Háskólar

Fréttamynd

Á­kall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauð­syn“

Það er ákall í samfélaginu um að efla kennslu íslensku sem annars máls og mikilvægt að auka samstarf og efla íslensku sem annað mál sem sérstaka faggrein. Íslendingar þurfi í auknum mæli að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði gagnvart þeim sem eru að læra, eða vilja læra tungumálið. Þetta segir Ingibjörg Sigurðardóttir, aðjúnkt við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga

Stúdentar skilja hvorki upp né niður í ákvörðun ráðherra háskólamála að hækka skráningargjald í opinbera háskóla um þriðjung, á sama tíma og mikil óvissa ríkir um lögmæti þeirra. „Stúdentar eru allir sammála um það að þessi skráningargjöld eru í raun og veru skólagjöld,“ segir forseti SHÍ.

Innlent
Fréttamynd

Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sann­leikann

Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra leggur til að skrásetningargjöld í Háskóla Íslands hækki úr 75.000 í 100.000 kr, sem er hófleg hækkun miðað við það sem Silja Bára, rektor HÍ, óskaði eftir eða 180.000 kr. Við í Vöku fögnum ákvörðun Loga að fara ekki svo geyst í hækkunina en höfnun því algjörlega að til hækkunar þurfi eða eigi að koma.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Borgar sig að van­meta menntun?

„Borgar sig að van­meta menntun?“ er yfirskrift málþings sem BHM hefur boðað til og fer fram í Grósku milli klukkan 15 og 17 í dag. Tilefnið er útgáfa nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um virði háskólamenntunar sem unnin var fyrir BHM. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borgar sig að van­meta menntun?

Í dag verður gefin út skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar. Þetta er í annað sinn sem stofnunin vinnur slíka skýrslu fyrir BHM og bætir nýja skýrslan umtalsvert við þekkingu okkar og dýpkar skilning á þessum mikilvæga þætti í starfsumhverfi háskólamenntaðra stétta.

Skoðun
Fréttamynd

Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi geti orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillöguna kæmi hún til framkvæmda á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Gestur Guð­munds­son er látinn

Gestur Guðmundsson lést í gær, 74 ára að aldri. Hann var félagsfræðingur, fræðimaður og rithöfundur sem markaði djúp spor í íslenskt menningar- og fræðasamfélag.

Innlent
Fréttamynd

Há­skólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inn­töku alþjóð­legra nema

Silja Bára Ómarsdóttir rektor Háskóla Íslands segir enga stefnubreytingu hafa orðið innan háskólans og reglur ekki verið hertar hvað varðar alþjóðlega nemendur. Hluti nemenda sem eru enn að bíða eftir dvalarleyfi til náms hefur fengið tilkynningu um að inntaka þeirra hafi verið afturkölluð vegna skorts á dvalarleyfi. Umsóknum fjölgaði um 40 prósent á milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Free tuition

Imagine you want to study in Iceland. Tiktok says Háskóli Íslands has free tuition!

Skoðun
Fréttamynd

Á­stand á stúdenta­görðum: Í­trekuð inn­brot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi

Óprúttnir aðilar hafa gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Dýnur sem fundust í kjallara hússins og þvag á gólfinu bendi til þess að umræddir menn hafi haldið til í húsinu í óleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Há­skóli Ís­lands. Opinn og al­þjóð­legur?

Stefna Háskóla Íslands fyrir árin 2021-2026 ber yfirskriftina „Betri háskóli – betra samfélag“ og áherslur í starfi skólans er að hann skuli vera opinn og alþjóðlegur. Atburðir undanfarinna daga sýna að háskólinn sé alls ekki opinn og alþjóðlegur.

Skoðun
Fréttamynd

Há­skólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til

Forseti menntavísindasviðs Hí segir það gjörbyltingu fyrir starfsfólk og nemendur sviðsins að sameinast undir einu þaki á háskólasvæðinu eftir að hafa verið á víð og dreif. Fréttastofa fékk forskot á sæluna og kíkti í heimsókn í Hótel Sögu.

Innlent
Fréttamynd

Alþjóð­legir nem­endur áhyggju­fullir vegna tafa á af­greiðslu dvalar­leyfa

Umsóknum um dvalarleyfi námsmanna til Útlendingastofnunar fjölgaði um 40 prósent á milli ára. Hluti alþjóðlegra nemenda við Háskóla Íslands bíður eftir því að Útlendingastofnun samþykki umsókn þeirra um dvalarleyfi svo þeir geti hafið nám. Samkvæmt háskólanum þurfa þeir að vera á staðnum fyrstu vikuna í september og margir óttast að dvalarleyfið verði ekki samþykkt fyrir þann tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Rektor rýfur þögnina eftir mót­mælin á Þjóð­minja­safninu

Rektor Háskóla Íslands segist ætla að efna til umræðu um tjáningarfrelsi í skólanum í aðdraganda háskólaþings í haust í kjölfar þess að mótmælendur stöðvuðu fyrirlestur ísraelsks fræðimanns. Ekki sé hægt að takast á við áskoranir samtímans án umræðu. Þetta er í fyrsta skipti sem rektor tjáir sig síðan mótmælt áttu sér stað fyrir þremur vikum.

Innlent
Fréttamynd

Ragna og Rögn­valdur ráðin aðstoðarrektorar

Ragna Benedikta Garðarsdóttir, prófessor við Sálfræðideild, og Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, hafa verið ráðin aðstoðarrektorar við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Skýr stefna um mál­frelsi

Eins og kunnugt er af fréttaflutningi, meinuðu mótmælendur prófessor frá Bar-Ilan háskólanum í Ísrael að halda erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins 6. ágúst sl. Fyrirlesturinn var í boði Rannsóknarstofnunar Háskóla Íslands á sviði lífeyrismála (Pension Research Institute Iceland – PRICE – á ensku).

Skoðun
Fréttamynd

„Ég segi bara að þögn er sama og sam­þykki“

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari hefur kallað eftir því að Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands verði vikið úr starfi vegna aðgerðarleysis í garð þess sem hann kallar árás á tjáningarfrelsi og skýrt brot á hlutverki háskólans.

Innlent
Fréttamynd

Akademískt frelsi og ó­kur­teisi

Þann 6. ágúst síðastliðin var fyrirlestur Gil Epsteins prófessors stöðvaður vegna hrópa og háreisti hóps mótmælenda. Í kjölfarið hefur skapast umræða um akademískt frelsi, einkum á milli mín og Finns Dellsén, prófessors í heimspeki.

Skoðun
Fréttamynd

Er Akur­eyri að missa há­skólann sinn?

Háskólinn á Akureyri er ekki bara menntastofnun. Hann er ein af grunnstoðum samfélagsins á Norðurlandi og gríðarlega öflugur drifkraftur byggðafestu, atvinnulífs, nýsköpunar og mannlífs. Framtíð hans snertir samfélagið allt frá byggðalögum og menningu til efnahags- og atvinnuþróunar.

Skoðun
Fréttamynd

Verk­efni stjórn­valda að takast á við undan­tekningar í skóla­kerfinu

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir mikilvægt að umræða fari fram um menntakerfið en það sé á sama tíma mikilvægt að tala það ekki niður. Menntakerfið sé fínt og flestum börnum líði vel og gangi vel. Verkefni stjórnvalda sé að takast á við undantekningar svo öll börn geti fengið menntun sem þau eiga rétt á.

Innlent
Fréttamynd

„Maður getur þakkað ís­lenskum bók­menntum fyrir H.C. Ander­sen“

Annette Lassen er verðandi prófessor á Árnasafni í Kaupmannahöfn og áður rannsóknarprófessor við Árnastofnun í Reykjavík. Hún sker sig þó úr að miklu leyti hvað danska miðaldafræðinga varðar. Fyrir það fyrsta talar hún lýtalausa íslensku, er ríkisborgari lýðveldisins og hún er jafnframt í hópi fárra danskra fræðimanna sem telur menningararf Íslendinga, tilheyra Íslendingum.  Hún segir tímabært að danska þjóðin geri upp langt og flókið samband sitt við Ísland og viðurkenni áhrif Íslendinga á bókmenntir þeirra og sögu.

Lífið
Fréttamynd

Við styðjum Ingólf Gísla­son og annað starfs­fólk í akademískri sniðgöngu

Við, undirrituð, stöndum með Ingólfi Gíslasyni, lektor við Háskóla Íslands, sem nú sætir persónulegum árásum vegna þátttöku hans í mótmælum gegn því að ísraelski prófessorinn Gil S. Epstein frá Bar-Ilan háskóla fengi að halda fyrirlestur um gervigreind í boði Pension Research Institute Iceland (PRICE), rannsóknarstofnunar um lífeyrismál sem leidd er af prófessor við Háskóla Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs

Í vikunni sem leið voru haldin kröftug mótmæli á fyrirlestri sem Gil S. Epstein, prófessor og forseti félagsvísindasviðs við Bar-Ilan-háskólan í Ísrael, hélt við stofnun á vegum Háskóla Íslands. Mótmælin urðu til þess að fyrirlestrinum var á endanum aflýst, sem vakti upp spurningar um akademískt frelsi og rétt fólks til mótmæla.

Skoðun
Fréttamynd

Skrefi nær draumnum um þjónustu­í­búð með vinningnum

Einn stálheppinn miðaeigandi vann sextíu skattfrjálsar millljónir króna þegar dregið var í Happdrætti Háskóla Íslands í kvöld. Sá segist nú eiga möguleika á að láta drauminn rætast um að komast í þjónustuíbúð, en er einnig umhugað um að geta aðstoðað börnin sín. 

Innlent