarfund peningastefnunefndar Seðlabankans þann 20. ágúst. Áttu von á því að þetta hafi einhver teljandi áhrif þar á? „Nei, ég á ekki von á því. Við erum á þeirri skoðun að vaxtalækkun í ágúst sé svo gott sem af borðinu.“ Allt útlit sé fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir, en þeir standa nú í 7,5 prósentum. Til örlítið lengri tíma megi líta til einskiptisáhrifa sem detti út úr ársmælingu á næstu mánuðum, til að mynda gjaldfrálsra háskóla og gjaldfrjálsra grunnskólamáltíða. „Þannig að það er nokkuð borðleggjandi að ársverðbólgan eigi eftir að hækka í ágúst og september, og verða svona nokkuð treg yfir fjórum prósentum út árið, samkvæmt okkar spá,“ segir Birkir Thor. Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólgan hjaðnar á ný Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Verðbólga án húsnæðisliðar er þrjú prósent. 24. júlí 2025 09:08 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði vísitala neysluverðs um fjögur prósent á síðustu tólf mánuðum, en hækkunin nam þremur prósentum ef húsnæðisliðurinn er frátalinn. Hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir hjöðnunina örlítið minni en búist hafi verið við. „Við áttum von á því að hún færi niður í 3,9 prósent. Það sem helst olli því að það gerðist ekki var að flugfargjöldin hækkuðu svolítið umfram það sem við höfðum spáð. Þar fyrir utan var þetta heilt yfir nokkuð jákvæð mæling,“ segir Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Útsölurnar skammgóður vermir Sumarútsölur á fötum og skóm hafi haft áhrif til hjöðnunar milli mánaða, sem og verðlækkanir á húsgögnum og heimilisbúnaði. Mælingin sé þó nokkuð skammgóður vermir. „Þetta gengur líklega til baka núna í ágúst. Það er misjafnt hvað það gerist hratt. Stundum gerist það að öllu leyti í ágúst en stundum dreifist það yfir ágúst og september. Það verður bara að koma í ljós hvernig það verður í ár.“ Útlit fyrir aukna verðbólgu á næstu mánuðum Verðlagsmælingin er sú síðasta fyrir stýrivaxtaákvörðunarfund peningastefnunefndar Seðlabankans þann 20. ágúst. Áttu von á því að þetta hafi einhver teljandi áhrif þar á? „Nei, ég á ekki von á því. Við erum á þeirri skoðun að vaxtalækkun í ágúst sé svo gott sem af borðinu.“ Allt útlit sé fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir, en þeir standa nú í 7,5 prósentum. Til örlítið lengri tíma megi líta til einskiptisáhrifa sem detti út úr ársmælingu á næstu mánuðum, til að mynda gjaldfrálsra háskóla og gjaldfrjálsra grunnskólamáltíða. „Þannig að það er nokkuð borðleggjandi að ársverðbólgan eigi eftir að hækka í ágúst og september, og verða svona nokkuð treg yfir fjórum prósentum út árið, samkvæmt okkar spá,“ segir Birkir Thor.
Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólgan hjaðnar á ný Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Verðbólga án húsnæðisliðar er þrjú prósent. 24. júlí 2025 09:08 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
Verðbólgan hjaðnar á ný Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Verðbólga án húsnæðisliðar er þrjú prósent. 24. júlí 2025 09:08