Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Una Sighvatsdóttir skrifar 7. júlí 2016 19:18 Stjórnarskrármálið er búið að velkjast í kerfinu í langan tíma. Nú eru komin fram þrjú frumvörp að breytingum sem gætu orðið að veruleika gangi allt eftir, en það er skammur tími til stefnu. Alþingi kemur saman að nýju 15. ágúst. Verði kosningar um miðjan október hefur Alþingi því rúman mánuð til að afgreiða frumvörpin. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hyggst ræða við formenn hinna flokkanna í aðdraganda sumarþings til að sjá hvort möguleiki sé að ljúka málinu.Langt í að næsta tækifæri fyrir breytingar „Mér finnst allavega vera vel þess virði að velta því fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegt að nýta þann tíma sem síðsumarþingið gefur til þess að freista þess að ná þessum ákvæðum inn í stjórnarskrána,“ segir Sigurðu Ingi. „Þetta eru hlutir sem menn hafa talað fyrir lengi og það væri í það minnsta þess virði að láta á það reyna, því ellegar er býsna langt í að næsti gluggi opnist á breytingar á stjórnarskrá." Sigurður Ingi gerir ekki ráð fyrir að nýta bráðabirgðarákvæðið, um að unnt sé að breyta stjórnarskipunarlögum með þjóðaratkvæðagreiðslu, verði nýtt heldur verði það gert samkvæmt núverandi stjórnarskrá. „Við myndum samþykkja þetta á yfirstandandi þingi og aftur á nýju þingi eftir kosningar."Meiningarmunur milli nefndarmanna Frumvörpin þrjú eru í meginatriðum samhljóða þeim drögum sem stjórnarskrárnefnd kynnti í febrúar. Um 100 athugasemdir bárust en litlar breytingar voru gerðar og segir Páll Þórhallsson formaður nefndarinnar að meiningarmunur hafi verið meðal nefndarmanna um hve langt ætti að ganga. „Ég er allavega sáttur við að nefndin skilar af sér og það er alveg rétt hjá þér að þetta er búið að taka sinn tíma. Ég held allavega að tillögurnar endurspegli það sem er næst því að vera málamiðlun milli flokkanna og sáttagrundvöllur.“ Málið er nú úr höndum stjórnarskrárnefndar. Páll vill ekki leggja mat á hversu líklegt er að frumvörpin verði samþykkt af Alþingi, en ferlið allt sýni að rökræðulýðræði sé tímafrekt. „Ef menn vilja fara þá leið sem er reynd núna að alllir flokkar standi að málinu þá tekur það sinn tíma, jafnvel bara um þessi þrjú ákvæði.“ Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Stjórnarskrármálið er búið að velkjast í kerfinu í langan tíma. Nú eru komin fram þrjú frumvörp að breytingum sem gætu orðið að veruleika gangi allt eftir, en það er skammur tími til stefnu. Alþingi kemur saman að nýju 15. ágúst. Verði kosningar um miðjan október hefur Alþingi því rúman mánuð til að afgreiða frumvörpin. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hyggst ræða við formenn hinna flokkanna í aðdraganda sumarþings til að sjá hvort möguleiki sé að ljúka málinu.Langt í að næsta tækifæri fyrir breytingar „Mér finnst allavega vera vel þess virði að velta því fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegt að nýta þann tíma sem síðsumarþingið gefur til þess að freista þess að ná þessum ákvæðum inn í stjórnarskrána,“ segir Sigurðu Ingi. „Þetta eru hlutir sem menn hafa talað fyrir lengi og það væri í það minnsta þess virði að láta á það reyna, því ellegar er býsna langt í að næsti gluggi opnist á breytingar á stjórnarskrá." Sigurður Ingi gerir ekki ráð fyrir að nýta bráðabirgðarákvæðið, um að unnt sé að breyta stjórnarskipunarlögum með þjóðaratkvæðagreiðslu, verði nýtt heldur verði það gert samkvæmt núverandi stjórnarskrá. „Við myndum samþykkja þetta á yfirstandandi þingi og aftur á nýju þingi eftir kosningar."Meiningarmunur milli nefndarmanna Frumvörpin þrjú eru í meginatriðum samhljóða þeim drögum sem stjórnarskrárnefnd kynnti í febrúar. Um 100 athugasemdir bárust en litlar breytingar voru gerðar og segir Páll Þórhallsson formaður nefndarinnar að meiningarmunur hafi verið meðal nefndarmanna um hve langt ætti að ganga. „Ég er allavega sáttur við að nefndin skilar af sér og það er alveg rétt hjá þér að þetta er búið að taka sinn tíma. Ég held allavega að tillögurnar endurspegli það sem er næst því að vera málamiðlun milli flokkanna og sáttagrundvöllur.“ Málið er nú úr höndum stjórnarskrárnefndar. Páll vill ekki leggja mat á hversu líklegt er að frumvörpin verði samþykkt af Alþingi, en ferlið allt sýni að rökræðulýðræði sé tímafrekt. „Ef menn vilja fara þá leið sem er reynd núna að alllir flokkar standi að málinu þá tekur það sinn tíma, jafnvel bara um þessi þrjú ákvæði.“
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira