Oddný segir af sér sem formaður Samfylkingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2016 16:31 Oddný Harðardóttir hefur sagt af sér sem formaður Samfylkingarinnar. Þetta tilkynnti hún fjölmiðlamönnum á Bessastöðum að loknum fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Oddný mun þó áfram gegna þingmennsku fyrir flokkinn. Samfylkingin galt afhroð í nýafstöðnum kosningum til Alþingis þar sem flokkurinn fékk aðeins þrjá þingmenn á þing. Reynsluboltar á borð við Össur Skarphéðinsson, Helga Hjörvar og Árna Pál Árnason náðu ekki sæti á Alþingi. Hún sagði við fréttamenn á Bessastöðum rétt í þessu að hún hefði tekið ákvörðunina um að hætta fljótlega innra með sér þegar niðurstöður kosninganna lágu fyrir en ákvað það ekki endilega fyrr en að hafa rætt við flokksmenn. Oddný tók við sem formaður flokksins í júní þar sem hún hafði betur í formannsslag. Hlaut hún 59,9 prósent atkvæða. Sjá einnig:Getuleysi og forsjárhyggja banabiti Samfylkingarinnar Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu frá Oddnýju: Ég tók við sem formaður á miklum erfiðleikatímum í Samfylkingunni, tæpum fimm mánuðum fyrir kosningar. Á þeim stutta tíma tókst ekki að snúa við erfiðri stöðu flokksins og niðurstaða kosninganna er mér mikil vonbrigði. Samfylkingin náði ekki árangri í þessum kosningum, en það kemur dagur eftir þennan dag og við höldum áfram. Það er afar mikilvægt að það skapist friður innan flokksins svo hægt sé að byggja starfið upp að nýju. Ég ætla að leggja mig alla fram við þá vinnu sem framundan er við að efla Samfylkinguna, því sjaldan hefur verið mikilvægara en nú að rödd jafnaðarmanna heyrist kröftuglega í íslenskum stjórnmálum og á Alþingi. Afgerandi niðurstöður kosninganna kalla hins vegar á afgerandi viðbrögð. Ég hef því ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Samfylkingarinnar. Logi Einarsson, varaformaður og nýkjörinnþingmaður Norðausturkjördæmis, tekur nú við stjórn flokksins. Kosningar 2016 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Oddný Harðardóttir hefur sagt af sér sem formaður Samfylkingarinnar. Þetta tilkynnti hún fjölmiðlamönnum á Bessastöðum að loknum fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Oddný mun þó áfram gegna þingmennsku fyrir flokkinn. Samfylkingin galt afhroð í nýafstöðnum kosningum til Alþingis þar sem flokkurinn fékk aðeins þrjá þingmenn á þing. Reynsluboltar á borð við Össur Skarphéðinsson, Helga Hjörvar og Árna Pál Árnason náðu ekki sæti á Alþingi. Hún sagði við fréttamenn á Bessastöðum rétt í þessu að hún hefði tekið ákvörðunina um að hætta fljótlega innra með sér þegar niðurstöður kosninganna lágu fyrir en ákvað það ekki endilega fyrr en að hafa rætt við flokksmenn. Oddný tók við sem formaður flokksins í júní þar sem hún hafði betur í formannsslag. Hlaut hún 59,9 prósent atkvæða. Sjá einnig:Getuleysi og forsjárhyggja banabiti Samfylkingarinnar Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu frá Oddnýju: Ég tók við sem formaður á miklum erfiðleikatímum í Samfylkingunni, tæpum fimm mánuðum fyrir kosningar. Á þeim stutta tíma tókst ekki að snúa við erfiðri stöðu flokksins og niðurstaða kosninganna er mér mikil vonbrigði. Samfylkingin náði ekki árangri í þessum kosningum, en það kemur dagur eftir þennan dag og við höldum áfram. Það er afar mikilvægt að það skapist friður innan flokksins svo hægt sé að byggja starfið upp að nýju. Ég ætla að leggja mig alla fram við þá vinnu sem framundan er við að efla Samfylkinguna, því sjaldan hefur verið mikilvægara en nú að rödd jafnaðarmanna heyrist kröftuglega í íslenskum stjórnmálum og á Alþingi. Afgerandi niðurstöður kosninganna kalla hins vegar á afgerandi viðbrögð. Ég hef því ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Samfylkingarinnar. Logi Einarsson, varaformaður og nýkjörinnþingmaður Norðausturkjördæmis, tekur nú við stjórn flokksins.
Kosningar 2016 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira