Handbolti

Fréttamynd

Sigurður Ari og félagar í Elverum náðu bronsinu

Sigurður Ari Stefánsson og félagar í Elverum urðu í 3. sæti í úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir 27-26 sigur á Øyestad í bronsleiknum í dag. Elverum tapaði 24-25 fyrir Runar í undanúrslitaleiknum í gær en úrslitahelgin fór öll fram í Drammen.

Handbolti
Fréttamynd

Flensburg lagði Kadetten Schaffhausen

Fyrri viðureign Flensburg og Kadetten Schaffhausen frá Sviss í undanúrslitum EHF-bikarkeppninnar fór fram á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Þýskalandi í dag. Flensburg vann þar nauman sigur, 31-30.

Handbolti
Fréttamynd

Óvænt tap Elverum

Elverum tapaði óvænt fyrsta leik sínum í úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Aðalsteinn Eyjólfsson tekur við liði Eisenach

Aðalsteinn Eyjólfsson verður næsti þjálfari þýska 2. deildarliðsins ThSV Eisenach en þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í dag. Aðalsteinn þjálfaði síðast 3. deildarliðið SVH Kassel en tekur nú við liði Eisenach sem var einu sinni í þýsku bundesligunni og þjálfað um tíma af Rúnari Sigtryggssyni.

Handbolti
Fréttamynd

Lemgo þriðja Íslendingaliðið í undanúrslitum EHF-bikarsins

Lemgo varð í kvöld þriðja Íslendingaliðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum EHF-bikarsins í handbolta en áður höfðu lið Björgvins Páls Gústavssonar og Alexanders Petersson komist áfram í keppninni í gær. Vignir Svavarsson lék með Lemgo en Logi Geirsson spilaði ekki.

Handbolti
Fréttamynd

RN Löwen vann á Spáni

Rhein-Neckar Löwen vann í dag útisigur gegn Valladolid frá Spáni í Meistaradeild Evrópu. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar.

Handbolti
Fréttamynd

Framkonur töpuðu seinni leiknum með sex mörkum og eru úr leik

Fram er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir sex marka tap á móti Metalurg, 15-21, í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum sem fram fór í Skopje í Makedóníu. Fram vann fyrri leikinn með þremur mörkum á sama stað í gær en náði ekki að tryggja sér sæti í undanúrslitunum.

Handbolti
Fréttamynd

Lino Cervar horfði á Framstelpurnar vinna Metalurg í gær

Lino Cervar, landsliðsþjálfari karlaliðs Króatíu, var á meðal áhorfenda þegar Framkonur unnu 29-26 sigur á Metalurg í gær í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Báðir leikir liðanna fara fram í Skopje í Makedóníu.

Handbolti
Fréttamynd

Framkonur unnu fyrri leikinn í Makedóníu með þremur mörkum

Bikarmeistarar Fram eru í ágætum málum eftir fyrri leik sinn á móti Metalurg frá Makedóníu í Áskoraendakeppni Evrópu. Framkonur unnu 29-26 sigur í leik liðanna í Makedóníu í dag þar sem Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í markinu og varði 24 skot.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð til Noregs

Handknattleiksþjálfarinn Alfreð Örn Finnsson tekur við norska handknattleiksliðinu Volda næsta sumar.

Handbolti
Fréttamynd

Ekkert athugavert við dómgæsluna í Framleiknum í Slóvakíu

Kæra Framara vegna fram slóvensku dómurunum Darko Repensiek og Janko Pozenznik vegna dómgæslu þeirra í viðureignum Fram og Tatran Presov í 2. umferð EHF-keppninnar í handknattleik karla í október hefur verið tekin fyrir og þótti ekkert athugavert við frammistöðu dómara leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

EHF-bikarinn: Búið að draga í 8-liða úrslit

Það voru fjögur Íslendingalið í pottinum þegar var dregið í 8-liða úrslit EHF-bikarsins í handbolta í morgun. Á einhvern ótrúlegan hátt náðu Íslendingaliðin hins vegar að sleppa við að mæta hvort öðru.

Handbolti