Pawel Bartoszek Sumarbústaðir þjóðarinnar Ég er nýkominn frá Kanaríeyjum. Á suðurhluta Tenerife, þar sem eitt sinn var bara eyðimörk, er nú ferðamannaparadís með alls konar veitingastöðum og hótelum. Allt byggt frá grunni og vissulega missmekklegt. Einn maður byggði ógeðslega blátt hótel. Maðurinn við hliðina á hugsaði greinilega: ?Ég ætla að byggja ógeðslega bleikt hótel. Bleika hótelið mitt verður miklu meira bleikt en bláa hótelið er blátt. Og þar verða dórískar súlur og svona englar með örvar.? Svona æsa menn sig stundum upp í kítsi. En ég nenni ekki lengur að rembast við að hafa fágaðan smekk. Ekki þegar ég er í fríi. Fastir pennar 9.5.2013 21:42 Fáum 2007 aftur Einn af mínum uppáhaldshlaupabolum er úr Reykjavíkurmaraþoni Glitnis árið 2007. Bolurinn er úr svona rauðu pólýesterefni sem hrindir frá sér vökva. Ef ég set hann í þvottavél þá kemur hann gott sem þurr út. Árið 2007 voru menn nefnilega með metnað. Það var það ár sem þáverandi Ólympíumeistari í maraþonhlaupi, Ítalinn Stefano Baldini, skokkaði annar í markið í hálfmaraþoninu. Svo gott var Reykjavíkurmaraþonið 2007. Ólympíumeistarinn náði ekki einu sinni að vinna. Fastir pennar 2.5.2013 17:44 Thatcher hafði rétt fyrir sér Ég er átta ára. Ég sit í landafræðitíma. Í bókinni er kort af landinu mínu með þeim 49 sýslum sem þá eru. Í sumum sýslnanna eru lítil merki. Sums staðar eru þetta lítil svört kol, annars staðar lítil brún kol. Skoðun 11.4.2013 17:06 Til varnar svartri vinnu "Öflugt atvinnulíf er forsenda öflugs velferðarkerfis.“ Hve oft hefur maður ekki heyrt einhvern stjórnmálamanninn fara með þessa norrænu möntru? Skoðun 4.4.2013 17:05 Verðrýnendum úthýst Það kom fram í fréttum vikunnar að búðir sem kæmu illa út úr verðsamanburði ASÍ væru ósáttar við þann samanburð og töldu hann óvandaðan. Nokkrar hefðu úthýst verðkönnuðum. Ætli verðmælingarnar verði nokkuð vandaðri við það? Skoðun 21.3.2013 16:36 Óþarfir leiðtogar Suður-Afríka Óvissa ríkir nú í Suður-Afríku í kjölfar frétta af hrakandi heilsu hins 95 ára gamla leiðtoga landsins, Nelsons Mandela. Hafin er hatrömm barátta innan flokks Mandela, Afríska þjóðarráðsins, um hver eigi að taka við af honum. "Við erum hrædd,“ sagði hin 24 ára gamla Abri frá Höfðaborg. "Við höfum aldrei haft annan leiðtoga. Við getum ekki hugsað okkur líf með einhverjum öðrum forseta.“ Skoðun 14.3.2013 16:54 Samt ekki þjóðin "Þið eruð ekki þjóðin!“ á Ingibjörg Sólrún að hafa sagt á borgarafundi í Háskólabíói. Með upphrópunarmerki og öllu. Satt að segja væri ég til í að prenta þennan frasa á boli. Því auðvitað er mjög hugað að segja þetta við æstan múg. Hugað og satt. Fastir pennar 7.3.2013 17:57 Forysta og "forysta“ Einhverra hluta vegna amast mörg hinna nýju framboða til Alþingis við formönnum. Þetta á sérstaklega við um byltingarþríeykið: Dögun, Lýðræðisvaktina og Pírata. Ýmist þykjast þessar stjórnmálahreyfingar alls ekki hafa formenn eða reyna að fela þá bak við orð eins og "talsmaður“, "málsvari“ eða "vaktstjóri“. Fastir pennar 28.2.2013 17:09 Inneignarnóta innanlands Eins og stundum áður fékk ég sömu bókina tvisvar í jólagjöf. Nú var það fallega myndskreytt myndasaga upp úr Biblíusögum eftir Hugleik Dagsson. Ég hef almennt litla þörf fyrir að lesa bækur tvisvar, hvað þá að eiga þær tvisvar, svo ljóst var að öðru eintakinu þurfti að skila. Strax á aðfangadagskvöldi þurfti ég þannig í reynd að velja milli tveggja inneignarnóta, einnar úr Hagkaupum og annarrar úr Eymundsson. Skoðun 21.2.2013 17:06 Sprengjur Feneyjanefndar Nú hefur Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað drögum að áliti sínu á þeim stjórnarskrártillögum sem eru til umræðu á Alþingi. Í einni af fyrstu fréttum vikunnar um álitið kom fram að "enga sprengju“ væri þar að finna. Það er rangt. Álitið geymir þó nokkrar sprengjur. Skoðun 14.2.2013 22:05 Næsti fjármálaráðherra Ég vil að næsti fjármálaráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins viti eitthvað um fjármál. Skoðun 7.2.2013 17:00 Klám fjölgar ekki nauðgunum Myndin hér fyrir neða sýnir lagalega stöðu kláms víða um heim. Ísland er þar í flokki með löndum á borð við Kúbu, Kína, Norður-Kóreu og harðstjórnarríki Mið-Austurlanda. Það er vandamál. Fastir pennar 31.1.2013 17:24 Falsað fólk Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherja- og menntamálefndar Alþingis er ekki ánægður með Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar vegna ummæla hennar um hælisleitendur. Fleiri eru honum sammála. Það er gott. Fastir pennar 24.1.2013 17:41 „Okkar“ Oft á þessum tíma árs má heyra nöldur fólks yfir þeirri staðreynd að hinn heilagi fréttatími RÚV sé styttri eða sé sýndur á öðrum tíma en alla jafna. Fastir pennar 17.1.2013 17:02 Umræðuþræðinum lokað Mér hefur verið boðið að hitta fulltrúa Feneyjanefndarinnar þegar þeir verða hér á landi til að kynna sér drög að nýrri stjórnarskrá. Fastir pennar 10.1.2013 17:11 Að trufla ekki umferð Á seinasta degi ársins 2012 hljóp ég ásamt um þúsund öðrum í Gamlárshlaupi ÍR. Annað árið í röð var hlaupið fram og til baka eftir Sæbrautinni með smá hring í um hin fögru stræti Klettagarða og Vatnagarða, fram hjá gáma- og iðnaðarsvæðum þar sem maður ímyndar sér að vondir karlar í bíómyndum lemji góðu karlarna með röri til að fá upp úr þeim lykilorð að móðurtölvu FBI. Fastir pennar 3.1.2013 17:25 Haftlandinu góða Pawel Bartoszek lítur um öxl og rifjar upp drastískar aðgerðir fyrsta fjármálaráðherra Póllands eftir hrun kommúnismans. Hann lýsir eftir vel menntaðri og hugaðri manneskju í fjármálaráðuneytið sem væri sama þótt hún væri hötuð af þorra Fastir pennar 30.12.2012 18:52 Allir að hamra inn nagla Ég er aurvaldssinni. Það er svona míní-auðvaldssinni. Mér finnst það ekki endilega óendanlega magnað að til sé fólk sem hefur orðið ríkt af því að breyta rafmagni í ál eða fundið olíu og tekist að selja hana. Skoðun 20.12.2012 17:28 Með fulla trú á sjálfum sér Fréttastofa RÚV færði okkur fréttir af því í vikunni að fólk treysti fréttastofu RÚV betur en öðrum fréttastofum. Þar var vitnað í könnun rannsóknarfyrirtækisins MMR á trausti almennings til helstu fjölmiðla. Skoðun 13.12.2012 17:19 Litla-netið-okkar.is Einu sinni var internet. Og þetta internet þótti alveg ágætt en það var alveg rosalega stórt. Svo stórt að mörgum okkar þótti það óþægilegt. Sérstaklega þótti mörgum óþægilegt hvað við, á þessu litla landi, höfðum litla stjórn á því hvað menn gætu gert úti á hinu stóra interneti. Fastir pennar 6.12.2012 21:53 Strikað yfir starfsstétt Borgarstjórn ætlar að "brúa bilið“ milli fæðingarorlofs og leikskóla. Í huga Sóleyjar Tómasdóttur, fulltrúa VG, sem mestan á heiðurinn af þeirri tillögu, er engin spurning hvernig það bil eigi að brúa. Það þarf að lengja "fæðingarorlofið og svo að lengja leikskólagönguna“. Bilið verður því ekki brúað með hjálp dagforeldra. Fastir pennar 29.11.2012 19:57 Norræna nammileitin Ímyndum okkur eftirfarandi leik: Bláum og rauðum súkkulaðieggjum er dreift um Öskjuhlíðina. Eggin sjást ekki langar leiðir heldur þarf oft að kemba grasið og fara inn í runna til að finna þau. Krakkahópur fær það hlutverk að leita að eggjunum. Fastir pennar 22.11.2012 21:29 Nashyrningar í krossaprófi Í spurningaspili sem ég spilaði sem krakki kom eftirfarandi spurning ítrekað upp úr bunkanum: "Hvort sjá nashyrningar eða heyra betur?” Skoðun 8.11.2012 17:25 Happdrættiseftirlit ríkisins Stundum eru nafngiftir opinberra stofnana þannig að halda mætti að einhver hefði lesið bókina 1984, séð þar nöfnin „Sannleiksráðuneyti" og „Friðarráðuneyti" og hugsað með sér: „Þetta er sniðugt. Gerum eins." Fastir pennar 1.11.2012 17:22 Bindandi bindandi Þegar Alþingi samþykkti, fyrir rúmum fimm mánuðum, að boða til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs ályktaði meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins með eftirfarandi hætti um framhald málsins: Fastir pennar 25.10.2012 17:14 Kaliforníuvæðing Kalifornía væri áttunda stærsta hagkerfi heims væri hún sjálfstætt ríki. Með sinn blómlega hátækni- og afþreyingariðnað ætti fylkið að hafa allar forsendur til að vera í ágætum málum fjárhagslega. Reyndin er hins vegar önnur. Kalifornía veður í skuldafeni. Um það eru flestir sammála. Það eru ekki allir jafnsammála um ástæðurnar en beint lýðræði er þó oftar en ekki nefnt sem skýring. Fastir pennar 19.10.2012 09:02 Það verður ekkert lagað seinna Þorvaldur Gylfason hélt því fram í Kastljósinu á þriðjudag að verði fyrstu spurningunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni um drög stjórnlagaráðs svarað játandi af meirihluta kjósenda þá geti Alþingi ekki annað en samþykkt drögin óbreytt sem nýja stjórnarskrá. Þetta er auðvitað ekki þannig. En það er samt ansi líklegt að þetta verði þannig. Fastir pennar 11.10.2012 17:20 Að tala niður gjaldeyrishöftin Eflaust má velta því fyrir sér frá einhverjum vinkli hvað heppilegt sé að pólitíkusar og seðlabankamenn segi um gjaldmiðilinn. En athyglisverða spurningin í þessu er auðvitað ekki "Hvað má segja?“ heldur "Hvað er satt?“ Ef keisarinn er nakinn þá er hann nakinn, sama þótt það kunni að vera óheppilegt fyrir mannorð hans. Það að til séu stjórnmálamenn sem skipta vilji krónunni út fyrir annan gjaldmiðil er ekki hennar stærsta vandamál. Fastir pennar 4.10.2012 19:44 Gjald er ekki refsing Mér er ekki sérstaklega illa við að borga fyrir hluti. Þess vegna fer það í taugarnar á mér þegar menn geta ekki rætt um eðlilega verðlagningu á þjónustu öðruvísi en á þeim forsendum að verið sé að "refsa fólki“. Ég vil ekki "refsa fólki“ fyrir að leggja bílnum niðri í miðbæ, ég vil bara að fólk borgi fyrir það. Ég vil heldur ekki "refsa fólki“ fyrir að taka strætó, þótt ég vildi ég gjarnan sjá fólk borga meira fyrir það. Ég er raunar sannfærður um að það myndi gera strætó betri. Fastir pennar 27.9.2012 17:11 "Til þjóðarinnar með þetta“ Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarkerfisins. Óháð skoðun manna á kvótakerfinu er þetta dæmi um það sem gerst getur ef stjórnmálamenn fá þjóðaratkvæðagreiðsluvopnið í hendurnar: Þeir nota það til að firra sig ábyrgð og vinna eigin stefnumálum fylgi. Er til betri leið til að ýta málum af strandstað en sú að "spyrja þjóðina álits“? Fastir pennar 20.9.2012 21:29 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 … 10 ›
Sumarbústaðir þjóðarinnar Ég er nýkominn frá Kanaríeyjum. Á suðurhluta Tenerife, þar sem eitt sinn var bara eyðimörk, er nú ferðamannaparadís með alls konar veitingastöðum og hótelum. Allt byggt frá grunni og vissulega missmekklegt. Einn maður byggði ógeðslega blátt hótel. Maðurinn við hliðina á hugsaði greinilega: ?Ég ætla að byggja ógeðslega bleikt hótel. Bleika hótelið mitt verður miklu meira bleikt en bláa hótelið er blátt. Og þar verða dórískar súlur og svona englar með örvar.? Svona æsa menn sig stundum upp í kítsi. En ég nenni ekki lengur að rembast við að hafa fágaðan smekk. Ekki þegar ég er í fríi. Fastir pennar 9.5.2013 21:42
Fáum 2007 aftur Einn af mínum uppáhaldshlaupabolum er úr Reykjavíkurmaraþoni Glitnis árið 2007. Bolurinn er úr svona rauðu pólýesterefni sem hrindir frá sér vökva. Ef ég set hann í þvottavél þá kemur hann gott sem þurr út. Árið 2007 voru menn nefnilega með metnað. Það var það ár sem þáverandi Ólympíumeistari í maraþonhlaupi, Ítalinn Stefano Baldini, skokkaði annar í markið í hálfmaraþoninu. Svo gott var Reykjavíkurmaraþonið 2007. Ólympíumeistarinn náði ekki einu sinni að vinna. Fastir pennar 2.5.2013 17:44
Thatcher hafði rétt fyrir sér Ég er átta ára. Ég sit í landafræðitíma. Í bókinni er kort af landinu mínu með þeim 49 sýslum sem þá eru. Í sumum sýslnanna eru lítil merki. Sums staðar eru þetta lítil svört kol, annars staðar lítil brún kol. Skoðun 11.4.2013 17:06
Til varnar svartri vinnu "Öflugt atvinnulíf er forsenda öflugs velferðarkerfis.“ Hve oft hefur maður ekki heyrt einhvern stjórnmálamanninn fara með þessa norrænu möntru? Skoðun 4.4.2013 17:05
Verðrýnendum úthýst Það kom fram í fréttum vikunnar að búðir sem kæmu illa út úr verðsamanburði ASÍ væru ósáttar við þann samanburð og töldu hann óvandaðan. Nokkrar hefðu úthýst verðkönnuðum. Ætli verðmælingarnar verði nokkuð vandaðri við það? Skoðun 21.3.2013 16:36
Óþarfir leiðtogar Suður-Afríka Óvissa ríkir nú í Suður-Afríku í kjölfar frétta af hrakandi heilsu hins 95 ára gamla leiðtoga landsins, Nelsons Mandela. Hafin er hatrömm barátta innan flokks Mandela, Afríska þjóðarráðsins, um hver eigi að taka við af honum. "Við erum hrædd,“ sagði hin 24 ára gamla Abri frá Höfðaborg. "Við höfum aldrei haft annan leiðtoga. Við getum ekki hugsað okkur líf með einhverjum öðrum forseta.“ Skoðun 14.3.2013 16:54
Samt ekki þjóðin "Þið eruð ekki þjóðin!“ á Ingibjörg Sólrún að hafa sagt á borgarafundi í Háskólabíói. Með upphrópunarmerki og öllu. Satt að segja væri ég til í að prenta þennan frasa á boli. Því auðvitað er mjög hugað að segja þetta við æstan múg. Hugað og satt. Fastir pennar 7.3.2013 17:57
Forysta og "forysta“ Einhverra hluta vegna amast mörg hinna nýju framboða til Alþingis við formönnum. Þetta á sérstaklega við um byltingarþríeykið: Dögun, Lýðræðisvaktina og Pírata. Ýmist þykjast þessar stjórnmálahreyfingar alls ekki hafa formenn eða reyna að fela þá bak við orð eins og "talsmaður“, "málsvari“ eða "vaktstjóri“. Fastir pennar 28.2.2013 17:09
Inneignarnóta innanlands Eins og stundum áður fékk ég sömu bókina tvisvar í jólagjöf. Nú var það fallega myndskreytt myndasaga upp úr Biblíusögum eftir Hugleik Dagsson. Ég hef almennt litla þörf fyrir að lesa bækur tvisvar, hvað þá að eiga þær tvisvar, svo ljóst var að öðru eintakinu þurfti að skila. Strax á aðfangadagskvöldi þurfti ég þannig í reynd að velja milli tveggja inneignarnóta, einnar úr Hagkaupum og annarrar úr Eymundsson. Skoðun 21.2.2013 17:06
Sprengjur Feneyjanefndar Nú hefur Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað drögum að áliti sínu á þeim stjórnarskrártillögum sem eru til umræðu á Alþingi. Í einni af fyrstu fréttum vikunnar um álitið kom fram að "enga sprengju“ væri þar að finna. Það er rangt. Álitið geymir þó nokkrar sprengjur. Skoðun 14.2.2013 22:05
Næsti fjármálaráðherra Ég vil að næsti fjármálaráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins viti eitthvað um fjármál. Skoðun 7.2.2013 17:00
Klám fjölgar ekki nauðgunum Myndin hér fyrir neða sýnir lagalega stöðu kláms víða um heim. Ísland er þar í flokki með löndum á borð við Kúbu, Kína, Norður-Kóreu og harðstjórnarríki Mið-Austurlanda. Það er vandamál. Fastir pennar 31.1.2013 17:24
Falsað fólk Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherja- og menntamálefndar Alþingis er ekki ánægður með Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar vegna ummæla hennar um hælisleitendur. Fleiri eru honum sammála. Það er gott. Fastir pennar 24.1.2013 17:41
„Okkar“ Oft á þessum tíma árs má heyra nöldur fólks yfir þeirri staðreynd að hinn heilagi fréttatími RÚV sé styttri eða sé sýndur á öðrum tíma en alla jafna. Fastir pennar 17.1.2013 17:02
Umræðuþræðinum lokað Mér hefur verið boðið að hitta fulltrúa Feneyjanefndarinnar þegar þeir verða hér á landi til að kynna sér drög að nýrri stjórnarskrá. Fastir pennar 10.1.2013 17:11
Að trufla ekki umferð Á seinasta degi ársins 2012 hljóp ég ásamt um þúsund öðrum í Gamlárshlaupi ÍR. Annað árið í röð var hlaupið fram og til baka eftir Sæbrautinni með smá hring í um hin fögru stræti Klettagarða og Vatnagarða, fram hjá gáma- og iðnaðarsvæðum þar sem maður ímyndar sér að vondir karlar í bíómyndum lemji góðu karlarna með röri til að fá upp úr þeim lykilorð að móðurtölvu FBI. Fastir pennar 3.1.2013 17:25
Haftlandinu góða Pawel Bartoszek lítur um öxl og rifjar upp drastískar aðgerðir fyrsta fjármálaráðherra Póllands eftir hrun kommúnismans. Hann lýsir eftir vel menntaðri og hugaðri manneskju í fjármálaráðuneytið sem væri sama þótt hún væri hötuð af þorra Fastir pennar 30.12.2012 18:52
Allir að hamra inn nagla Ég er aurvaldssinni. Það er svona míní-auðvaldssinni. Mér finnst það ekki endilega óendanlega magnað að til sé fólk sem hefur orðið ríkt af því að breyta rafmagni í ál eða fundið olíu og tekist að selja hana. Skoðun 20.12.2012 17:28
Með fulla trú á sjálfum sér Fréttastofa RÚV færði okkur fréttir af því í vikunni að fólk treysti fréttastofu RÚV betur en öðrum fréttastofum. Þar var vitnað í könnun rannsóknarfyrirtækisins MMR á trausti almennings til helstu fjölmiðla. Skoðun 13.12.2012 17:19
Litla-netið-okkar.is Einu sinni var internet. Og þetta internet þótti alveg ágætt en það var alveg rosalega stórt. Svo stórt að mörgum okkar þótti það óþægilegt. Sérstaklega þótti mörgum óþægilegt hvað við, á þessu litla landi, höfðum litla stjórn á því hvað menn gætu gert úti á hinu stóra interneti. Fastir pennar 6.12.2012 21:53
Strikað yfir starfsstétt Borgarstjórn ætlar að "brúa bilið“ milli fæðingarorlofs og leikskóla. Í huga Sóleyjar Tómasdóttur, fulltrúa VG, sem mestan á heiðurinn af þeirri tillögu, er engin spurning hvernig það bil eigi að brúa. Það þarf að lengja "fæðingarorlofið og svo að lengja leikskólagönguna“. Bilið verður því ekki brúað með hjálp dagforeldra. Fastir pennar 29.11.2012 19:57
Norræna nammileitin Ímyndum okkur eftirfarandi leik: Bláum og rauðum súkkulaðieggjum er dreift um Öskjuhlíðina. Eggin sjást ekki langar leiðir heldur þarf oft að kemba grasið og fara inn í runna til að finna þau. Krakkahópur fær það hlutverk að leita að eggjunum. Fastir pennar 22.11.2012 21:29
Nashyrningar í krossaprófi Í spurningaspili sem ég spilaði sem krakki kom eftirfarandi spurning ítrekað upp úr bunkanum: "Hvort sjá nashyrningar eða heyra betur?” Skoðun 8.11.2012 17:25
Happdrættiseftirlit ríkisins Stundum eru nafngiftir opinberra stofnana þannig að halda mætti að einhver hefði lesið bókina 1984, séð þar nöfnin „Sannleiksráðuneyti" og „Friðarráðuneyti" og hugsað með sér: „Þetta er sniðugt. Gerum eins." Fastir pennar 1.11.2012 17:22
Bindandi bindandi Þegar Alþingi samþykkti, fyrir rúmum fimm mánuðum, að boða til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs ályktaði meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins með eftirfarandi hætti um framhald málsins: Fastir pennar 25.10.2012 17:14
Kaliforníuvæðing Kalifornía væri áttunda stærsta hagkerfi heims væri hún sjálfstætt ríki. Með sinn blómlega hátækni- og afþreyingariðnað ætti fylkið að hafa allar forsendur til að vera í ágætum málum fjárhagslega. Reyndin er hins vegar önnur. Kalifornía veður í skuldafeni. Um það eru flestir sammála. Það eru ekki allir jafnsammála um ástæðurnar en beint lýðræði er þó oftar en ekki nefnt sem skýring. Fastir pennar 19.10.2012 09:02
Það verður ekkert lagað seinna Þorvaldur Gylfason hélt því fram í Kastljósinu á þriðjudag að verði fyrstu spurningunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni um drög stjórnlagaráðs svarað játandi af meirihluta kjósenda þá geti Alþingi ekki annað en samþykkt drögin óbreytt sem nýja stjórnarskrá. Þetta er auðvitað ekki þannig. En það er samt ansi líklegt að þetta verði þannig. Fastir pennar 11.10.2012 17:20
Að tala niður gjaldeyrishöftin Eflaust má velta því fyrir sér frá einhverjum vinkli hvað heppilegt sé að pólitíkusar og seðlabankamenn segi um gjaldmiðilinn. En athyglisverða spurningin í þessu er auðvitað ekki "Hvað má segja?“ heldur "Hvað er satt?“ Ef keisarinn er nakinn þá er hann nakinn, sama þótt það kunni að vera óheppilegt fyrir mannorð hans. Það að til séu stjórnmálamenn sem skipta vilji krónunni út fyrir annan gjaldmiðil er ekki hennar stærsta vandamál. Fastir pennar 4.10.2012 19:44
Gjald er ekki refsing Mér er ekki sérstaklega illa við að borga fyrir hluti. Þess vegna fer það í taugarnar á mér þegar menn geta ekki rætt um eðlilega verðlagningu á þjónustu öðruvísi en á þeim forsendum að verið sé að "refsa fólki“. Ég vil ekki "refsa fólki“ fyrir að leggja bílnum niðri í miðbæ, ég vil bara að fólk borgi fyrir það. Ég vil heldur ekki "refsa fólki“ fyrir að taka strætó, þótt ég vildi ég gjarnan sjá fólk borga meira fyrir það. Ég er raunar sannfærður um að það myndi gera strætó betri. Fastir pennar 27.9.2012 17:11
"Til þjóðarinnar með þetta“ Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarkerfisins. Óháð skoðun manna á kvótakerfinu er þetta dæmi um það sem gerst getur ef stjórnmálamenn fá þjóðaratkvæðagreiðsluvopnið í hendurnar: Þeir nota það til að firra sig ábyrgð og vinna eigin stefnumálum fylgi. Er til betri leið til að ýta málum af strandstað en sú að "spyrja þjóðina álits“? Fastir pennar 20.9.2012 21:29
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent