Til varnar svartri vinnu Pawel Bartoszek skrifar 5. apríl 2013 07:00 „Öflugt atvinnulíf er forsenda öflugs velferðarkerfis." Hve oft hefur maður ekki heyrt einhvern stjórnmálamanninn fara með þessa norrænu möntru? „Við þurfum fleiri störf ef við viljum gott heilbrigðiskerfi."„Við þurfum að auka útflutningsverðmæti ef við ætlum að reka hér gott menntakerfi." Auðvitað er þetta allt saman satt og rétt. En þessi hugsunarháttur fær fólk til að snúa hlutum á haus. Menn fara beinlínis að halda að helsti tilgangur atvinnulífsins sé að afla ríkissjóði tekna. Það er rugl. Tölum aðeins um atvinnulífið. Atvinnulífið er stórmerkilegt fyrirbæri. Einhver á bilaðan bíl. Einhver annar kann að gera við bíl. Sá er svangur og langar í pitsu. Pitsugerðarmanninn langar í nýtt parket. Konan sem kann að leggja parket vill læra spænsku á kvöldin. Maðurinn sem kennir henni spænsku var að eignast barn og þarf notaðan barnavagn. Gott atvinnulíf kann að leysa úr öllum þessum flækjum. Það er sama hvort menn krukka í Excel-skjölum eða safna dósum niðri í bæ um helgar, einhver vinna er samfélaginu oftast gagnlegri en engin vinna. Og vel á minnst: Það er samfélaginu mun gagnlegra að menn vinni svart frekar en að þeir vinni ekkert. Þó það sé ekki sérstaklega vinsælt að segja það.Að skila sínu Hugsum okkur mann sem er nýkominn úr meðferð eftir áralanga eiturlyfjaneyslu. Hann þiggur kannski einhverjar bætur en enginn er sérstaklega spenntur fyrir því að ráða þennan fyrrum dópista í vinnu. Hann fær samt kannski einhver minni verkefni: Gerir við tölvur fyrir fólk, selur eitthvað drasl á Barnalandi, leigir út íbúð sína til túrista meðan hann flytur til mömmu. Allt svart. Kannski vill þessi aðili ekki að þær bætur sem hann er að fá skerðist. Kannski tímir hann ekki að borga skatta. Kannski er vinna hans ekki það mikils virði að hann gæti selt hana ef hann þyrfti að borga skatta. Kannski er hann félagsfælinn og þorir ekki að tala við skattayfirvöld, veit ekki að hann þarf að setja sig á „staðgreiðsluskrá", fá sér „vasknúmer", reikna sér „endurgjald", standa skil á „iðgjöldum" og borga „tryggingargjald". Eða kannski er hann bara latur. Óneitanlega eru flestar ástæðurnar tiltölulega eigingjarnar. Þessi tiltekni fyrrum fíkill er vissulega ekki að skila sínu í ríkiskassann. Jú, jú, ef „allir myndu hugsa svona" þá væri engin Harpa. Ég veit. En hann er að skila einhverju til samfélagsins. Það er einhver sem kaupir gamalt drasl á Barnalandi sem er betur settur. Tölva einhvers er ekki lengur biluð. Einhver tékkneskur puttaferðalangur krassar í sófa og er sáttur.Ólöglegt hitt og þetta Nýlega mátti heyra fréttir af því að það væri fullt af „ólöglegum" gististöðum í Reykjavík. Jú, vefsíður eins og airbnb.com hafa gert mönnum mögulegt að hýsa túrista á sófanum hjá sér. Hugsið ykkur: Án sérstaks leyfis! Án þess að handlaug sé í hverju herbergi! Án þess að rúmin séu nægilega stór. Án þess að menn hafi skilað inn þeim tíu skjölum frá tíu ólíkum aðilum sem þarf til að opna gistiheimili. Hugsa sér. Lög eru samin af fólki. Oft hefur þetta fólk sem semur lögin svokallaða „hagsmunaðila" með í ráðum. Hagsmunaaðilar eiga það til að þvælast fyrir nýjabrumi. Eitt nýtt eyðublað fyrir mann sem hefur rekið hótel í tíu ár er minni þröskuldur en tíu eyðublöð fyrir einhvern sem er að stíga sín fyrstu spor í þeim bransa. Ég myndi vilja sjá fólki gert auðveldara að stunda atvinnurekstur á Íslandi. Ég get því miður ekki sagt að ég hafi á undanförnum fjórum árum séð mörg skref í þá veru en þigg ábendingar þar um. Ég myndi líka vilja að fólk fengi að halda eftir stærri hluta tekna sinna. Ekki endilega með þeim eilítið kuklkenndu rökum að það muni í raun „auka tekjur". Það er ekkert víst. Enda er það heldur ekki aðalmarkmiðið. Gott atvinnulíf er ekki bara uppspretta fjármagns fyrir ríkið. Gott atvinnulíf, atvinnulíf sem gerir við bíla, bakar pitsur og kennir spænsku er markmið í sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
„Öflugt atvinnulíf er forsenda öflugs velferðarkerfis." Hve oft hefur maður ekki heyrt einhvern stjórnmálamanninn fara með þessa norrænu möntru? „Við þurfum fleiri störf ef við viljum gott heilbrigðiskerfi."„Við þurfum að auka útflutningsverðmæti ef við ætlum að reka hér gott menntakerfi." Auðvitað er þetta allt saman satt og rétt. En þessi hugsunarháttur fær fólk til að snúa hlutum á haus. Menn fara beinlínis að halda að helsti tilgangur atvinnulífsins sé að afla ríkissjóði tekna. Það er rugl. Tölum aðeins um atvinnulífið. Atvinnulífið er stórmerkilegt fyrirbæri. Einhver á bilaðan bíl. Einhver annar kann að gera við bíl. Sá er svangur og langar í pitsu. Pitsugerðarmanninn langar í nýtt parket. Konan sem kann að leggja parket vill læra spænsku á kvöldin. Maðurinn sem kennir henni spænsku var að eignast barn og þarf notaðan barnavagn. Gott atvinnulíf kann að leysa úr öllum þessum flækjum. Það er sama hvort menn krukka í Excel-skjölum eða safna dósum niðri í bæ um helgar, einhver vinna er samfélaginu oftast gagnlegri en engin vinna. Og vel á minnst: Það er samfélaginu mun gagnlegra að menn vinni svart frekar en að þeir vinni ekkert. Þó það sé ekki sérstaklega vinsælt að segja það.Að skila sínu Hugsum okkur mann sem er nýkominn úr meðferð eftir áralanga eiturlyfjaneyslu. Hann þiggur kannski einhverjar bætur en enginn er sérstaklega spenntur fyrir því að ráða þennan fyrrum dópista í vinnu. Hann fær samt kannski einhver minni verkefni: Gerir við tölvur fyrir fólk, selur eitthvað drasl á Barnalandi, leigir út íbúð sína til túrista meðan hann flytur til mömmu. Allt svart. Kannski vill þessi aðili ekki að þær bætur sem hann er að fá skerðist. Kannski tímir hann ekki að borga skatta. Kannski er vinna hans ekki það mikils virði að hann gæti selt hana ef hann þyrfti að borga skatta. Kannski er hann félagsfælinn og þorir ekki að tala við skattayfirvöld, veit ekki að hann þarf að setja sig á „staðgreiðsluskrá", fá sér „vasknúmer", reikna sér „endurgjald", standa skil á „iðgjöldum" og borga „tryggingargjald". Eða kannski er hann bara latur. Óneitanlega eru flestar ástæðurnar tiltölulega eigingjarnar. Þessi tiltekni fyrrum fíkill er vissulega ekki að skila sínu í ríkiskassann. Jú, jú, ef „allir myndu hugsa svona" þá væri engin Harpa. Ég veit. En hann er að skila einhverju til samfélagsins. Það er einhver sem kaupir gamalt drasl á Barnalandi sem er betur settur. Tölva einhvers er ekki lengur biluð. Einhver tékkneskur puttaferðalangur krassar í sófa og er sáttur.Ólöglegt hitt og þetta Nýlega mátti heyra fréttir af því að það væri fullt af „ólöglegum" gististöðum í Reykjavík. Jú, vefsíður eins og airbnb.com hafa gert mönnum mögulegt að hýsa túrista á sófanum hjá sér. Hugsið ykkur: Án sérstaks leyfis! Án þess að handlaug sé í hverju herbergi! Án þess að rúmin séu nægilega stór. Án þess að menn hafi skilað inn þeim tíu skjölum frá tíu ólíkum aðilum sem þarf til að opna gistiheimili. Hugsa sér. Lög eru samin af fólki. Oft hefur þetta fólk sem semur lögin svokallaða „hagsmunaðila" með í ráðum. Hagsmunaaðilar eiga það til að þvælast fyrir nýjabrumi. Eitt nýtt eyðublað fyrir mann sem hefur rekið hótel í tíu ár er minni þröskuldur en tíu eyðublöð fyrir einhvern sem er að stíga sín fyrstu spor í þeim bransa. Ég myndi vilja sjá fólki gert auðveldara að stunda atvinnurekstur á Íslandi. Ég get því miður ekki sagt að ég hafi á undanförnum fjórum árum séð mörg skref í þá veru en þigg ábendingar þar um. Ég myndi líka vilja að fólk fengi að halda eftir stærri hluta tekna sinna. Ekki endilega með þeim eilítið kuklkenndu rökum að það muni í raun „auka tekjur". Það er ekkert víst. Enda er það heldur ekki aðalmarkmiðið. Gott atvinnulíf er ekki bara uppspretta fjármagns fyrir ríkið. Gott atvinnulíf, atvinnulíf sem gerir við bíla, bakar pitsur og kennir spænsku er markmið í sjálfu sér.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun