Handbolti

Fréttamynd

Ísland á sex stórmót í handbolta á næsta ári

Evrópska handknattleikssambandið tilkynnti í dag að Ísland yrði meðal þátttakenda í lokakeppni EM U19 og U17 landsliða kvenna næsta sumar. Þar með spila sex landslið Íslands á stórmóti í handbolta á næsta ári.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur Friðrik varð bráðkvaddur á Spáni

Guðmundur Friðrik Sigurðsson, fyrrverandi formaður handknattleiksdeildar Hauka og fyrrverandi formaður golfklúbbsins Keilis, er látinn 76 ára. Guðmundur Friðrik varð bráðkvaddur í golfferð á Spáni í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Hópurinn klár fyrir landsleik dagsins

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Eistlandi í öðrum leik strákanna okkar í undankeppni EM 2024. Liðin mætast í Tallinn, höfuðborg Eistlands, í dag og hefst leikurinn 16:10. Verður hann í beinni textalýsingu á Vísi.

Handbolti
Fréttamynd

Stór­leikur Golla dugði ekki gegn Svíum

Johannes Golla, leikmaður Flensburg, átti sannkallaðan stórleik fyrir lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í handbolta í kvöld. Því miður dugði það ekki til sigurs gegn Svíþjóð er þjóðirnar mættust í Evrópubikar EHF, lokatölur 37-33 Svíum í vil.

Handbolti
Fréttamynd

„Mér finnst allt spennandi við Fram þessa dagana“

„Þeir dreifðu álaginu, mikið. Þeir eru með breidd og þetta er lið sem öll liðin í deildinni þurfa að taka alvarlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar um lið Fram sem gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Vals í Olís deild karla á dögunum.

Handbolti
Fréttamynd

Unnur: Svörum vel í seinni hálfleik

Unnur Ómarsdóttir skoraði fjögur mörk þegar KA/Þór gerði 20-20 jafntefli við Makedónsku meistaranna í Gjorche Petrov í fyrri leik liðanna Evrópubikar kvenna í KA-heimilinu í kvöld en liðin mætast öðru sinni í KA-heimilinu annað kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Við förum hvorki upp í skýin né niður í kjallara

„Ég er mjög sáttur. Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir erfiðan leik, ÍR hefur verið að spila vel þannig ég er bara ánægður með nánast allt í þessum leik,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir 38-25 marka sigur á ÍR í KA heimilinu í kvöld. 

Sport
Fréttamynd

„Ótrúlega gaman að spila í Eyjum“

Hergeir Grímsson og félagar í hans nýja liði Stjörnunni hafa farið heldur rólega af stað í Olís-deildinni í handbolta og eru með fjögur stig eftir fyrstu fjóra leikina. Þeir eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.

Handbolti
Fréttamynd

Handboltaakademían spili stóra rullu í uppgangi handboltans á Selfossi

Undanfarin ár hafa Selfyssingar alið af sér marga af bestu handboltamönnum landsins. Á síðustu stórmótum hefur íslenska landsliðið verið þétt setið af Selfyssingum, en Hergeir Grímsson, leikmaður Stjörnunnar í Olís-deild karla, segir að líklega sé það handboltaakademíunni á svæðinu að þakka.

Handbolti