Myndavélar í sjálfsafgreiðslukössum sporna gegn þjófnaði Bjarki Sigurðsson skrifar 19. nóvember 2022 11:46 Sjálfsafgreiðslukassar í Krónunni. Vísir Maður var gómaður í verslun í Kópavogi í gærkvöldi við að skanna strikamerki ódýrari vara en hann ætlaði sér að kaupa í sjálfsafgreiðslukassa verslunarinnar. Þetta var í fertugasta og sjötta skiptið sem maðurinn er gripinn við þá iðju. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir að þrátt fyrir nokkra svarta sauði sem stunda þetta sé það ekki algengt. Sjálfsafgreiðslukassarnir eru með ákveðnar leiðir til að stöðva þjófana. Maður var á sjöunda tímanum í gærkvöldi gripinn við að skanna aðrar vörur en hann ætlaði sér að kaupa. Hann tók ódýrar vörur og skannaði þær við kassann en reyndi að ganga út með vörur sem kostuðu töluvert meira. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að flestir fari eftir settum reglum við kassana en þrátt fyrir það séu alltaf ákveðnir svartir sauðir sem reyna að komast upp með þetta. „Við búum í þannig umhverfi við verslunarmenn að við erum alltaf með einhverja svarta sauði sem eru aðeins að prófa kerfin og láta reyna á þau. Sjálfsafgreiðslan er þannig lagað ný tækni á Íslandi. Svörtu sauðirnir prófa kerfin og tekst kannski í nokkur skipti. En á endanum erum við með öflug eftirlitskerfi og erum frekar fljót að taka eftir þessu,“ segir Sigurður. Búnaður sem greinir vörurnar Kassarnir eru með búnaði sem á að koma í veg fyrir að slíkur þjófnaður eigi sér stað. Til dæmis eru myndavélar inni í kassanum sem geta greint hver varan er. Sé gulur ávöxtur settur á vigtina veit kassinn að líklegast sé um að ræða sítrónu, gult epli eða annað slíkt. „Hann er kominn með myndavélar sem þekkja hluti og taka upp hluti sem settir er á kassann. Svo eru ýmisleg önnur kerfi í kringum þetta sem hjálpa okkur að taka eftir því ef eitthvað er skrítið. Við erum frekar fljót að uppgötva alla misnotkun,“ segir Sigurður. Þrátt fyrir örfá dæmi um þjófnað hafa sjálfsafgreiðslukassarnir þó reynst vel. „Það er verið að stytta tímann fyrir viðskiptavini og til þess að láta allt ganga greiðlega fyrir sig. Við náum að fylgjast með öllum athugasemdum sem fram koma á kössunum og erum að bregðast hratt við að laga það,“ segir Sigurður Verslun Lögreglumál Tækni Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Maður var á sjöunda tímanum í gærkvöldi gripinn við að skanna aðrar vörur en hann ætlaði sér að kaupa. Hann tók ódýrar vörur og skannaði þær við kassann en reyndi að ganga út með vörur sem kostuðu töluvert meira. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að flestir fari eftir settum reglum við kassana en þrátt fyrir það séu alltaf ákveðnir svartir sauðir sem reyna að komast upp með þetta. „Við búum í þannig umhverfi við verslunarmenn að við erum alltaf með einhverja svarta sauði sem eru aðeins að prófa kerfin og láta reyna á þau. Sjálfsafgreiðslan er þannig lagað ný tækni á Íslandi. Svörtu sauðirnir prófa kerfin og tekst kannski í nokkur skipti. En á endanum erum við með öflug eftirlitskerfi og erum frekar fljót að taka eftir þessu,“ segir Sigurður. Búnaður sem greinir vörurnar Kassarnir eru með búnaði sem á að koma í veg fyrir að slíkur þjófnaður eigi sér stað. Til dæmis eru myndavélar inni í kassanum sem geta greint hver varan er. Sé gulur ávöxtur settur á vigtina veit kassinn að líklegast sé um að ræða sítrónu, gult epli eða annað slíkt. „Hann er kominn með myndavélar sem þekkja hluti og taka upp hluti sem settir er á kassann. Svo eru ýmisleg önnur kerfi í kringum þetta sem hjálpa okkur að taka eftir því ef eitthvað er skrítið. Við erum frekar fljót að uppgötva alla misnotkun,“ segir Sigurður. Þrátt fyrir örfá dæmi um þjófnað hafa sjálfsafgreiðslukassarnir þó reynst vel. „Það er verið að stytta tímann fyrir viðskiptavini og til þess að láta allt ganga greiðlega fyrir sig. Við náum að fylgjast með öllum athugasemdum sem fram koma á kössunum og erum að bregðast hratt við að laga það,“ segir Sigurður
Verslun Lögreglumál Tækni Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent