

Á leiðinni í flug
Síðan reisir Ármann Kr. Ólafsson sér eftirfarandi bautastein í íslenskri stjórnmálasögu:
„Við skárum niður allskonar lúxus, sameinuðum skóla til dæmis og hagræddum á ýmsan hátt – ég man þetta ekki alveg akkúrat núna enda á leiðinni í flug."
Stiglækkandi hækkunHann er á leiðinni í flug. Nokkrum dögum síðar fékk Ármann svo einhverja hroðalegustu útreið sem íslenskur stjórnmálamaður hefur fengið í seinni tíð í grein sem rituð var af Skafta Halldórssyni, kennara í Kópavogi. Skafti hefur staðið í eldlínunni við að sameina skóla (lúxusinn) á þeim kjörum sem við vitum að íslenskir stjórnmálamenn á borð við Ármann Kr. telja sér sæma að bjóða kennurum upp á og hann útskýrði í grein sinni þá ómældu vinnu og erfiði sem það hefur kostað starfsfólk skólanna að framfylgja hagræðingardyntum stjórnmálamannanna og krafðist þess í kjölfarið að laun sín yrðu „leiðrétt" til samræmis við hið aukna álag.
Kannski hefur einhver talað við Ármann. Kannski áttaði hann sig sjálfur á því að þetta hljómaði ekki alveg nógu vel hjá honum – ekki einu sinni þó að hann væri á leið í flug. Því að síðan hefur bæjarstjórinn skrifað grein eftir grein þar sem launahækkunin – eða leiðréttingin – fer hríðlækkandi dag frá degi; úr 23 prósentum niður í sex og hálft fyrst og var í síðustu grein hans komin niður í þrjú og hálft prósent og verður í næstu grein sjálfsagt orðið að launalækkun.
Við það situr. Hann er á leiðinni í flug. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með meira fylgi en nokkru sinni. Við síðustu kosningar gerðu Kópavogsbúar að vísu tilraun til að hafna Sjálfstæðisflokknum og allri þeirri ógnarmiklu steypu sem þeim flokki fylgir í allri merkingu.
Allt kom fyrir ekki: vinstri flokkarnir linntu ekki látum fyrr en þeir höfðu komið Sjálfstæðismönnum til valda á ný.
Þannig er það reyndar ekki á landsvísu. Og það sem meira er. Aldrei í lýðveldissögunni hefur Sjálfstæðisflokkurinn og hliðarflokkur hans Framsóknarflokkurinn verið lengur utan stjórnar. Og ýmsir teknir að ókyrrast. En fylgi þeirra meðal almennings virðist fara sívaxandi enda fylgja nú loforð um iPad hverjum þeim sem tileinkar sér daglega Íslandssöguskrif Morgunblaðsins. Allt bendir til þess að flokkurinn sé á leið í flug. Við sjáum eitthvert nýtt sjálfsöryggi í framgöngu liðsodda flokksins. Sérlegir talsmenn Sjálfstæðismanna í fjármálasiðferði, þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson, koma hvað eftir annað í ræðustól Alþingis sárhneykslaðir og veifandi höndum eins og menn með málstað, til þess að lýsa yfir vandlætingu sinni út af framgöngu stjórnvalda í peningamálum. Allir láta eins og það sé eðlilegt. Guðlaugur Þór hafði á sínum tíma milligöngu um svimandi greiðslur flokknum til handa – og þáði sjálfur – frá FL-group og öðrum fjármálaflugfélögum. Og nú er hann á leiðinni í flug.
Þeir valsa um sali Alþingis eins og þeir stjórni þar öllu, neita að hleypa málum í atkvæðagreiðslu nema séu í samráði við LÍU (þ.e.a.s. samin og ráðið af LÍÚ). Og fulltrúar meirihlutans á Alþingi virðast ekki hafa í sér einurð til þess að höggva á þennan hnút og beita heimildum sem til eru til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu.
Fljúgum hærraÞetta var annars ekki góð vika fyrir flokkinn. Úr Keflavík tóku að berast hryllingssögur af því hvernig pótintátar flokksins sölsuðu undir sig Sparisjóð Keflavíkur og notuðu til ævintýralegrar fyrirgreiðslu fyrir sig og sína.
Það var ekki í tómarúmi. Eftir langvarandi valdatíð Sjálfstæðisflokksins var svo komið að menn voru metnir af því hversu röskir þeir væru að krækja sér í fé – hvernig sem að því var farið, hvaðan sem það kom. Hugmyndafræðin bak við sparisjóðina var dæmd dauð og úrelt – fé án hirðis, kallaði Pétur Blöndal það og hvatti um leið hirðana til að slátra fénu, steikja það á teini og éta sjálfir. Þetta var hugmyndafræði auðhyggju, sérgæsku, ofstopa, kæruleysis, hömluleysis, sjálfumgleði, græðgi, tillitsleysis, frekju og hroka. Hún smitaði marga og augljóslega strákana í Flokknum í Keflavík. Hún var ekki síst ríkjandi þessi hugmyndafræði vegna þess að hún átti sér öfluga útbreiðslumeistara í æðstu embættum þjóðarinnar sem gáfu henni lögmæti og réttlætingu.
Og hún er á leiðinni í flug.
Hitt hvort af þessu flugi verður er svo aftur undir okkur sjálfum komið.
Skoðun

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar