Guðmundur Andri Thorsson Skriftir, afskriftir og uppáskriftir Útlendingar standa ýmsir í þeirri trú að Íslendingar hafi komist út úr efnahagserfiðleikum sínum með því að neita að greiða „skuldir óreiðumanna“ og síðan hafi þjóðin sett sér nýja stjórnarskrá. Manni skilst að nú þegar séu menn sem hafa þann starfa að hrósa Íslendingum í útlöndum teknir að fara um heiminn með ræður um það hversu Íslendingar skari fram úr öðrum í því að takast á við efnahagshrun og „hvað megi af Íslendingum læra“. En er þetta ekki eitthvað orðum aukið – þetta með að „neita að greiða skuldir óreiðumanna?“ Fastir pennar 16.9.2012 22:23 Hungurleikarnir á Miklubraut Við vorum á Spáni fjölskyldan í sumar og meðal þess sem var svo ánægjulegt að upplifa var sá siður ökumanna að staðnæmast nær undantekningarlaust fyrir gangandi vegfarendum. Þetta er víst mikið gert í útlöndum, heyrir maður. Annað sem var beinlínis hrífandi að fylgjast með í fari hinna erlendu ökumanna var sá siður þeirra að gefa Fastir pennar 9.9.2012 21:37 Harpa og hin húsin Þegar Björn S. Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra réttlætti hér í blaðinu síðastliðinn mánudag hin glórulausu fasteignagjöld sem Hörpu er gert að greiða – milljón á dag – sagði hann orðrétt: ?Það gengur eitt yfir alla. Harpa er mjög stórt hús sem borgar fasteignagjöld í samræmi við það.? Og stór er Harpa, það er alveg rétt, tæpir 29.000 m², en þó er hún ekki jafn stór og Kringlan sem er tæplega 41.000 m². Hún er heldur ekki jafn stór og Smáralind sem er rúmlega 62.000 m². Fastir pennar 2.9.2012 22:34 Smálánasmán Í smálánamálinu takast á tvö þjóðfélagsleg sjónarmið – markaðshyggjan og samfélagsvitundin; hin kalda eiginhagsmunahyggja og kærleiksskyldan. Fastir pennar 26.8.2012 22:00 Atlaga að tilkalli Atburðir sögunnar gerðust óhjákvæmilega – en var það óhjákvæmilegt að þeir gerðust? Örlagaborgin eftir Einar Má Jónsson leitar svara við þeirri spurningu hví farið hafi sem fór í efnahagsmálum heimsins – hún er um Hrunið og þá hugmyndafræði sem til þess leiddi. Og grefur djúpt. Fastir pennar 20.8.2012 08:55 Frelsið Við þurfum að endurheimta orðið "Frelsi“. Því var einn góðan veðurdag stolið af okkur, það var tekið í gíslingu og farið með það í mikla herleiðingu af áhugamönnum um óheilbrigða viðskiptahætti. Fastir pennar 12.8.2012 21:51 Trúin á landið Ríó+20 ráðstefnan virðist hafa verið mikið stefnt-skal-að-þing og óneitanlega visst vonleysi farið að grípa um sig varðandi framtíð lífsins á Jörðinni, framtíð tegundanna. Maðurinn, sem tegund, sér afleiðingar gerða sinna – en hann getur ekki horfst í augu við þær. Guðleysingjum 20. aldarinnar hefur tekist að finna þúsund aðferðir við að afsanna tilvist æðri máttarvalda en ekki eina einustu til að sanna nauðsyn þess að lífið haldi áfram Fastir pennar 24.6.2012 21:19 Á leiðinni í flug Blaðamaður DV, Baldur Eiríksson, náði viðtali við Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra í Kópavogi, í síðustu viku. Þar segir leiðtoginn að 23 prósenta launahækkun bæjarfulltrúa hafi ekki verið launahækkun heldur "leiðrétting“. Hann segir líka að sú eina og hálfa milljón á mánuði sem honum hefur tekist að hala sjálfan sig upp í hljóti að vera eðlileg laun "miðað við aðra í sambærilegum stöðum“. Ekki vitum við hverja hann ber sig saman við en mann grunar ýmislegt. Skoðun 17.6.2012 21:44 Latte og annað pjatt Umræða um sjávarútvegsmál hér á landi beinist alltaf fyrr eða síðar að kaffidrykkju og búsetuháttum sem tengdir eru tilteknu borgarhverfi. Það er athyglisvert. Ýmsum kann að þykja það til marks um ósiði í umræðuháttum hér á landi og enn eitt dæmið um það hvílíkir asnar Íslendingar séu (með hinni óhjákvæmilegu tilvitnun í Steinar Sigurjónsson um að Íslendingar séu hænsn) – en ég er ekki viss um að málið sé svo einfalt. Fastir pennar 10.6.2012 21:52 Valið vald Svolítið einkennilegt að vera að kjósa þjóðhöfðingja og þurfa einhvern veginn um leið að taka ákvörðun um það í leiðinni hvert valdsvið hans verði, vegna þess að hann eigi eftir að ráða því sjálfur. Okkar blessaða lýðveldi er stundum eins og spunnið áfram frá degi til dags. Fastir pennar 3.6.2012 21:42 Hinn ómissandi óþarfi Listahátíðin í Reykjavík var alltaf stórviðburður í lífi föður míns. Hann hafði til að bera einhvers konar ofurnæmi á list og skynjaði af alefli hvern einasta viðburð þessarar hátíðar – hann varð djúpt snortinn af því sem honum þótti mikil list og bölsótaðist yfir hinu sem honum þótti vera loddaraskapur, var aldrei sama, yppti aldrei öxlum yfir neinu. Hann var listtrúar og hvers kyns kaldhæðni eða geispar kringum list var eitur í hans beinum. Þegar hann sótti listviðburð var hann að fara í kirkju, nálgast helgidóm. Fastir pennar 20.5.2012 22:13 Það gefur á bátinn … Það eru ekki margar stéttir sem njóta almennrar virðingar í samfélaginu. Kannski bændur upp að vissu marki – við verðum örlítið dreymin á svip þegar við hugsum til þeirra og kannski lifna gamlar markaskrár í hausnum en ætli það nái öllu lengra; kannski umönnunarstéttir – kannski líka kennarar – en sú virðing á meira skylt við almenna velvild og þakklæti en að fólk líti beinlínis upp til stéttanna. Fastir pennar 14.5.2012 09:14 Ósagðar Íslendingasögur Það var viðtal við Baltasar í Fréttatímanum þar sem hann segir frá áformum um glæpaþætti í Ríkisútvarpinu sem á víst að taka upp á Seyðisfirði og munu vera í anda dönsku þáttanna Forbrydelsen og amerískrar endurgerðar þeirra þátta, The Killing. Þættirnir á Seyðisfirði ganga undir nafninu "Trapped". Fastir pennar 6.5.2012 21:59 Útlendingurinn mótstæðilegi Þegar ég horfði á 79 af Stöðinni um daginn fór ég að hugsa um Ísland og Ameríku, Ísland og nútímann – Ísland í heiminum og þetta allt saman. Upphaf alls ófarnaðar í myndinni er ástarsamband Gógóar við Kanann, sem hún getur ekki hætt að hitta þótt hún eigi kost á myndarlegum, heiðarlegum, blíðlyndum – já yndislegum – íslenskum karlmanni: þetta var íslenskum karlmönnum gersamlega óskiljanleg ráðgáta: hvað dregur þær að þessum Könum þegar þær eiga kost á mér? Fastir pennar 29.4.2012 22:14 Barlómur RE Formaður samtaka afskriftaframleiðenda segir að verði kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar að veruleika í núverandi mynd muni rigna blóði af himnum og engisprettufaraldur eyða landinu. Framkvæmdastjóri Aflandseyjavinnslunnar segir dökkar horfur framundan ef kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður samþykkt óbreytt; hann segist sjá dýr stíga upp af hafinu, það hafi tíu horn og sjö höfuð … Fastir pennar 22.4.2012 21:58 Embættið okkar Þegar við veljum forseta erum við að velja okkur. Þannig hafa þessar kosningar þróast í áranna rás og stjórnmálamennirnir, embættismennirnir, menntamennirnir og fjölmiðlamennirnir og aðrir sjálfskipaðir sálnahirðar ráða ekki neitt við neitt en neyðast til að elta hjarðirnar. Við erum að velja spegilmynd okkar. Við veljum einhvern sem við þekkjum okkur í og alla þá viðkunnanlegu eiginleika sem við teljum okkur búa yfir. Fastir pennar 15.4.2012 22:08 Að vega menn Eins og annað er þetta ágætlega orðað í Njálu. Gunnar á Hlíðarenda hefur starfað sem atvinnumaður í útlöndum í þeirri íþrótt sem þá var helst í boði: hermennsku; alls konar fantar og fífl ögra honum og mana hann til átaka en hann er í raun og veru seinþreyttur til vandræða, uppgefinn á blóðsúthellingum. Hann segir við Kolskegg bróður sinn: "Hvað eg veit,“ segir Gunnar, "hvort eg mun því óvaskari maður en aðrir menn sem mér þykir meira fyrir en öðrum mönnum að vega menn.“ Fastir pennar 1.4.2012 22:42 Umhverfisvernd er íhaldsstefna Mælingar kváðu herma að Svandís Svavarsdóttir sé sá ráðherra sem flestum þyki hafa staðið sig illa í starfi. Það er undarlegt. Það er erfitt að átta sig á því hvaða fólk er spurt og hví það er svona óánægt en skýringin liggur að minnsta kosti ekki í því að Svandís sé löt og hyskin eða svíkist um að vinna sín störf af samviskusemi. Öðru nær. Ætli sé þá ekki nærtækast að leita skýringa í því að þessu fólki mislíki það hversu rösk hún er og röggsöm. Að þetta fólk vilji ekki duglegan og drífandi umhverfisráðherra. Fastir pennar 25.3.2012 21:38 Lárviðarskáldið Einar Már Flestir á mínu reki muna fyrst eftir Einari Má í svörtum leðurjakka á pönkárunum að selja ljóðin sín: Sendisveinninn er einmana og Er nokkur í kórónafötum hér inni? Flestir keyptu bókina, þetta voru auðskilin ljóð, það var einhver prósi í þeim, rétt eins og það er alltaf eitthvert ljóð í prósa Einars. Þrátt fyrir leðurjakkann og ytra pönkfas var hann hláturmildur og drengjalegur – hér var ekki þungbúið skáld, alls ekki hógvært og fráleitt innhverft skáld – þetta var rokk-skáld. Fastir pennar 18.3.2012 21:58 Hver við sinn keip … Þá er fyrri vikan búin af þessum sjóprófum og við höfum fengið að heyra í skipstjóranum og nokkrum öðrum af áhöfninni sem sigldi þjóðarskútunni í strand. Eigi maður að taka vitnin trúanleg mætti ætla að aldrei í veraldarsögunni hafi einni skútu verið siglt í strand á jafn vandaðan og óaðfinnanlegan hátt. Allir stóðu sína vakt með snilld. Allir gerðu allt rétt. Og það sem þeir létu ógert var algerlega og gersamlega ógerlegt að gera. Það sem hefði þurft að gera gat enginn gert því að það heyrði ekki undir viðkomandi. Aldrei að víkja, aldrei að viðurkenna neitt; maður á að sitja fastur við sinn keip. Það er íslenski mátinn. Fastir pennar 11.3.2012 21:32 "Auðlegðin er ekki smá…“ Löngunin til að breyta líkama sínum er að minnsta kosti jafn gömul mannkyninu: að toga og teygja varirnar, lengja eyrnasneplana, lita kringum augun, farða kinnar, mála varir, krulla slétt hár en slétta liðað, lýsa dökkt og dekkja ljóst: þetta er fallegur mennskur eiginleiki og einkennilegur. Hann snýst ekki beinlínis um fegrun. Hann snýst ekki um að laga það sem aflaga hefur farið; þetta er ekki lýta-aðgerð. Frekar hitt: manneskjan vill skapa sig, ná sér. Fastir pennar 4.3.2012 22:11 „Fleiri gerast nú vígamenn en eg ætlaði" Furðulegt hefur verið að fylgjast með atlögunni að Gunnari Andersen. Sigurður G. Guðjónsson, þjóðkunnur lögmaður alls konar manna sem Fjármálaeftirlitið hefur kært fyrir markaðsmisnotkun og skapandi bókhald gekk fram fyrir skjöldu og fann Gunnari allt til foráttu, enda hefur stofnunin verið öflug og rösk og afgreitt fjársvikamál með hraði til sérstaks saksóknara eftir að hafa verið værukærasta og umburðarlyndasta stofnun landsins um árabil. Árás Sigurðar G. Guðjónssonar á Gunnar er ekkert skrýtin; hann er bara að vinna sína vinnu, gæta hagsmuna þeirra manna sem hann er ráðinn til að sinna; hann er að tefja og þvæla og þæfa og þrugla málin með öllum meðulum; þannig gengur það fyrir sig réttarríkið og ekkert nema gott um það að segja því að sérhver grunaður eða ákærður maður hefur rétt á því að fá svo góða vörn sem kostur er. Fastir pennar 26.2.2012 22:08 Þið eruð næst Ég ímynda mér að heim til mín komi maður til þess að gera við þvottavélina hjá mér. Þetta er viðkunnanlegur maður og það er gaman að spjalla við hann. Hann klárar verkið með glæsibrag og sýnir mér hvernig þvottavélin virkar sem ný. Og ég segi: Þetta er alveg frábært hjá þér og svo var líka svo gaman að spjalla við þig. Veistu, ég er svo ánægður með þessa heimsókn þína að ég er hreinlega að hugsa um að borga þér fyrir verkið … Fastir pennar 19.2.2012 21:56 Hvað með það? Þeir sáust saman á bíó dómarinn og verjandinn í máli Baldurs Guðlaugssonar. Og hvað með það? Mega nú gamlir félagar ekki lengur fara saman í bíó til að slaka á eftir erfiðan dag án þess að eiga á hættu að það sé komið í DV daginn eftir og gert tortryggilegt og afbakað á alla lund? Greinilega ekki. Fastir pennar 12.2.2012 20:37 Tapað af fagmennsku Ný skýrsla um lífeyrissjóðina hefur leitt í ljós að á tveimur árum kringum bankahrunið tókst þeim að tapa 480 milljörðum króna. Þegar maður les viðbrögð forsvarsmanna sjóðanna mætti ætla allt hafi það tap verið innt af hendi af frábærri fagmennsku og trúmennsku. Nánast eins og allt hafi verið samkvæmt þrauthugsaðri áætlun. Þeir segja líka að þeir hafi vitað allt sem í skýrslunni stendur, ekkert komi þar á óvart – með öðrum orðum: hér er allt undir kontról. Fariði bara að rífast aftur um símaskrána. Fastir pennar 5.2.2012 22:35 Ögmundur og íhaldið Sagnfræðingar tala um að stéttastjórnmál hafi leyst sjálfstæðisstjórnmál af hólmi árið 1916 þegar Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru stofnaðir til að gæta hagsmuna verkalýðs og bænda á meðan höfðingjarnir skiptust í flóknar þversum og langsum fylkingar eftir afstöðunni til sambandsins við Dani og sameinuðust ekki í einn flokk fyrr en 1929 í Sjálfstæðisflokknum. Æ síðan hefur sá flokkur verið okkar Kongressflokkur – valdaflokkurinn, vettvangurinn. Fastir pennar 29.1.2012 22:10 Þrasarar og þvergirðingar Þrjú ár liðin frá Búsáhaldabyltingu og uppgjör ganga hægt og með harmkvælum – nema náttúrlega ársuppgjör þeirra fyrirtækja sem fengið hafa milljarðaskuldir sínar afskrifaðar. Fastir pennar 22.1.2012 22:15 Fúsk & Fyrirlitning hf. Maður sér appelsín-flösku og fer ósjálfrátt að brosa vegna þess að fyrirfram tengir maður ljúfar kenndir við Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Fastir pennar 15.1.2012 22:02 Samkomuhús Reykvíkinga Verði hús vinsælt í Reykjavík fer það rakleitt á válista. Ekkert er húsi skeinuhættara í þessari borg en að margir taki ástfóstri við það og fólki líði vel þar. Þá renna þær á lyktina hinar mennsku veggjalýs sem nærast á innviðum húsa og samfélags. Fastir pennar 8.1.2012 21:50 Ólafur Ragnar þagnar - ekki Það er ótímabært að skrifa greinina "Ólafur Ragnar þagnar“. Eins og hann gaf til kynna í ávarpi sínu í gær er hann alls ekki að setjast í helgan stein heldur fyrst og fremst að skipta um vettvang til þess að geta beitt sér af fullu afli fyrir hugðarefni sínu: að halda Íslandi utan ESB svo að landsmenn geti spilað á stórveldin af ómældri kænsku sinni og grætt fullt af monnípening. Fastir pennar 2.1.2012 10:32 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 18 ›
Skriftir, afskriftir og uppáskriftir Útlendingar standa ýmsir í þeirri trú að Íslendingar hafi komist út úr efnahagserfiðleikum sínum með því að neita að greiða „skuldir óreiðumanna“ og síðan hafi þjóðin sett sér nýja stjórnarskrá. Manni skilst að nú þegar séu menn sem hafa þann starfa að hrósa Íslendingum í útlöndum teknir að fara um heiminn með ræður um það hversu Íslendingar skari fram úr öðrum í því að takast á við efnahagshrun og „hvað megi af Íslendingum læra“. En er þetta ekki eitthvað orðum aukið – þetta með að „neita að greiða skuldir óreiðumanna?“ Fastir pennar 16.9.2012 22:23
Hungurleikarnir á Miklubraut Við vorum á Spáni fjölskyldan í sumar og meðal þess sem var svo ánægjulegt að upplifa var sá siður ökumanna að staðnæmast nær undantekningarlaust fyrir gangandi vegfarendum. Þetta er víst mikið gert í útlöndum, heyrir maður. Annað sem var beinlínis hrífandi að fylgjast með í fari hinna erlendu ökumanna var sá siður þeirra að gefa Fastir pennar 9.9.2012 21:37
Harpa og hin húsin Þegar Björn S. Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra réttlætti hér í blaðinu síðastliðinn mánudag hin glórulausu fasteignagjöld sem Hörpu er gert að greiða – milljón á dag – sagði hann orðrétt: ?Það gengur eitt yfir alla. Harpa er mjög stórt hús sem borgar fasteignagjöld í samræmi við það.? Og stór er Harpa, það er alveg rétt, tæpir 29.000 m², en þó er hún ekki jafn stór og Kringlan sem er tæplega 41.000 m². Hún er heldur ekki jafn stór og Smáralind sem er rúmlega 62.000 m². Fastir pennar 2.9.2012 22:34
Smálánasmán Í smálánamálinu takast á tvö þjóðfélagsleg sjónarmið – markaðshyggjan og samfélagsvitundin; hin kalda eiginhagsmunahyggja og kærleiksskyldan. Fastir pennar 26.8.2012 22:00
Atlaga að tilkalli Atburðir sögunnar gerðust óhjákvæmilega – en var það óhjákvæmilegt að þeir gerðust? Örlagaborgin eftir Einar Má Jónsson leitar svara við þeirri spurningu hví farið hafi sem fór í efnahagsmálum heimsins – hún er um Hrunið og þá hugmyndafræði sem til þess leiddi. Og grefur djúpt. Fastir pennar 20.8.2012 08:55
Frelsið Við þurfum að endurheimta orðið "Frelsi“. Því var einn góðan veðurdag stolið af okkur, það var tekið í gíslingu og farið með það í mikla herleiðingu af áhugamönnum um óheilbrigða viðskiptahætti. Fastir pennar 12.8.2012 21:51
Trúin á landið Ríó+20 ráðstefnan virðist hafa verið mikið stefnt-skal-að-þing og óneitanlega visst vonleysi farið að grípa um sig varðandi framtíð lífsins á Jörðinni, framtíð tegundanna. Maðurinn, sem tegund, sér afleiðingar gerða sinna – en hann getur ekki horfst í augu við þær. Guðleysingjum 20. aldarinnar hefur tekist að finna þúsund aðferðir við að afsanna tilvist æðri máttarvalda en ekki eina einustu til að sanna nauðsyn þess að lífið haldi áfram Fastir pennar 24.6.2012 21:19
Á leiðinni í flug Blaðamaður DV, Baldur Eiríksson, náði viðtali við Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra í Kópavogi, í síðustu viku. Þar segir leiðtoginn að 23 prósenta launahækkun bæjarfulltrúa hafi ekki verið launahækkun heldur "leiðrétting“. Hann segir líka að sú eina og hálfa milljón á mánuði sem honum hefur tekist að hala sjálfan sig upp í hljóti að vera eðlileg laun "miðað við aðra í sambærilegum stöðum“. Ekki vitum við hverja hann ber sig saman við en mann grunar ýmislegt. Skoðun 17.6.2012 21:44
Latte og annað pjatt Umræða um sjávarútvegsmál hér á landi beinist alltaf fyrr eða síðar að kaffidrykkju og búsetuháttum sem tengdir eru tilteknu borgarhverfi. Það er athyglisvert. Ýmsum kann að þykja það til marks um ósiði í umræðuháttum hér á landi og enn eitt dæmið um það hvílíkir asnar Íslendingar séu (með hinni óhjákvæmilegu tilvitnun í Steinar Sigurjónsson um að Íslendingar séu hænsn) – en ég er ekki viss um að málið sé svo einfalt. Fastir pennar 10.6.2012 21:52
Valið vald Svolítið einkennilegt að vera að kjósa þjóðhöfðingja og þurfa einhvern veginn um leið að taka ákvörðun um það í leiðinni hvert valdsvið hans verði, vegna þess að hann eigi eftir að ráða því sjálfur. Okkar blessaða lýðveldi er stundum eins og spunnið áfram frá degi til dags. Fastir pennar 3.6.2012 21:42
Hinn ómissandi óþarfi Listahátíðin í Reykjavík var alltaf stórviðburður í lífi föður míns. Hann hafði til að bera einhvers konar ofurnæmi á list og skynjaði af alefli hvern einasta viðburð þessarar hátíðar – hann varð djúpt snortinn af því sem honum þótti mikil list og bölsótaðist yfir hinu sem honum þótti vera loddaraskapur, var aldrei sama, yppti aldrei öxlum yfir neinu. Hann var listtrúar og hvers kyns kaldhæðni eða geispar kringum list var eitur í hans beinum. Þegar hann sótti listviðburð var hann að fara í kirkju, nálgast helgidóm. Fastir pennar 20.5.2012 22:13
Það gefur á bátinn … Það eru ekki margar stéttir sem njóta almennrar virðingar í samfélaginu. Kannski bændur upp að vissu marki – við verðum örlítið dreymin á svip þegar við hugsum til þeirra og kannski lifna gamlar markaskrár í hausnum en ætli það nái öllu lengra; kannski umönnunarstéttir – kannski líka kennarar – en sú virðing á meira skylt við almenna velvild og þakklæti en að fólk líti beinlínis upp til stéttanna. Fastir pennar 14.5.2012 09:14
Ósagðar Íslendingasögur Það var viðtal við Baltasar í Fréttatímanum þar sem hann segir frá áformum um glæpaþætti í Ríkisútvarpinu sem á víst að taka upp á Seyðisfirði og munu vera í anda dönsku þáttanna Forbrydelsen og amerískrar endurgerðar þeirra þátta, The Killing. Þættirnir á Seyðisfirði ganga undir nafninu "Trapped". Fastir pennar 6.5.2012 21:59
Útlendingurinn mótstæðilegi Þegar ég horfði á 79 af Stöðinni um daginn fór ég að hugsa um Ísland og Ameríku, Ísland og nútímann – Ísland í heiminum og þetta allt saman. Upphaf alls ófarnaðar í myndinni er ástarsamband Gógóar við Kanann, sem hún getur ekki hætt að hitta þótt hún eigi kost á myndarlegum, heiðarlegum, blíðlyndum – já yndislegum – íslenskum karlmanni: þetta var íslenskum karlmönnum gersamlega óskiljanleg ráðgáta: hvað dregur þær að þessum Könum þegar þær eiga kost á mér? Fastir pennar 29.4.2012 22:14
Barlómur RE Formaður samtaka afskriftaframleiðenda segir að verði kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar að veruleika í núverandi mynd muni rigna blóði af himnum og engisprettufaraldur eyða landinu. Framkvæmdastjóri Aflandseyjavinnslunnar segir dökkar horfur framundan ef kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður samþykkt óbreytt; hann segist sjá dýr stíga upp af hafinu, það hafi tíu horn og sjö höfuð … Fastir pennar 22.4.2012 21:58
Embættið okkar Þegar við veljum forseta erum við að velja okkur. Þannig hafa þessar kosningar þróast í áranna rás og stjórnmálamennirnir, embættismennirnir, menntamennirnir og fjölmiðlamennirnir og aðrir sjálfskipaðir sálnahirðar ráða ekki neitt við neitt en neyðast til að elta hjarðirnar. Við erum að velja spegilmynd okkar. Við veljum einhvern sem við þekkjum okkur í og alla þá viðkunnanlegu eiginleika sem við teljum okkur búa yfir. Fastir pennar 15.4.2012 22:08
Að vega menn Eins og annað er þetta ágætlega orðað í Njálu. Gunnar á Hlíðarenda hefur starfað sem atvinnumaður í útlöndum í þeirri íþrótt sem þá var helst í boði: hermennsku; alls konar fantar og fífl ögra honum og mana hann til átaka en hann er í raun og veru seinþreyttur til vandræða, uppgefinn á blóðsúthellingum. Hann segir við Kolskegg bróður sinn: "Hvað eg veit,“ segir Gunnar, "hvort eg mun því óvaskari maður en aðrir menn sem mér þykir meira fyrir en öðrum mönnum að vega menn.“ Fastir pennar 1.4.2012 22:42
Umhverfisvernd er íhaldsstefna Mælingar kváðu herma að Svandís Svavarsdóttir sé sá ráðherra sem flestum þyki hafa staðið sig illa í starfi. Það er undarlegt. Það er erfitt að átta sig á því hvaða fólk er spurt og hví það er svona óánægt en skýringin liggur að minnsta kosti ekki í því að Svandís sé löt og hyskin eða svíkist um að vinna sín störf af samviskusemi. Öðru nær. Ætli sé þá ekki nærtækast að leita skýringa í því að þessu fólki mislíki það hversu rösk hún er og röggsöm. Að þetta fólk vilji ekki duglegan og drífandi umhverfisráðherra. Fastir pennar 25.3.2012 21:38
Lárviðarskáldið Einar Már Flestir á mínu reki muna fyrst eftir Einari Má í svörtum leðurjakka á pönkárunum að selja ljóðin sín: Sendisveinninn er einmana og Er nokkur í kórónafötum hér inni? Flestir keyptu bókina, þetta voru auðskilin ljóð, það var einhver prósi í þeim, rétt eins og það er alltaf eitthvert ljóð í prósa Einars. Þrátt fyrir leðurjakkann og ytra pönkfas var hann hláturmildur og drengjalegur – hér var ekki þungbúið skáld, alls ekki hógvært og fráleitt innhverft skáld – þetta var rokk-skáld. Fastir pennar 18.3.2012 21:58
Hver við sinn keip … Þá er fyrri vikan búin af þessum sjóprófum og við höfum fengið að heyra í skipstjóranum og nokkrum öðrum af áhöfninni sem sigldi þjóðarskútunni í strand. Eigi maður að taka vitnin trúanleg mætti ætla að aldrei í veraldarsögunni hafi einni skútu verið siglt í strand á jafn vandaðan og óaðfinnanlegan hátt. Allir stóðu sína vakt með snilld. Allir gerðu allt rétt. Og það sem þeir létu ógert var algerlega og gersamlega ógerlegt að gera. Það sem hefði þurft að gera gat enginn gert því að það heyrði ekki undir viðkomandi. Aldrei að víkja, aldrei að viðurkenna neitt; maður á að sitja fastur við sinn keip. Það er íslenski mátinn. Fastir pennar 11.3.2012 21:32
"Auðlegðin er ekki smá…“ Löngunin til að breyta líkama sínum er að minnsta kosti jafn gömul mannkyninu: að toga og teygja varirnar, lengja eyrnasneplana, lita kringum augun, farða kinnar, mála varir, krulla slétt hár en slétta liðað, lýsa dökkt og dekkja ljóst: þetta er fallegur mennskur eiginleiki og einkennilegur. Hann snýst ekki beinlínis um fegrun. Hann snýst ekki um að laga það sem aflaga hefur farið; þetta er ekki lýta-aðgerð. Frekar hitt: manneskjan vill skapa sig, ná sér. Fastir pennar 4.3.2012 22:11
„Fleiri gerast nú vígamenn en eg ætlaði" Furðulegt hefur verið að fylgjast með atlögunni að Gunnari Andersen. Sigurður G. Guðjónsson, þjóðkunnur lögmaður alls konar manna sem Fjármálaeftirlitið hefur kært fyrir markaðsmisnotkun og skapandi bókhald gekk fram fyrir skjöldu og fann Gunnari allt til foráttu, enda hefur stofnunin verið öflug og rösk og afgreitt fjársvikamál með hraði til sérstaks saksóknara eftir að hafa verið værukærasta og umburðarlyndasta stofnun landsins um árabil. Árás Sigurðar G. Guðjónssonar á Gunnar er ekkert skrýtin; hann er bara að vinna sína vinnu, gæta hagsmuna þeirra manna sem hann er ráðinn til að sinna; hann er að tefja og þvæla og þæfa og þrugla málin með öllum meðulum; þannig gengur það fyrir sig réttarríkið og ekkert nema gott um það að segja því að sérhver grunaður eða ákærður maður hefur rétt á því að fá svo góða vörn sem kostur er. Fastir pennar 26.2.2012 22:08
Þið eruð næst Ég ímynda mér að heim til mín komi maður til þess að gera við þvottavélina hjá mér. Þetta er viðkunnanlegur maður og það er gaman að spjalla við hann. Hann klárar verkið með glæsibrag og sýnir mér hvernig þvottavélin virkar sem ný. Og ég segi: Þetta er alveg frábært hjá þér og svo var líka svo gaman að spjalla við þig. Veistu, ég er svo ánægður með þessa heimsókn þína að ég er hreinlega að hugsa um að borga þér fyrir verkið … Fastir pennar 19.2.2012 21:56
Hvað með það? Þeir sáust saman á bíó dómarinn og verjandinn í máli Baldurs Guðlaugssonar. Og hvað með það? Mega nú gamlir félagar ekki lengur fara saman í bíó til að slaka á eftir erfiðan dag án þess að eiga á hættu að það sé komið í DV daginn eftir og gert tortryggilegt og afbakað á alla lund? Greinilega ekki. Fastir pennar 12.2.2012 20:37
Tapað af fagmennsku Ný skýrsla um lífeyrissjóðina hefur leitt í ljós að á tveimur árum kringum bankahrunið tókst þeim að tapa 480 milljörðum króna. Þegar maður les viðbrögð forsvarsmanna sjóðanna mætti ætla allt hafi það tap verið innt af hendi af frábærri fagmennsku og trúmennsku. Nánast eins og allt hafi verið samkvæmt þrauthugsaðri áætlun. Þeir segja líka að þeir hafi vitað allt sem í skýrslunni stendur, ekkert komi þar á óvart – með öðrum orðum: hér er allt undir kontról. Fariði bara að rífast aftur um símaskrána. Fastir pennar 5.2.2012 22:35
Ögmundur og íhaldið Sagnfræðingar tala um að stéttastjórnmál hafi leyst sjálfstæðisstjórnmál af hólmi árið 1916 þegar Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru stofnaðir til að gæta hagsmuna verkalýðs og bænda á meðan höfðingjarnir skiptust í flóknar þversum og langsum fylkingar eftir afstöðunni til sambandsins við Dani og sameinuðust ekki í einn flokk fyrr en 1929 í Sjálfstæðisflokknum. Æ síðan hefur sá flokkur verið okkar Kongressflokkur – valdaflokkurinn, vettvangurinn. Fastir pennar 29.1.2012 22:10
Þrasarar og þvergirðingar Þrjú ár liðin frá Búsáhaldabyltingu og uppgjör ganga hægt og með harmkvælum – nema náttúrlega ársuppgjör þeirra fyrirtækja sem fengið hafa milljarðaskuldir sínar afskrifaðar. Fastir pennar 22.1.2012 22:15
Fúsk & Fyrirlitning hf. Maður sér appelsín-flösku og fer ósjálfrátt að brosa vegna þess að fyrirfram tengir maður ljúfar kenndir við Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Fastir pennar 15.1.2012 22:02
Samkomuhús Reykvíkinga Verði hús vinsælt í Reykjavík fer það rakleitt á válista. Ekkert er húsi skeinuhættara í þessari borg en að margir taki ástfóstri við það og fólki líði vel þar. Þá renna þær á lyktina hinar mennsku veggjalýs sem nærast á innviðum húsa og samfélags. Fastir pennar 8.1.2012 21:50
Ólafur Ragnar þagnar - ekki Það er ótímabært að skrifa greinina "Ólafur Ragnar þagnar“. Eins og hann gaf til kynna í ávarpi sínu í gær er hann alls ekki að setjast í helgan stein heldur fyrst og fremst að skipta um vettvang til þess að geta beitt sér af fullu afli fyrir hugðarefni sínu: að halda Íslandi utan ESB svo að landsmenn geti spilað á stórveldin af ómældri kænsku sinni og grætt fullt af monnípening. Fastir pennar 2.1.2012 10:32
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent