Lögreglumál Tveir karlar grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana Tveir karlar á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglu vegna gruns um manndráp í Laugardalnum í Reykjavík. Hin látna er kona á sextugsaldri. Innlent 9.10.2022 21:50 Handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn: „Þetta var ekki rétt“ Leigusali karlmanns sem var handtekinn fyrir að skjóta hest með boga var handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn í aðgerðum sérsveitarinnar á aðfararnótt laugardags. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en þeir þurftu báðir að dvelja á lögreglustöðinni á Selfossi langt fram á nótt. Innlent 9.10.2022 20:55 Telst ekki eðlilegt í dag að beðið var í margar vikur með skýrslutökur í Óshlíðarmálinu Réttarlæknir hefur skilað skýrslu um niðurstöður krufningar á líki manns sem fórst í bílveltu í Óshlíð árið 1973. Jarðneskar leifar hans voru grafnar upp af lögreglu í maímánuði eftir að ósk um endurupptöku barst frá fjölskyldu hans. Innlent 9.10.2022 14:20 Líkfundur á Gróttu Lík fannst í fjörunni við Gróttu á Seltjarnarnesi á ellefta tímanum í dag. Vakthafandi lögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Gangandi vegfarendur sem komu auga á líkið höfðu samband við lögreglu. Innlent 9.10.2022 12:03 Afþakkaði aðstoð lögreglu eftir líkamsárás Maður sem ráðist var á í miðborg Reykjavíkur laust fyrir klukkan eitt í nótt afþakkaði aðstoð lögreglu og sjúkraliðs. Líkamsárásin var talin minniháttar af lögreglu. Innlent 9.10.2022 07:13 Vaknaði við innbrotsþjófa sem hlupu á brott Íbúi í Hafnarfirði vaknaði við innbrotsþjófa í morgun en þeir höfðu farið inn um ólæstar dyr á húsi hans. Íbúinn kallaði að þjófunum tveimur sem hlupu út og skildu eftir hluti sem þeir eru taldir hafa ætlað að stela úr íbúðinni. Mennirnir voru á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang. Innlent 8.10.2022 17:20 Róleg nótt að baki hjá lögreglunni Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má dagbók hennar í morgun. Þegar dagbókarfærslan barst klukkan fimm höfðu aðeins þrjátíu og þrjú mál verið skráð frá miðnætti en níutíu í heildina frá klukkan fimm síðdegis í gær. Innlent 8.10.2022 07:12 Eiginkona mannsins sem stunginn var til bana laus úr haldi Einn sakborninga í máli manns sem var stunginn til bana á Ólafsfirði á mánudag var sleppt úr haldi lögreglu í dag. Innlent 7.10.2022 18:37 Tilkynntu tölvuleikjaspilara til lögreglu Í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um öskur og læti frá íbúð í Kópavogi. Lögregla mætti á vettvang en í ljós kom að öskrin komu frá manni sem var að spila tölvuleiki. Hann lofaði lögreglu að róa sig niður. Innlent 7.10.2022 06:24 Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. Innlent 6.10.2022 16:47 Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega. Innlent 6.10.2022 15:55 Fallist á kröfu um áframhaldandi einangrun Karlmaður á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi var á tólfta tímanum úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun til tveggja vikna. Innlent 6.10.2022 12:04 Óska eftir vitnum að umferðarslysi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á í gærmorgun. Ökumönnum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa er slysið varð. Innlent 6.10.2022 10:31 Vildi fá greitt fyrir óumbeðna heimsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna manns sem var að sparka í rúður og hurðir í miðborg Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu, þar sem fjallað er um verkefni lögreglu í gærkvöldi og í nótt, segir að hann hafi verið handtekinn fyrir eignarspjöll og vistaður í fangageymslu lögreglu. Innlent 6.10.2022 06:14 Ákærður vegna skotárásarinnar við Miðvang Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna skotárásar við Miðvang í Hafnarfirði í lok júní. Tveir brotaþolar í málinu krefjast átta milljóna króna í miskabætur. Innlent 5.10.2022 21:25 Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir mönnunum tveimur Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem eru í varðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á meintri skipulagningu hryðjuverka. Innlent 5.10.2022 11:55 Fjórtán ára flúði lögreglu á ofsahraða á Holtavörðuheiði Fjórtán ára unglingur er grunaður um að hafa ekið á ofsahraða yfir Holtavörðuheiði á föstudag. Málið var tilkynnt til barnaverndar. Innlent 5.10.2022 10:16 Lá á dyrabjöllunum í vitlausu húsi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var meðal annars kölluð út vegna tveggja manna á hóteli í miðborg Reykjavíkur sem neitaðu að yfirgefa hótelið. Lögreglan fylgdi þeim út eftir að hún mætti á vettvang. Innlent 5.10.2022 06:54 Húsráðendur könnuðust ekkert við bíllyklana Íbúar í Garðabæ hringdu á lögreglu fyrr í kvöld vegna bíllykla sem látnir höfðu verið inn um bréfalúgu á húsi þeirra. Innlent 4.10.2022 22:28 Einn sakborninganna hlaut dóm fyrir líkamsárás fyrir tveimur árum Karlmaðurinn sem er í gæsluvarðhaldi og með stöðu sakbornings vegna manndráps á Ólafsfirði í gær var dæmdur í eins árs fangelsi, meðal annars fyrir tvær líkamsárásir, árið 2020. Sá látni hlaut fangelsisdóm fyrir stunguárás fyrir hátt í tuttugu árum. Innlent 4.10.2022 18:29 Stormasamt samband litað af neyslu fíkniefna Kona á fertugsaldri er meðal þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hinn látni, karlmaður á fimmtugsaldri, er eiginmaður konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu þau átt í stormasömu sambandi. Innlent 4.10.2022 14:53 Alvarlegt bílslys á Suðurlandsbraut Alvarlegt bílslys varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Reykjavegar ofan við Laugardalinn í Reykjavík um klukkan hálf eitt í dag. Tveir voru inni í fólksbíl sem virðist hafa verið ekið upp á kant, á gönguljós og oltið með þeim afleiðingum að bíllinn er mikið skemmdur. Innlent 4.10.2022 12:40 Fjöldi fólks hefur sótt sér áfallahjálp á Ólafsfirði Fjöldi fólks hefur nýtt sér áfallahjálp Kirkjunnar og Rauða krossins á Ólafsfirði vegna manndráps sem var framið þar í fyrrinótt. Rauði krossinn mun áfram hafa viðveru í bænum og veita bæjarbúum stuðning vegna hroðaverksins. Innlent 4.10.2022 11:50 Ökumönnum kennt á ljósabúnað bifreiða sinna Lögreglumenn á lögreglustöð fjögur sem sinnir Árbæ, Grafarvogi og Mosfellsbæ sinntu eftirliti í umdæmi sínu í gærkvöldi. Markmið eftirlitsins var að kenna ökumönnum á ljósabúnað bifreiða sinna. Fréttir 4.10.2022 06:18 Ætlað skotvopn reyndist leikfangabyssa Í kvöld var tilkynnt um ætlað skotvopn í bifreið í Hafnarfirði. Við nánari skoðun lögreglu kom í ljós að um leikfangabyssu var að ræða. Innlent 3.10.2022 22:16 Þrennt í gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Ólafsfirði Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði tvær konur og einn karlmann í vikulangt gæsluvarðhald vegna mannsláts á Ólafsfirði í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bana þar í nótt. Innlent 3.10.2022 22:15 Krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur af fjórum Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur af fjórum sem handteknir voru á Ólafsfirði í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri lést af stunguáverkum. Annar hlaut áverka á vettvangi og var fluttur á slysadeild. Innlent 3.10.2022 16:57 Á batavegi eftir fólskulega hnífstunguárás við Sprengisand Móðir pilts sem ráðist var á í undirgöngum við Sprengisand segist hafa í gegnum tíðina haft áhyggjur af því að sonur hennar noti ekki hjálm við hjólreiðarnar en grunaði ekki að hann gæti orðið fyrir hnífstunguárás á leið sinni á íþróttaæfingu. Pilturinn er ekki með bílpróf og er hjólið hans fararskjótur en eftir árásina er eðlilega óhugur í honum og foreldrunum. Innlent 3.10.2022 15:50 Kyrrðarstund í Ólafsfjarðarkirkju vegna manndrápsins Kyrrðarstund er fyrirhuguð í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20 í kvöld. Tilefnið er sorglegur atburður í bænum í nótt þar sem karlmaður lést af stungusárum. Fjögur voru handtekin af lögreglu í nótt og er þess beðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum þeirra. Innlent 3.10.2022 15:20 „Samfélagið harmi slegið“ Karlmaður var stunginn til bana í húsi á Ólafsfirði í nótt. Fjórir voru handteknir vegna málsins og njóta þeir allir réttarstöðu sakbornings á fyrstu stigum málsins. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir samfélagið harmi slegið. Innlent 3.10.2022 12:04 « ‹ 93 94 95 96 97 98 99 100 101 … 274 ›
Tveir karlar grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana Tveir karlar á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglu vegna gruns um manndráp í Laugardalnum í Reykjavík. Hin látna er kona á sextugsaldri. Innlent 9.10.2022 21:50
Handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn: „Þetta var ekki rétt“ Leigusali karlmanns sem var handtekinn fyrir að skjóta hest með boga var handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn í aðgerðum sérsveitarinnar á aðfararnótt laugardags. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en þeir þurftu báðir að dvelja á lögreglustöðinni á Selfossi langt fram á nótt. Innlent 9.10.2022 20:55
Telst ekki eðlilegt í dag að beðið var í margar vikur með skýrslutökur í Óshlíðarmálinu Réttarlæknir hefur skilað skýrslu um niðurstöður krufningar á líki manns sem fórst í bílveltu í Óshlíð árið 1973. Jarðneskar leifar hans voru grafnar upp af lögreglu í maímánuði eftir að ósk um endurupptöku barst frá fjölskyldu hans. Innlent 9.10.2022 14:20
Líkfundur á Gróttu Lík fannst í fjörunni við Gróttu á Seltjarnarnesi á ellefta tímanum í dag. Vakthafandi lögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Gangandi vegfarendur sem komu auga á líkið höfðu samband við lögreglu. Innlent 9.10.2022 12:03
Afþakkaði aðstoð lögreglu eftir líkamsárás Maður sem ráðist var á í miðborg Reykjavíkur laust fyrir klukkan eitt í nótt afþakkaði aðstoð lögreglu og sjúkraliðs. Líkamsárásin var talin minniháttar af lögreglu. Innlent 9.10.2022 07:13
Vaknaði við innbrotsþjófa sem hlupu á brott Íbúi í Hafnarfirði vaknaði við innbrotsþjófa í morgun en þeir höfðu farið inn um ólæstar dyr á húsi hans. Íbúinn kallaði að þjófunum tveimur sem hlupu út og skildu eftir hluti sem þeir eru taldir hafa ætlað að stela úr íbúðinni. Mennirnir voru á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang. Innlent 8.10.2022 17:20
Róleg nótt að baki hjá lögreglunni Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má dagbók hennar í morgun. Þegar dagbókarfærslan barst klukkan fimm höfðu aðeins þrjátíu og þrjú mál verið skráð frá miðnætti en níutíu í heildina frá klukkan fimm síðdegis í gær. Innlent 8.10.2022 07:12
Eiginkona mannsins sem stunginn var til bana laus úr haldi Einn sakborninga í máli manns sem var stunginn til bana á Ólafsfirði á mánudag var sleppt úr haldi lögreglu í dag. Innlent 7.10.2022 18:37
Tilkynntu tölvuleikjaspilara til lögreglu Í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um öskur og læti frá íbúð í Kópavogi. Lögregla mætti á vettvang en í ljós kom að öskrin komu frá manni sem var að spila tölvuleiki. Hann lofaði lögreglu að róa sig niður. Innlent 7.10.2022 06:24
Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. Innlent 6.10.2022 16:47
Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega. Innlent 6.10.2022 15:55
Fallist á kröfu um áframhaldandi einangrun Karlmaður á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi var á tólfta tímanum úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun til tveggja vikna. Innlent 6.10.2022 12:04
Óska eftir vitnum að umferðarslysi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á í gærmorgun. Ökumönnum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa er slysið varð. Innlent 6.10.2022 10:31
Vildi fá greitt fyrir óumbeðna heimsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna manns sem var að sparka í rúður og hurðir í miðborg Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu, þar sem fjallað er um verkefni lögreglu í gærkvöldi og í nótt, segir að hann hafi verið handtekinn fyrir eignarspjöll og vistaður í fangageymslu lögreglu. Innlent 6.10.2022 06:14
Ákærður vegna skotárásarinnar við Miðvang Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna skotárásar við Miðvang í Hafnarfirði í lok júní. Tveir brotaþolar í málinu krefjast átta milljóna króna í miskabætur. Innlent 5.10.2022 21:25
Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir mönnunum tveimur Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem eru í varðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á meintri skipulagningu hryðjuverka. Innlent 5.10.2022 11:55
Fjórtán ára flúði lögreglu á ofsahraða á Holtavörðuheiði Fjórtán ára unglingur er grunaður um að hafa ekið á ofsahraða yfir Holtavörðuheiði á föstudag. Málið var tilkynnt til barnaverndar. Innlent 5.10.2022 10:16
Lá á dyrabjöllunum í vitlausu húsi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var meðal annars kölluð út vegna tveggja manna á hóteli í miðborg Reykjavíkur sem neitaðu að yfirgefa hótelið. Lögreglan fylgdi þeim út eftir að hún mætti á vettvang. Innlent 5.10.2022 06:54
Húsráðendur könnuðust ekkert við bíllyklana Íbúar í Garðabæ hringdu á lögreglu fyrr í kvöld vegna bíllykla sem látnir höfðu verið inn um bréfalúgu á húsi þeirra. Innlent 4.10.2022 22:28
Einn sakborninganna hlaut dóm fyrir líkamsárás fyrir tveimur árum Karlmaðurinn sem er í gæsluvarðhaldi og með stöðu sakbornings vegna manndráps á Ólafsfirði í gær var dæmdur í eins árs fangelsi, meðal annars fyrir tvær líkamsárásir, árið 2020. Sá látni hlaut fangelsisdóm fyrir stunguárás fyrir hátt í tuttugu árum. Innlent 4.10.2022 18:29
Stormasamt samband litað af neyslu fíkniefna Kona á fertugsaldri er meðal þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hinn látni, karlmaður á fimmtugsaldri, er eiginmaður konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu þau átt í stormasömu sambandi. Innlent 4.10.2022 14:53
Alvarlegt bílslys á Suðurlandsbraut Alvarlegt bílslys varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Reykjavegar ofan við Laugardalinn í Reykjavík um klukkan hálf eitt í dag. Tveir voru inni í fólksbíl sem virðist hafa verið ekið upp á kant, á gönguljós og oltið með þeim afleiðingum að bíllinn er mikið skemmdur. Innlent 4.10.2022 12:40
Fjöldi fólks hefur sótt sér áfallahjálp á Ólafsfirði Fjöldi fólks hefur nýtt sér áfallahjálp Kirkjunnar og Rauða krossins á Ólafsfirði vegna manndráps sem var framið þar í fyrrinótt. Rauði krossinn mun áfram hafa viðveru í bænum og veita bæjarbúum stuðning vegna hroðaverksins. Innlent 4.10.2022 11:50
Ökumönnum kennt á ljósabúnað bifreiða sinna Lögreglumenn á lögreglustöð fjögur sem sinnir Árbæ, Grafarvogi og Mosfellsbæ sinntu eftirliti í umdæmi sínu í gærkvöldi. Markmið eftirlitsins var að kenna ökumönnum á ljósabúnað bifreiða sinna. Fréttir 4.10.2022 06:18
Ætlað skotvopn reyndist leikfangabyssa Í kvöld var tilkynnt um ætlað skotvopn í bifreið í Hafnarfirði. Við nánari skoðun lögreglu kom í ljós að um leikfangabyssu var að ræða. Innlent 3.10.2022 22:16
Þrennt í gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Ólafsfirði Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði tvær konur og einn karlmann í vikulangt gæsluvarðhald vegna mannsláts á Ólafsfirði í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bana þar í nótt. Innlent 3.10.2022 22:15
Krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur af fjórum Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur af fjórum sem handteknir voru á Ólafsfirði í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri lést af stunguáverkum. Annar hlaut áverka á vettvangi og var fluttur á slysadeild. Innlent 3.10.2022 16:57
Á batavegi eftir fólskulega hnífstunguárás við Sprengisand Móðir pilts sem ráðist var á í undirgöngum við Sprengisand segist hafa í gegnum tíðina haft áhyggjur af því að sonur hennar noti ekki hjálm við hjólreiðarnar en grunaði ekki að hann gæti orðið fyrir hnífstunguárás á leið sinni á íþróttaæfingu. Pilturinn er ekki með bílpróf og er hjólið hans fararskjótur en eftir árásina er eðlilega óhugur í honum og foreldrunum. Innlent 3.10.2022 15:50
Kyrrðarstund í Ólafsfjarðarkirkju vegna manndrápsins Kyrrðarstund er fyrirhuguð í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20 í kvöld. Tilefnið er sorglegur atburður í bænum í nótt þar sem karlmaður lést af stungusárum. Fjögur voru handtekin af lögreglu í nótt og er þess beðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum þeirra. Innlent 3.10.2022 15:20
„Samfélagið harmi slegið“ Karlmaður var stunginn til bana í húsi á Ólafsfirði í nótt. Fjórir voru handteknir vegna málsins og njóta þeir allir réttarstöðu sakbornings á fyrstu stigum málsins. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir samfélagið harmi slegið. Innlent 3.10.2022 12:04