Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Myndband sýnir hraunið renna úr sprungunni

Veðurstofa Íslands birti nú á tólfta tímanum myndband af eldgosinu sem hófst í kvöld í Geldingadal við Fagradalsfjall. Myndbandið sýnir hraun renna úr sprungunni sem talin er um 200 metra löng.

Innlent
Fréttamynd

Auddi rétt slapp en Jón Jónsson varð eftir

Fjöldi skemmtikrafta steig á svið á Skjálftatónleikum Fjölbrautarskóla Suðurnesja í Hljómahöllinni í kvöld. Á sama tíma og ballið fór fram fór að gjósa í Fagradalsfjalli og hefur Reykjanesbrautinni verið lokað vegna þessa.

Lífið
Fréttamynd

„Það var eiginlega talið að þetta væri í rénun“

Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að eldgosið sem nú er hafið við Fagradalsfjall hafi komið honum – og líklega öðrum bæjarbúum – á óvart. Í morgun hafi litið út fyrir að virknin væri í rénun. Hann segir að staðsetning gossins virðist jafnframt góð gagnvart Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Reykjanesbraut lokað

Reykjanesbraut hefur verið lokað vegna eldgossins sem hófst í Fagradalsfjalli nú í kvöld. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.

Innlent
Fréttamynd

Gos hafið í Geldingadal

Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Smám saman dregið úr kvikuvirkni

Vísindamenn vita ekki að svo stöddu hvað veldur skjálftahrinu á Reykjanestá. Um er að ræða algengan skjálftastað og gæti hreinlega verið tilviljun að hún eigi sér stað á sama tíma og kvikuinnskot á sér stað á Reykjanesskaga.

Innlent
Fréttamynd

Tryggingar gegn náttúru­ham­förum

Náttúruöflin hafa svo sannarlega minnt á sig að undanförnum misserum. Nýliðið ár hófst með snjóflóðum á Flateyri og lauk með aurskriðum á Seyðisfirði. Undanfarnar vikur hafa einkennst af stöðugum jarðskjálftum á Reykjanesskaga sem búa okkur undir frekari jarðhræringar og jafnvel eldgos.

Skoðun
Fréttamynd

„Vonandi fáum við einhverja viðvörun“

BBC fjallar á vef sínum í dag um jarðskjálftahrinuna sem verið hefur viðvarandi á Reykjanesskaga síðastliðnar þrjár vikur. „Ísland skelfur vegna meira en 50 þúsund jarðskjálfta á þremur vikum“ er yfirskrift umfjöllunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

„Rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði“

Rúmlega 400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti. Þar af hafa þrír þeirra verið yfir þremur að stærð, sá stærsti varð klukkan 02:37 og var 3,3 að stærð. Upptök hans voru 1,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli.

Innlent
Fréttamynd

Lík­legasta gossvæðið færst frá Nátthaga að Fagra­dals­fjalli

Líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hefur færst aftur frá Nátthaga norðaustur eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna og byggist á greiningu á skjálftavirkni síðasta sólarhringinn, úrvinnslu úr GPS mælingum og gervihnattamyndum.

Innlent
Fréttamynd

Hætta á ferðum víðar en í fjalllendi

Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum hvetur göngufólk til að gæta varúðar í fjalllendi á Reykjanesskaga en grjóthrun hefur orðið í kjölfar öflugra jarðskjálfta á Reykjanesskaga undanfarna daga.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum

Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð.

Innlent
Fréttamynd

Staða fatlaðs fólks í hamförum

Margir Íslendingar hafa eflaust síðustu vikur og mánuði leitt hugann að hamförum og neyðarástandi, eftir langan tíma með COVID-19 heimsfaraldrinum og nú nýverið vegna jarðskjálfta og yfirvofandi eldgoss.

Skoðun