Sigmundur Davíð: „Þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2016 14:39 Formaður Framsóknarflokksins segir að niðurstöður kjördæmaþings flokksins í Norðausturkjördæmi gefi sér aukinn kraft. Vísir/Jói K. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem hann hlaut í kjöri á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrr í dag. Hann segir niðurstöðurnar gefa sér aukin kraft fyrir framhaldið en hann hafi þó ekki þorað að vonast eftir jafn góðri kosningu og hann hlaut en hann fékk 72 prósent atkvæða í efsta sæti listans. „Ég þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við Vísi. Hann segist hafa nýtt síðustu daga í að hitta og tala við kjósendur í Norðausturkjördæmi. „Ég hef orðið var við óvenju mikla velvild og þá ekki bara frá fólki í flokknum heldur einnig frá þeim sem maður hefur hitt á förnum vegi,“ segir Sigmundur Davíð. „Það virðist hafa raungerst með þessari niðurstöðu sem er ákaflega hvetjandi en maður er fyrst og fremst þakklátur fyrir þennan mikla stuðning.“ Sjá einng: „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“Hlaut Sigmundur Davíð 170 atkvæði í efsta sæti listans og fékk töluvert fleiri atkvæði en þingmennirnir Höskuldur Þórhallsson, Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir stefndu einnig á fyrsta sætið. Framundan er flokksþing Framsóknarflokksins sem fer fram 1.-2. október þar sem forysta flokksins verður endurkjörin eða endurnýjuð. Þrjú framsóknarfélög hafa í vikunni skorað á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér í embætti formanns. Sigmundur Davíð vonast þó til þess að flokksþingið verði til þess að sameina flokkinn. „Þetta gefur mér bara aukinn kraft fyrir framhaldið og ekki síst fyrir alþingiskosningarnar sem ég er farinn að hlakka til að taka þátt í. Ég er býsna bjartsýnn á að þetta flokksþing eigi að geta orðið til þess að þjappa flokknum saman og kynna öfluga stefnu fyrir kosningarnar,“ segir Sigmundur Davíð sem reiknar ekki með að Sigurður Ingi bjóði sig fram gegn sér í embætti formanns. „Það kæmi mér á óvart miðað við það sem hann hefur sagt áður.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55 „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“ Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi. 17. september 2016 13:58 Höskuldur tekur ekki sæti á lista Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. 17. september 2016 13:10 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan: Getur endað með ósköpum Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem hann hlaut í kjöri á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrr í dag. Hann segir niðurstöðurnar gefa sér aukin kraft fyrir framhaldið en hann hafi þó ekki þorað að vonast eftir jafn góðri kosningu og hann hlaut en hann fékk 72 prósent atkvæða í efsta sæti listans. „Ég þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við Vísi. Hann segist hafa nýtt síðustu daga í að hitta og tala við kjósendur í Norðausturkjördæmi. „Ég hef orðið var við óvenju mikla velvild og þá ekki bara frá fólki í flokknum heldur einnig frá þeim sem maður hefur hitt á förnum vegi,“ segir Sigmundur Davíð. „Það virðist hafa raungerst með þessari niðurstöðu sem er ákaflega hvetjandi en maður er fyrst og fremst þakklátur fyrir þennan mikla stuðning.“ Sjá einng: „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“Hlaut Sigmundur Davíð 170 atkvæði í efsta sæti listans og fékk töluvert fleiri atkvæði en þingmennirnir Höskuldur Þórhallsson, Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir stefndu einnig á fyrsta sætið. Framundan er flokksþing Framsóknarflokksins sem fer fram 1.-2. október þar sem forysta flokksins verður endurkjörin eða endurnýjuð. Þrjú framsóknarfélög hafa í vikunni skorað á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér í embætti formanns. Sigmundur Davíð vonast þó til þess að flokksþingið verði til þess að sameina flokkinn. „Þetta gefur mér bara aukinn kraft fyrir framhaldið og ekki síst fyrir alþingiskosningarnar sem ég er farinn að hlakka til að taka þátt í. Ég er býsna bjartsýnn á að þetta flokksþing eigi að geta orðið til þess að þjappa flokknum saman og kynna öfluga stefnu fyrir kosningarnar,“ segir Sigmundur Davíð sem reiknar ekki með að Sigurður Ingi bjóði sig fram gegn sér í embætti formanns. „Það kæmi mér á óvart miðað við það sem hann hefur sagt áður.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55 „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“ Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi. 17. september 2016 13:58 Höskuldur tekur ekki sæti á lista Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. 17. september 2016 13:10 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan: Getur endað með ósköpum Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55
„Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“ Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi. 17. september 2016 13:58
Höskuldur tekur ekki sæti á lista Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. 17. september 2016 13:10