

Það er föstudagur og þú ert að skoða fréttaveituna (e. newsfeed) á Facebook síðu þinni í rólegheitum. Það er ekkert nýtt að auglýsingar birtast á fréttaveitunni þinni t.d. auglýsing um útsölu á skósíðu og þar fram eftir götunum enda ertu mikið fyrir skó. Þú hins vegar staldrar aðeins við þegar þér birtist auglýsing frá ákveðnum íslenskum stjórnmálaflokki.
Vinsældir TikTok, Snapchat og fleiri samfélagsmiðla eru miklar og þá sérstaklega hjá börnum sem oft á tíðum eru á þessum miðlum þrátt fyrir að hafa ekki náð tilskildum aldri, þ.e. 13 ára.
Þróun samfélagsmiðla hefur verið nokkuð hröð í gegnum árin og margir nota samfélagsmiðla á degi hverjum til að deila upplýsingum um sig og sína.