Stj.mál

Fréttamynd

Þingflokksformenn sáttir

Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins segjast vera sáttir við þá niðurstöðu sem liggi fyrir í fjölmiðlamálinu. Þeir segja þingmenn ánægða og einhuga um niðurstöðuna. 

Innlent
Fréttamynd

Davíð frá störfum á næstunni

Við setningu þingfundar rétt í þessu sagði Halldór Blöndal, forseti Alþingis, að Davíð Oddsson forsætisráðherra myndi ekki taka þátt í störfum þingsins á næstunni vegna veikinda. Eins og greint hefur verið frá var <span>Davíð fluttur á Landspítala-háskólasjúkrahús í nótt vegna verkja í kviðarholi og er hann í rannsókn á sjúkrahúsinu, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. </span>

Innlent
Fréttamynd

Harðar umræður á Alþingi

Harðar umræður hafa verið á Alþingi um fjölmiðlalögin í dag. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnarflokkana fyrir það hvernig málið hefur þróast síðustu mánuði og talaði Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna, um sjálfskaparvíti ríkisstjórnarinnar og taldi málið allt komið á byrjunarreit.

Innlent
Fréttamynd

Málskotsréttur forsetans afnuminn?

Málskotsréttur forseta Íslands verður hugsanlega afnuminn við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem boðað hefur verið til. Mögulegt er að í staðinn verði fleiri en ein leið til að skjóta lagafrumvörpum til þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ísraelsmenn hunsa ályktun Sþ

Ísraelsmenn ætla að halda framkvæmdum áfram við öryggismúr á Vesturbakkanum, þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi samþykkt ályktun í gærkvöldi þar sem þess er krafist að hann verði rifinn niður. Raanan Gissin, einn af ráðgjöfum Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, segir það vera rétt Ísraelsmanna að verja sig gegn Palestínumönnum.

Erlent
Fréttamynd

Hafnar beitingu fjölmiðla í málinu

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs og aðaleigandi Norðurljósa, hafnar því að hafa beitt fjölmiðlum fyrirtækisins gegn stjórnvöldum í fjölmiðlamálinu.

Innlent
Fréttamynd

Nefndarálit flutt á þinginu

Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, flutti nefndarálit meirihlutans. Í því tekur frumvarpið stakkaskiptum frá því stjórnarflokkarnir kynntu það fyrir aðeins sautján dögum þar sem ekki er lengur lagt fram nýtt frumvarp í stað þess sem var fellt úr gildi.

Innlent
Fréttamynd

Ánægður með stöðu málsins

Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segist mjög ánægður með stöðuna í fjölmiðlamálinu. Hann telur að nú hafi náðst langþráð sátt sem bæði þing og þjóð hafi óskað eftir.

Innlent
Fréttamynd

„Waterloo“ ríkisstjórnarinnar rædd

Formaður allsherjarnefndar sagði á Alþingi í dag að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Formaður Samfylkingarinnar sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni.

Innlent
Fréttamynd

Tíu prósentin tekin úr samhengi

Formaður Vinstri - grænna segir forsætisráðherra ranglega hafa eignað honum þá hugmynd að markaðsráðandi fyrirtæki megi eiga tíu prósent í fjölmiðlum. Formaður Samfylkingarinnar segir takmörkun á eignarhaldi einungis síðasta kost séu aðrar leiðir ekki færar þegar unnið verði að nýjum fjölmiðlalögum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki brella að afturkalla lögin

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það ekki brellu að afturkalla fjölmiðlalögin, eins og nú hefur verið gert, og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir „brelluummæli“ á heimasíðu sinni hafa átt við breytingar á lögunum en ekki afturköllun þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Þingfundur kl. 13:30 í dag

Önnur umræða um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefst á Alþingi klukkan 13:30 í dag en allsherjarnefnd samþykkti verulegar breytingar á frumvarpinu í gær. Samkvæmt breytingartillögunum verða fjölmiðlalögin, sem forseti Íslands synjaði staðfestingar, felld úr gildi en engin lög um eignarhald á fjölmiðlum sett í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan ber kvíðboga

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að stjórnarandstaðan beri kvíðboga fyrir þeirri sáttagjörð sem stjórnarflokkarnir hafa lagt fram með stofnun fjölmiðlanefndar. Hann segir að stjórnarandstaðan muni áfram sýna samstöðu í fjölmiðlamálinu og leggja fram mótaðar tillögur innan fjölmiðlanefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ísland á heima í Evrópu

Ráðherra Evrópumála í Bretlandi telur að unnt verði að finna lausn sem henti Íslandi ef sótt yrði um aðild. Hann segir það þó ekki sitt hlutverk að ráðleggja Íslendingum að sækja um aðild eða ekki.

Innlent
Fréttamynd

Vill enn fjölmiðlalög

Sjálfstæðismenn lýsa yfir vonbrigðum með málalyktir og sjá fram á að nýtt fjölmiðlafrumvarp verði lagt fram. Framsóknarmenn vildu koma í veg fyrir aukna sundrung. Stjórnarandstaðan segir niðurstöðuna gríðarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina.

Innlent
Fréttamynd

Hefði viljað kosningar

Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, sem barist hefur gegn fjölmiðlalögunum, segist telja að lögin séu ekki á hendi Alþingis og að þjóðin hafi stjórnarskrárvarinn rétt til þess að greiða um þau atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Fundi ríkisstjórnar lokið

Davíð Oddsson sagðist hress eftir ríkisstjórnarfund sem haldinn var í morgun. Hann telur að allir séu sammála um það, fyrir utan þá sem eru hrein handbendi aðila útí bæ, að setja verði lög um fjölmiðla þó það verði gert síðar. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir engan standa uppi sem sigurvegari í fjölmiðlamálinu.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðarhreyfingin starfar áfram

Þjóðarhreyfing um lýðræði, sem hefur barist gegn fjölmiðlalögunum, segist enn hafa hlutverki að gegna. Hreyfingin verði ekki lögð niður. Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar telur Alþingi ekki hafa vald til að afturkalla fjölmiðlafrumvarpið þar sem það sé enn í höndum þjóðarinnar eftir synjun forseta á því.

Innlent
Fréttamynd

Með Alþingi í gíslingu

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar segja að nú sé möguleiki á að ná sátt í samfélaginu um fjölmiðlalög, ef undirbúningur þeirra verður unnin í samstarfi við alla. Formaður Samfylkingarinnar segir fráleitt að afnema málsskotsrétt forsetans, hann sé eina vörn borgaranna gegn ráðherraræðinu.

Innlent
Fréttamynd

Lögin voru hefndarleiðangur

Stjórnarandstaðan gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir greinilegt að hún hafi viðurkennt uppgjöf í fjölmiðlamálinu. Efast er um að heimilt sé að hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem skýrt sé kveðið á um hana í stjórnarskrá.

Innlent
Fréttamynd

Málskotsréttur forseta úr sögunni

Til þess að afnema málskotsrétt forseta Íslands þarf stjórnarskrárbreytingu. Stjórnarskrárbreyting verður ekki gerð nema á tveim þingum og er því ferli sem tekur langan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi ræðir frumvarp um afnám

Alþingi verður kallað saman á morgun til að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna. Samkomulagið var kynnt í allsherjarnefnd síðdegis. Forsætisráðherra segist ekki líta svo á að ríkisstjórnin hafi bakkað, hann segir alla stjórnmálaflokka vilja setja lög um fjölmiðla nema þá, sem sækja stefnu sína til Norðurljósa.

Innlent
Fréttamynd

Engin fjölmiðlalög

Öll takmarkandi ákvæði er varða fjölmiðla hafa verið tekin út úr breyttu frumvarpi er kynnt verður á ríkisstjórnarfundi í dag. Einungis verða ákvæði um brottfall fyrri laga og breytingu á skipun útvarpsráðs. Samkomulag Davíðs og Halldórs kveður á um völd forseta verði einungis formleg.

Innlent
Fréttamynd

Vill endurskoða málskotsrétt

Forsætisráðherra vill láta endurskoða 26. grein stjórnarskrárinnar um málskotsrétt forseta. Þetta er þó ekki liður í samkomulagi formanna stjórnarflokkanna. Davíð Oddsson sagði í morgun að fulltrúar allra flokkanna hefðu rætt um endurskoðun stjórnarskrárinnar hvað þetta varðar.

Innlent
Fréttamynd

Saga fjölmiðlamálsins

Það var fyrir réttum þremur mánuðum, 20. apríl í vor, sem frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum var kynnt í ríkisstjórn. Daginn eftir las Páll Magnússon  inngang að frétt á Stöð 2 um að forsætisráðherra hafi kynnt í ríkisstjórn lagafrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum, þótt skýrsla um sama efni hafi ekki enn verið gerð opinber. Strax þá fór málið í harðan hnút.

Innlent
Fréttamynd

Ákvörðun kynnt í ríkisstjórn

Formenn stjórnarflokkanna hafa komist að niðurstöðu í fjölmiðlamálinu. Þeir vildu þó ekki staðfesta að ákveðið hefði verið að bakka með fjölmiðlafrumvarpið. Hún verður kynnt í ríkisstjórn á morgun. Forsætisráðherra segist reikna með að Allsherjarnefnd ljúki málinu á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Meðferð málsins skrípaleikur

Stjórnarandstaðan í Allsherjarnefnd Alþingis segir meðferð fjölmiðlamálsins skrípaleik. Fundur nefndarinnar hófst klukkan fimm í dag, en var frestað í morgun. Meirihluti nefndarinnar kynnti ekki niðurstöðu stjórnarformannanna en sagði að hún yrði kynnt á fundi nefndarinnar á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Breskur ráðherra til landsins

Dr. Denis MacShane, Evrópumálaráðherra Bretlands, mun flytja opinn fyrirlestur sem ber yfirskriftina „Hin nýja Stjórnarskrá Evrópu - Álitamál og áhrif á EES löndin“ í Norræna húsinu nk. fimmtudag.. Auk þess mun  hann ræða stuttlega varnarmálastefnu Evrópusambandsins, stöðu smærri Evrópulanda innan og utan ESB og hugsanlega aðild Íslands og Noregs að sambandinu.

Innlent
Fréttamynd

Fella lögin úr gildi

Framsóknarmenn sjá þá einu lausn í fjölmiðlamálinu að fella lögin úr gildi. Allsherjarnefnd kemur saman til fundar klukkan tíu í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Halldór vill afturkalla frumvarpið

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefur skýrt Davíð Oddssyni formanni Sjálfstæðisflokksins frá því að Framsóknarflokkurinn muni ekki sætta sig við annað en að fjölmiðlalögin verði dregin til baka. Fundi allsherjarnefndar sem hefjast átti klukkan 10 hefur verið frestað til klukkan 17. Búist er við að Halldór og Davíð fundi í dag.

Innlent