
Íslandsbanki

Benedikt er launahæsti bankastjórinn
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka var launahæsti bankastjóri landsins árið 2022. Hann er þó langt því frá launahæsti starfsmaður fjármálafyrirtækja. Birna Einarsdóttir fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka kemst ekki inn á lista yfir tíu launahæstu starfsmennina.

VR hættir viðskiptum við Íslandsbanka
Stjórn stéttarfélagsins VR hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka vegna brota bankans við sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í sjálfum sér. Eru viðbrögð bankans og forsvarsmanna hans ófullnægjandi að mati stéttarfélagsins.

Forstjóri Kviku segir Stoðir vera að benda á hið „augljósa“ um virði bankans
Bankastjóri Kviku, sem skilaði rúmlega 12 prósenta arðsemi á efnislegt eigið fé á fyrri árshelmingi, segist „persónulega ekkert ósammála“ því mati forstjóra Stoða að virði bankans á markaði ætti að vera hærra. Hann telur uppgjör Kviku fyrir tímabilið, sem litaðist af erfiðum aðstæðum á mörkuðum, vera „vel ásættanlegt“ og segir viðræður um mögulegan samruna við Íslandsbanka ekki hafa farið af stað að nýju.

Sigurveig úr Íslandsbanka í Landstólpa
Sigurveig Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem nýr fjármálastjóri Landstólpa og mun hefja störf þar um næstu mánaðarmót. Sigurveig fer í Landstólpa úr Íslandsbanka þar sem hún starfaði sem viðskiptastjóri á Selfossi.

Stefán tekur við varaformennsku í stjórn Íslandsbanka
Stefán Pétursson, sem var fjármálastjóri Arion banka í meira en áratug, hefur verið gerður að varaformanni stjórnar Íslandsbanka í kjölfar niðurstöðu hluthafafundar félagsins í lok síðasta mánaðar. Helga Hlín Hákonardóttir, sem kom sömuleiðis ný inn í stjórn Íslandsbanka, mun taka við sem formaður áhættunefndar bankans.

Vantrú fjárfesta á fyrirætlunum stjórnenda Kviku er mikil, segir forstjóri Stoða
Einn stærsti hluthafi Kviku banka segir það hafa verið „vonbrigði“ að fallið var frá viðræðum um samruna við Íslandsbanka enda sé mikilvægt að ná fram meiri hagræðingu í rekstri íslenskra fjármálafyrirtækja, einkum þeirra smærri. Að mati Stoða er samanlagt virði einstaka eininga Kviku nú „mun hærra“ en markaðsvirði samstæðunnar og brýnir forstjóri fjárfestingafélagsins stjórnendur bankans til að „skoða allar leiðir“ hvernig megi vinna úr þeim verðmætum.

Hvalrekaskattur á bankana kemur til greina
Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir koma til greina að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem má rekja til hærri vaxta. Það liggi þó ekkert fyrir um það innan ríkisstjórnar.

Bankarnir geti lækkað vexti miðað við hagnaðinn
Formaður Neytendasamtakanna segir ljóst að stóru viðskiptabankarnir geti lækkað vexti sína miðað við hve mikið þeir hafa hagnast á fyrri hluta ársins. Bankarnir eigi ekki að vera undanskildir þegar kallað er eftir aðhaldi.

„Ábyrgð ríkisins og Bankasýslunnar rík“
Nýkjörinn stjórnarmaður í Íslandsbanka segir ábyrgð ríkisins og Bankasýslunnar á mistökum sem gerð voru við Íslandsbankasöluna svokölluðu ríka. Fráfarandi stjórnarformaður segir skýrt að lög hafi verið brotin við söluna.

Ananas varð ofan á pepperóní hjá hluthöfum Íslandsbanka
Þrátt fyrir að það sé umdeilt hvort ananas eigi heima á pizzu þá fékk ávöxturinn næst flest atkvæði þegar kosið var um pizzuálegg á hluthafafundi Íslandsbanka í dag. Skinka fékk flest atkvæði en pepperóní lenti í þriðja sæti. Beikon fékk lang fæst atkvæði.

Virðisbreyting hífði upp afkomu Íslandsbanka en tekjur undir væntingum
Umtalsverð jákvæð virðisbreyting á lánasafni Íslandsbanka – sem hlutabréfagreinendur sáu ekki fyrir – gerði það að verkum að hagnaður bankans fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi var níu prósentum hærri en meðalspá fimm greinenda. Virðisbreytingin gerði það að verkum að arðsemi eiginfjár var í takt við meðaltalsspá greiningardeilda eða 11,5 prósent. Hlutabréf Íslandsbanka hafa lækkað um 1,2 prósent það sem af er degi.

Haukur Örn hlaut flest atkvæði og Helga Hlín komst að
Helga Hlín Hákonardóttir hlaut brautargengi í stjórn Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu til stjórnarsetu. Haukur Örn Birgisson hlaut flest atkvæði í stjórnarkjörinu. Linda Jónsdóttir var ein í framboði til formanns stjórnar og fékk brautargengi í stjórnina. Hún var því sjálfkjörinn stjórnarformaður.

Segist hafa fengið skýra heimild til þátttöku
Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu.

Hluthafafundur Íslandsbanka: Biður alla hlutaðeigandi afsökunar á slakri framkvæmd bankans
Hluthafafundur Íslandsbanka hefst klukkan 11 í dag. Þar verður fyrst á dagskrá umfjöllun um sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og viðbrögð Íslandsbanka við henni. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi.

Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða
Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og þar af um 6,1 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður eykst milli ára en hann nam 11,1 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á ársfjórðungnum sem hafi einnig einkennst af stórum áskorunum í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í bankanum.

Gildi bað Helgu Hlín um að bjóða sig fram í stjórn Íslandsbanka
Helga Hlín Hákonardóttir, ráðgjafi hjá Strategíu, segir að lífeyrissjóðurinn Gildi sem sé næststærsti hluthafi Íslandsbanka hafi óskað eftir því að hún myndi bjóða sig fram í stjórn bankans. Helga Hlín er ekki á lista sem tilnefningarnefnd mælir með að taki í sæti í stjórn Íslandsbanka. „Það er um að gera að rödd næststærsta hluthafans fái að heyrast,“ segir hún um framboð sitt og nefnir að ábendingar um nafn hennar hafi borist til tilnefningarnefndar frá fleirum en Gildi.

Þessi bjóða sig fram í stjórn Íslandsbanka
Ellefu einstaklingar bjóða sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka sem kjörin verður á hluthafafundi bankans föstudaginn 28. júlí. Fjögur bjóða sig fram til stjórnarsetu þrátt fyrir að vera ekki á lista tilnefningarnefndar yfir þá sem mælt er með að taki stjórnarsæti.

Frosti Sigurjónsson býður sig fram í stjórn Íslandsbanka
Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, býður sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka. Hann er ekki á lista yfir þá sem tilnefningarnefnd mælir með að sitji í stjórn bankans. Frosti segir að þegar honum bárust þau tíðindi hafi hann upplýst nefndina að hann vilji engu að síður vera í framboði enda séu það hluthafar sem velji stjórn en tilnefningarnefnd komi með tillögur. Hann hefur vakið athygli stjórnenda lífeyrissjóða á framboði sínu. „Lokaákvörðun er hjá hluthöfum.“

Efsta stéttin sé með vanstilltan siðferðiskompás
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, furðar sig á því að bankastjóri Íslandsbanka hafi verið með tæpar 57 milljónir í starfslokasamning. Það komi honum hins vegar ekki á óvart, efsta stéttin hér á landi sé með vanstilltan siðferðiskompás.

Birna með 56,6 milljónir króna í starfslokasamning
Ráðningarsamningur Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, kvað á um tólf mánaða uppsagnarfrest og er gjaldfærsla vegna launa og hlunninda 56,6 milljónir króna. Þetta kemur fram í svörum stjórnar bankans til hluthafa vegna fyrirhugaðs hluthafafundar sem fer fram þann 28. júlí næstkomandi.

Stækkað stöðu sína í Íslandsbanka um nærri milljarð eftir sátt bankans við FME
Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) hefur verið umsvifamestur meðal stærri hluthafa Íslandsbanka að auka við hlutabréfastöðu sína dagana eftir að bankinn tilkynnti í lok júní um sátt við fjármálaeftirlitið, sem fól í sér hæstu sektargreiðslu fjármálafyrirtækis í Íslandssögunni, vegna brota á lögum og innri reglum við sölu á hlutum í sjálfum sér í fyrra. Lífeyrissjóðurinn stækkaði eignarhlut sinn samhliða því að hlutabréfaverð Íslandsbanka fór lækkandi.

Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka
Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar.

Íslandsbanki frestar birtingu tilnefninga til stjórnar
Tilnefninganefnd Íslandsbanka hefur frestað birtingu tilnefninga til stjórnar bankans um eina viku.

Hagnaður Arion banka ætti að tvöfaldast á grunni sterkra vaxtatekna
Væntingar eru um að afkoma stóru viðskiptabankanna í Kauphöllinni verði umfram arðsemismarkmið þeirra á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir að erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum hafi enn neikvæð áhrif á fjármunartekjurnar. Þar munar mestu um kröftugan vöxt í vaxtatekjum, stærsti tekjupóstur Arion banka og Íslandsbanka, en útlit er fyrir að hagnaður Arion af reglulegri starfsemi muni meira en tvöfaldast frá fyrra ári, samkvæmt spám hlutabréfagreinenda.

Yfirtók gagnaverið af Íslandsbanka fyrir nærri milljarð
Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu.

„Meirihlutanum finnst þetta ekki nógu mikilvægt“
Þrír nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins hafa kallað eftir því að nefndin komi saman til að ræða bæði Lindarhvolsmálið og Íslandsbankasöluna. Einn þeirra telur ólíklegt að nefndin verði kölluð saman. Engin viðbrögð hafi borist frá meirihluta nefndarinnar.

Brot bankans mögulega rakin til brotalama hjá Bankasýslunni
Ríkisendurskoðandi segir að ef Bankasýsla ríkisins hefði lagt betri grunn að söluferlinu á Íslandsbanka hefði mátt komast hjá fjölda brota sem sátt Fjármálaeftirlitsins við bankann tekur til. Ekki megi gleyma að Bankasýslan hafi verið framkvæmdaraðili sölunnar og beri því víðtæka ábyrgð.

Bankasýslan ekki dregið neinn lærdóm og hyggist ekki axla ábyrgð
Ríkisendurskoðun getur ekki dregið aðra ályktun en að Bankasýsla ríkisins hafi fyrir sitt leyti engan lærdóm dregið af skýrslu embættisins um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Jafnframt standi ekki til af hálfu Bankasýslunnar að axla neina þá ábyrgð sem henni beri sem framkvæmdaraðila útboðsins og fjallað er um í skýrslunni.

Fær 47 milljónir vegna starfslokanna
Bankastjóri Íslandsbanka segir stemningu meðal starfsmanna bankans þunga og mikla sorg ríkja eftir erfiða viku. Hann fundar með formanni VR í vikunni og mun gera sitt besta til að endurvinna traust hans.

Ákveða framhald viðskipta eftir hluthafafund bankans
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn félagsins muni ákveða framhald viðskipta við Íslandsbanka að loknum hluthafafundi 28. júlí. Á fundinum verður ný stjórn kjörin.