Saga fjölmiðlamálsins 20. júlí 2004 00:01 Það var fyrir réttum þremur mánuðum, 20. apríl í vor, sem frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum var kynnt í ríkisstjórn. Daginn eftir las Páll Magnússon inngang að frétt á Stöð 2 um að forsætisráðherra hafi kynnt í ríkisstjórn lagafrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum, þótt skýrsla um sama efni hafi ekki enn verið gerð opinber. Strax þá fór málið í harðan hnút. Gagnrýnt var að skýrsla fjölmiðlanefndar hefði ekki fyrst verið gerð opinber og rædd í þinginu, og að nefndin hefði ekki verið beðin um að gera drög að lagafrumvarpi, fyrir hönd menntamálaráðherra. Þá var og gagnrýnt hve frumvarpið gekk langt í því að takmarka eignarhald á fjölmiðlum. Sem dæmi var fyrirtækjum sem teljast markaðsráðandi, óheimilt með öllu að eiga nokkurn hlut í ljósvakamiðlum. Stjórnarandstaðan brást hin versta við og upp spruttu einnig deilur um að gengið væri gróflega gegn tjáningarfrelsinu, sem er meðal annars varið í stjórnarskrá. Þegar frumvarpið kom fyrir þingnefnd reyndist yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem gáfu álit sitt vera á móti frumvarpinu. Þá var því breytt lítillega, en síðan hófst langt orðaskak á Alþingi, þannig að þingstörf töfðust um tvær vikur. Strax á þessum tíma urðu raddir háværar um að forseti Íslands gæti synjað lögunum staðfestingar. Stjórnarliðar töldu það afar ólíklegt, þar sem þeir töldu málskotsrétt forseta í raun ekki til staðar, enda honum aldrei beitt til þessa. Forseti gaf tóninn þegar hann kom óvænt heim frá Mexíkó og sleppti því að vera viðstaddur konunglegt brúðkaup í Danmörku. Forsætisráðherra sagðist ekkert botna í forsetanum, enda hefði ekki staðið til að afgreiða frumvarpið á þeim tíma. Eftir mikið málþóf á Alþingi og andstöðu hagsmunasamtaka var frumvarpið svo samþykkt sem lög frá Alþingi 24. maí. 32 þingmenn greiddu atkvæði með, 30 á móti, einn stjórnarliði sat hjá. Þá tók við önnur lota andspyrnuhreyfinga, því Fjölmiðlasambandið hvatti almenning til að fara fram á við forseta Íslands, að hann synjaði lögunum staðfestingar. Yfir 30 þúsund manns skráðu sig á slíka undirskrifalista. Annan júní boðaði Ólafur Ragnar Grímsson svo til blaðamannafundar á Bessastöðum og var ljóst að stóra bomban var við það að springa. Forseti hélt ávarp þar sem hann varði ákvörðun sína, lögin skyldu lögð undir dóm þjóðarinnar. Ekki var málið svo einfalt, því engin lög eru til um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Sett var á laggirnar nefnd vísra lögmanna, sem skyldi leggja til hvernig atkvæðagreiðslan færi fram. Nefndin skilaði af sér, en stjórnarflokkarnir deildu hart um hvort og þá hvert ætti að vera lágmark atkvæðisbærra manna til að fella lögin í atkvæðagreiðslu. Flokkarnir gátu ekki með nokkru móti komið sér saman um þetta ákvæði og málið var enn og aftur komið í hnút. Það var svo að kvöldi 4. júlí, að Davíð Oddsson gaf fyrst til kynna, að engin yrði þjóðaratkvæðagreiðslan. Þá hafði ríkisstjórnin samið nýtt frumvarp, sem felldi fyrri lögin úr gildi. Varla þarf að rifja upp hin mörgu lögfræðiálit, sem hafa verið gefin síðustu daga og vikur, um það hvort heimilt sé að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú spurning stendur raunar enn, jafnvel þótt nú hafi lögin verið felld úr gildi og frumvarpið dregið til baka. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Það var fyrir réttum þremur mánuðum, 20. apríl í vor, sem frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum var kynnt í ríkisstjórn. Daginn eftir las Páll Magnússon inngang að frétt á Stöð 2 um að forsætisráðherra hafi kynnt í ríkisstjórn lagafrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum, þótt skýrsla um sama efni hafi ekki enn verið gerð opinber. Strax þá fór málið í harðan hnút. Gagnrýnt var að skýrsla fjölmiðlanefndar hefði ekki fyrst verið gerð opinber og rædd í þinginu, og að nefndin hefði ekki verið beðin um að gera drög að lagafrumvarpi, fyrir hönd menntamálaráðherra. Þá var og gagnrýnt hve frumvarpið gekk langt í því að takmarka eignarhald á fjölmiðlum. Sem dæmi var fyrirtækjum sem teljast markaðsráðandi, óheimilt með öllu að eiga nokkurn hlut í ljósvakamiðlum. Stjórnarandstaðan brást hin versta við og upp spruttu einnig deilur um að gengið væri gróflega gegn tjáningarfrelsinu, sem er meðal annars varið í stjórnarskrá. Þegar frumvarpið kom fyrir þingnefnd reyndist yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem gáfu álit sitt vera á móti frumvarpinu. Þá var því breytt lítillega, en síðan hófst langt orðaskak á Alþingi, þannig að þingstörf töfðust um tvær vikur. Strax á þessum tíma urðu raddir háværar um að forseti Íslands gæti synjað lögunum staðfestingar. Stjórnarliðar töldu það afar ólíklegt, þar sem þeir töldu málskotsrétt forseta í raun ekki til staðar, enda honum aldrei beitt til þessa. Forseti gaf tóninn þegar hann kom óvænt heim frá Mexíkó og sleppti því að vera viðstaddur konunglegt brúðkaup í Danmörku. Forsætisráðherra sagðist ekkert botna í forsetanum, enda hefði ekki staðið til að afgreiða frumvarpið á þeim tíma. Eftir mikið málþóf á Alþingi og andstöðu hagsmunasamtaka var frumvarpið svo samþykkt sem lög frá Alþingi 24. maí. 32 þingmenn greiddu atkvæði með, 30 á móti, einn stjórnarliði sat hjá. Þá tók við önnur lota andspyrnuhreyfinga, því Fjölmiðlasambandið hvatti almenning til að fara fram á við forseta Íslands, að hann synjaði lögunum staðfestingar. Yfir 30 þúsund manns skráðu sig á slíka undirskrifalista. Annan júní boðaði Ólafur Ragnar Grímsson svo til blaðamannafundar á Bessastöðum og var ljóst að stóra bomban var við það að springa. Forseti hélt ávarp þar sem hann varði ákvörðun sína, lögin skyldu lögð undir dóm þjóðarinnar. Ekki var málið svo einfalt, því engin lög eru til um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Sett var á laggirnar nefnd vísra lögmanna, sem skyldi leggja til hvernig atkvæðagreiðslan færi fram. Nefndin skilaði af sér, en stjórnarflokkarnir deildu hart um hvort og þá hvert ætti að vera lágmark atkvæðisbærra manna til að fella lögin í atkvæðagreiðslu. Flokkarnir gátu ekki með nokkru móti komið sér saman um þetta ákvæði og málið var enn og aftur komið í hnút. Það var svo að kvöldi 4. júlí, að Davíð Oddsson gaf fyrst til kynna, að engin yrði þjóðaratkvæðagreiðslan. Þá hafði ríkisstjórnin samið nýtt frumvarp, sem felldi fyrri lögin úr gildi. Varla þarf að rifja upp hin mörgu lögfræðiálit, sem hafa verið gefin síðustu daga og vikur, um það hvort heimilt sé að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú spurning stendur raunar enn, jafnvel þótt nú hafi lögin verið felld úr gildi og frumvarpið dregið til baka.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira