Evrópumeistarar Spánverja þurfa að fara erfiðu leiðina að þriðja Evrópumeistaratitlinum í röð eftir að þeir misstu efsta sæti riðilsins til Króatíu í kvöld.
Spánn komst í 1-0 á móti Króatíu og þurfti bara jafntefli til þess að vinna riðilinn. Króatarnir jöfnuðu fyrir hlé og nýtt sér síðan vel að Sergio Ramos lét verja frá sér vítaspyrnu í seinni hálfleiknum.
Það var síðan Ivan Perisic sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok og tryggði Króatíu efsta sætið í D-riðlinum. Þetta var fyrsta tap Spánar í úrslitakeppni EM í tólf ár eða síðan á EM í Portúgal 2004.
Króatarnir léku án stórstjarnanna Luka Modric og Mario Mandzukic en sýndu gríðarlegan styrk og karakter að koma til baka á móti svona sterku liði.
Tapið þýðir hinsvegar að í stað þess að mæta einu af liðunum sem endaði í 3. sæti í sínum riðli þá bíður Spánverja leikur á móti Ítölum í sextán liða úrslitunum.
Það er ekki nóg með það því takist Spánverjum að vinna Ítali á mánudaginn kemur mætir liðið væntanlega Þýskalandi í átta liða úrslitunum.
Þýskaland mætir einu af liðunum úr þriðja sæti í sextán liða úrslitunum og síðan bíður leikur á móti annaðhvort Ítalíu eða Spáni.
Í undanúrslitaleiknum mæta þessi lið síðan annaðhvort heimamönnum í Frakklandi eða Englandi sem eru líkleg til að mætast í átta liða úrslitunum.
Frakkar mæta einu af liðunum úr þriðja sæti en Englendinga bíður leikur á móti liðinu í öðru sæti í riðli Íslands. Það gæti orðið Ísland.
Afdrifaríkt tap fyrir Spánverja í kvöld | Erfið leið framundan á EM
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti



„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn