Áhorfandi ruddist inn á og reif í Einar Braga: „Á að banna þennan gæja“ Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 08:00 Það sauð upp úr í lokin á leik FH og Fram í Kaplakrika. Stöð 2 Sport „Það eru leikendur í þessari klippu sem eiga ekkert heima á handboltavelli,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport, þar sem rýnt var í myndbönd af látunum í Kaplakrika í lok leiks FH og Fram. Áhorfandi fór þar inn á völl og reif í leikmann. Leikur liðanna, í Olís-deild karla, var mikill spennuleikur og honum lauk með 25-25 jafntefli. Fram fékk aukakast á lokasekúndunni en skot Þorsteins Gauta Hjálmarsson fór ofan á höfuð Birgis Más Birgissonar sem stóð í varnarveggnum. Við þetta sauð aðeins upp úr eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan, og komu gæslumenn til að róa leikmenn niður. Sá sem fór þó lengst yfir strikið var ekki leikmaður heldur áhorfandi sem í fyrstu virtist á leið út úr salnum í Kaplakrika en sneri við, óð inn á völl og reif einhverra hluta vegna harkalega í Einar Braga Aðalsteinsson, leikmann FH. Það mátti sjá bæði í útsendingu Stöðvar 2 Sports og í myndbandi frá áhorfanda sem sýnt var í Seinni bylgjunni, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Læti í Kaplakrika Athæfi áhorfandans, sem klæddur var bláleitri skyrtu, vakti litla kátínu hjá sérfræðingum Seinni bylgjunnar. „Drullaðu þér bara út,“ sagði Theodór Ingi Pálmason og var mikið niðri fyrir. „Þetta á náttúrulega bara ekki að sjást. Þessi maður fer ekki aftur í Krikann. Ég verð reiður að sjá þetta,“ sagði Theodór og Stefán Árni tók í sama streng: „Hann rífur þarna í Einar Braga. Ég veit ekki hvað hann ætlaði að gera við hann. Þarna eru handboltamenn inni á handboltavelli en þetta á ekki að sjást.“ Theodór ítrekaði þá að áhorfandinn ætti skilið bann: „Það er eitt þegar leikmenn og þjálfarar, þátttakendur leiksins, eru þarna. En þegar áhorfendur eru komnir þarna að rífa í leikmenn… það á að banna þennan gæja.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH Fram Handbolti Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Leikur liðanna, í Olís-deild karla, var mikill spennuleikur og honum lauk með 25-25 jafntefli. Fram fékk aukakast á lokasekúndunni en skot Þorsteins Gauta Hjálmarsson fór ofan á höfuð Birgis Más Birgissonar sem stóð í varnarveggnum. Við þetta sauð aðeins upp úr eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan, og komu gæslumenn til að róa leikmenn niður. Sá sem fór þó lengst yfir strikið var ekki leikmaður heldur áhorfandi sem í fyrstu virtist á leið út úr salnum í Kaplakrika en sneri við, óð inn á völl og reif einhverra hluta vegna harkalega í Einar Braga Aðalsteinsson, leikmann FH. Það mátti sjá bæði í útsendingu Stöðvar 2 Sports og í myndbandi frá áhorfanda sem sýnt var í Seinni bylgjunni, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Læti í Kaplakrika Athæfi áhorfandans, sem klæddur var bláleitri skyrtu, vakti litla kátínu hjá sérfræðingum Seinni bylgjunnar. „Drullaðu þér bara út,“ sagði Theodór Ingi Pálmason og var mikið niðri fyrir. „Þetta á náttúrulega bara ekki að sjást. Þessi maður fer ekki aftur í Krikann. Ég verð reiður að sjá þetta,“ sagði Theodór og Stefán Árni tók í sama streng: „Hann rífur þarna í Einar Braga. Ég veit ekki hvað hann ætlaði að gera við hann. Þarna eru handboltamenn inni á handboltavelli en þetta á ekki að sjást.“ Theodór ítrekaði þá að áhorfandinn ætti skilið bann: „Það er eitt þegar leikmenn og þjálfarar, þátttakendur leiksins, eru þarna. En þegar áhorfendur eru komnir þarna að rífa í leikmenn… það á að banna þennan gæja.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH Fram Handbolti Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira