Skroll-Íþróttir

Dylan: Ég mun skora fyrir Breiðablik
„Ég er virkilega ánægður með þennan sigur, það er alltaf mikilvægt að vinna á heimavelli,“ sagði Dylan Jacob MacAllister, nýr leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld.

Guðmundur: Mikill stígandi í liðinu
„Fylkismenn börðust af krafti hér í kvöld og það var erfitt að eiga við þá framan af, en þegar þeir missa mennina af velli þá var sigur okkar ekki í hættu,“ sagði Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Blika, eftir 3-1 sigur gegn Fylki á Kópavogsvelli í kvöld.

Ólafur: Liðið er allt að koma til
„Allir sigrar eru mikilvægir og þessi er ekki undanskilin því,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld.

Óli Þórðar: Röng ákvörðun hjá dómaranum
„Ég er bara ósáttur við þessi úrslit,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld.

Kristinn: Mín fyrsta þrenna
„Ég er bara virkilega sáttur, þrjú stig í hús og liðið allt að koma til,“ sagði Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld. Kristinn skoraði fyrstu þrennu sumarsins og í leiðinni öll mörk Blika.

Fögnuður AGK á Parken - myndir
Það var mikil gleði hjá Arnóri Atlasyni, Snorra Steini Guðjónssyni og félögum þeirra í danska handboltaliðinu AGK er liðið tryggði sér danska meistaratitilinn í handbolta.

Katrín: Getum vel unnið þennan riðil
„Ég er virkilega sátt með svona byrjun hjá okkur,“ sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir 6-0 sigur gegn Búlgaríu í undankeppni Evrópumóts landsliða.

Hólmfríður: Góð byrjun á undankeppninni
„Þetta er bara fín byrjun hjá okkur á þessari undankeppni og því erum við bara mjög ánægðar,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir 6-0 sigur gegn Búlgaríu í kvöld.

Margrét Lára: Vorum betri á öllum sviðum
„Við erum fyrst og fremst virkilega ánægðar, en auðvita eru hlutir í okkar leik sem við þurfum að laga,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona, eftir sigurinn í kvöld.

Sigurður Ragnar: Mikilvægt að skora snemma
„Sigurinn var aldrei í hættu og það er mikilvægt að byrja mótið svona vel,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska landsliðsins, eftir 6-0 sigur sinna stúlkna gegn Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu.

Pepsimörkin: Undirbúningur dómara fyrir leik
Í þættinum Pepsimörkunum á Stöð 2 sport s.l. mánudag ræddi Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður við dómaratríóið sem dæmdi leik KR og Keflavíkur í 2. umferð Íslandsmóts karla í fótbolta. Gunnar Jarl Jónsson, Áskell Þór Gíslason og Smári Stefánsson fóru yfir ýmsa hluti með Guðjóni. Aðstoðardómararnir sögðu við Guðjón að þeir heyri lítið af því sem sagt er við þá á hliðarlínunni.

Pepsimörkin: Ég var bara að stríða honum
„Ég var bara að stríða honum, Jói er fínn á línunni, þetta var bara grín hjá okkur og ekkert að þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær þar sem að hann var spurður út í spaugilegt atvik sem átti sér stað við hliðarlínuna í leik ÍBV og Breiðabliks í fjórðu umferð Pepsideildar karla.

Pepsimörkin: Framherjakaup Breiðabliks vekja upp spurningar
Íslandsmeistaralið Breiðabliks var til umræðu í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær þar sem að kaup liðsins á ástralska framherjanum Dylan MacAllister voru rauði þráðurinn í því samtali.

Pepsimörkin: Komin tími til að krakkinn hendi frá sér farsímanum
"KR-liðið er gríðarlega sterkt og skipað fjölmörgum fyrrum atvinnumönnum,“ sagði Hjörvar Hafliðason í þættinum Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær eftir fjórðu umferð Íslandsmótsins í fótbolta.

Pepsimörkin: Tilþrif og mörk úr 4. umferð skreytt með dúndur tónlist
Að venju var boðið upp á öll mörkin og tilþrifin úr leikjum Pepsideildar karla í fótbolta í gær í samantektarþætti Stöðvar 2 sport. Þar fóru Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Magnús Gylfason yfir gang mála í fjórðu umferð og hér má sjá samantektina – þar sem tónlist frá Rage Against the Machine réð ríkjum en lagið heitir Renegades Of Funk.

Pepsimörkin: Andskotans kona ertu
Jóhann Helgi Hannesson leikmaður Þórs var með sterkan norðlenskar áherslur í orðavali sínu þegar hann lét Bjarna Guðjónsson heyra það í Frostaskjólinu í gær í 3-1 sigri KR gegn nýliðinum frá Akureyri. Jóhann hefur eflaust ekki veitt því athygli að fyrir utan völlinn voru hljóðnemar fyrir útsendingu Stöðvar 2 sport og það fór ekkert á milli mála að Jóhann var ósáttur við fyrirliða KR. Atvikið var til umræðu í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær þar sem að Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Magnús Gylfason fóru yfir stöðuna.

Hannes: Frammistaðan okkur ekki til framdráttar
"Þetta var alls ekki ásættanlegt. Okkar frammistaða í dag er okkur ekki til framdráttar. Það er alveg ljóst," sagði Hannes Þorsteinn Sigurðsson, markaskorari FH-inga, eftir jafnteflið við Víking í kvöld.

Andri: Hefðum getað tekið þrjú stig
"Það er mjög ásættanlegt að fá stig hér. Það var mikið vinnuframlag hjá mínu liði og við gáfum þeim engan frið. FH klárlega betra fótboltaliðið en ég skal ekkert segja um hvort þeirra leikur hafi verið áhrifaríkari. Eftir á að hyggja hefði ég verið sáttur við þrjú stig miðað við færin sem við sköpuðum," sagði Andri Marteinsson, þjálfari Víkings, eftir jafnteflið við FH í kvöld.

Björn Daníel: Mætum til leiks eins og aumingjar
FH-ingurinn Björn Daníel Sverrisson var að vonum svekktur eftir leikinn gegn Víking í kvöld enda gátu FH-ingar lítið í leiknum og máttu þakka fyrir stigið.

Helgi Sig: Við hefðum átt að vinna
Hinn 37 ára gamli Helgi Sigurðsson var magnaður í liði Víkings í kvöld. Hann hljóp endalaust og sífellt að gera varnarmönnum FH lífið leitt með dugnaði sínum.

Heimir: Hugarfarið er vandamál liðsins
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var þungur á brún eftir jafnteflið gegn Víkingi í dag. Heimir kom ekki út úr búningsklefa FH fyrr en um hálftíma eftir leik þegar flestir fjölmiðlar voru farnir heim á leið.

Pepsimörkin: Mörkin og öll tilþrifin úr 3. umferð
Fjórðu umferð Pepsi-deildarinnar í fótbolta lýkur í kvöld með þremur leikjum og verður leikur KR gegn nýliðum Þórs frá Akureyri í beinni útsendingu á Stöð 2 sport kl 20.00. Að venju verður fjallað um umferðina í samantektarþættinum Pepsi-mörkin kl. 22 í kvöld þar sem að Hörður Magnússon fer yfir gang mála ásamt þeim Hjörvari Hafliðasyni og Magnúsi Gylfasyni. Öll mörkin úr þriðju umferðinni er að finna á sjónvarpshlutanum á visir.is. Leik FH og Víkings verður lýst í beinni netútvarpslýsingu á visir.is.

Leiðinlegur endir á góðu afmæli - myndir
Þórarinn Ingi Valdimarsson var hetja ÍBV í gær sem vann dramatískan sigur á Val á afmælisdegi Valsara. Frábær dagur á Hlíðarenda fékk leiðinlegan endi.

KR á toppinn - myndir
KR-ingar komust á topp Pepsi-deildar karla í gær þegar Vesturbæingar unnu góðan sigur á Víkingi, 2-0.

Þorvaldur: Menn voru að leggja sig fram hér í kvöld
„Ég er nokkuð ánægður að hafa haldið markinu hreinu og náð í þetta fyrsta stig,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir leikinn við Fylkismenn í kvöld. Fram gerði markalaust jafntefli við Fylki í Árbænum í nokkuð bragðdaufum leik.

Ólafur: Jafntefli sanngjörn úrslit
„Mér fannst við ekki verðskulda neitt annað en eitt stig út úr þessum leik,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn í kvöld. Fylkir gerði 0-0 jafntefli við Fram í heldur tíðindalitlum leik.

Pepsimörkin: Mörkin úr 2. umferð og rafmögnuð tónlist
Það er nóg um að vera í Pepsideild karla í fótbolta þessa dagana en 2. umferð lauk í gær og sú 3. fer fram á miðvikudaginn. Öll mörkin og tilþrifin úr leikjum helgarinnar voru sýnd í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 í gær og er hægt að sjá samantekt af því helsta með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

Rúnar: Ásættanlegt stig
„Þetta er ásættanlegt stig sem við erum að fá hér í kvöld,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn í gær.

Willum: Sorgleg frammistaða hjá Gunnari
„Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði og mér fannst strákarnir berjast eins og ljón allan leikinn,“sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn í kvöld.

Atli Viðar: Vildum kvitta fyrir síðasta leik
FH vann góðan 4-1 sigur á Breiðabliki á heimavelli í kvöld þar sem að Atli Viðar Björnsson skoraði eitt mark sinna manna.