Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 18:45 Rúnar Kárason í hörðum slag. vísir/afp Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. Eftir frábæran fyrri hálfleik var valtað yfir strákana okkar gegn sterkum Frökkum í Lille. HM-ævintýrinu er því lokið þetta árið en liðið fer heim með mikla reynslu í farteskinu. Þeir féllu út með mikilli sæmd. Það höfðu margir áhyggjur af því að 28 þúsund áhorfendur myndu hræða okkar menn svo rosalega að það yrði keyrt yfir þá í upphafi leiks. Það var sko öðru nær. Á meðan okkar menn mættu með kassann úti virtist hið reynda lið Frakklands vera drullustressað. Með þjóðina á herðunum og allt það. Okkar menn gengu á lagið og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins. Það var yndislegt að heyra þöngina í húsinu er strákarnir röðuðu inn mörkunum. Nikola Karabatic skoraði fyrsta mark Frakkanna eftir fimm og hálfa mínútu. Strákarnir okkar héldu áfram að spila frábæra vörn og uppstilltur sóknarleikur var sá besti til þessa á mótinu. Smám saman klóruðu heimamenn sig inn í leikinn og eftir korter náðu þeir í fyrsta skipti að jafna, 7-7. Fimm mínútum síðar voru Frakkar komnir yfir í fyrsta skipti, 9-8. Vörnin farin að smella hjá Frökkunum og maður beið eftir að þeir settu í fimmta gírinn. Það var bara ekkert í boði hjá okkar mönnum. Þeir gáfu ekki tommu eftir og munurinn aðeins eitt mark, 14-13, í hálfleik. Stórkostleg frammistaða í fyrri hálfleiknum og með smá klókindum hefði íslenska liðið getað verið yfir. Það voru fáir varðir boltar og eftir mikinn aga í sókninni fyrstu 20 mínúturnar komu óþarflega margir tapaðir boltar á síðustu tíu mínútunum. Ólafur Guðmundsson var að eiga sinn langbesta leik á mótinu, Rúnar klúðraði svolítið framan af en kom svo sterkur til baka. Við fengum ekki mark úr horni eða línu heldur í hálfleiknum en við fengum frábæra vörn, hugrekki og ákveðni sem skilaði liðinu því að það var enn inn í leiknum. Eins og strákarnir byrjuðu fyrri hálfleikinn vel þá byrjuðu þeir þann seinni jafn illa. Þeir tóku léleg skot, köstuðu boltanum frá sér hvað eftir annað og Frakkar gengu á lagið. Þegar aðeins fimm mínútur voru búnar af hálfleiknum voru heimamenn komnir með fimm marka forskot, 19-14. Geir Sveinsson varð að taka leikhlé. Menn algjörlega búnir að missa hausinn og meira að segja vörnin hætt að virka. Markvarslan engin sem fyrr. Vörn Frakka var vissulega frábær en sóknarleikurinn var of hægur og ekki sama hugrekki hjá okkur mönnum og í fyrri hálfleik. Því er nú verr og miður. Fyrra leikhlé Geirs skilaði nákvæmlega engu og hann neyddist til að taka seinna leikhléið sitt eftir aðeins ellefu mínútur í síðari hálfleik. Staðan 23-16 og verið að labba yfir drengina okkar við mikla kátínu 28 þúsund Frakka í höllinni. Eftir að hafa aðeins tapað einum bolta fyrstu 20 mínútur leiksins tapaði liðið fimm á síðustu tíu. Það tapaði svo aftur fimm boltum á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Það er einfaldlega allt, allt of mikið. Geir prófaði að spila með sjö í sókn og við það lagaðist sóknarleikurinn aðeins. Svo kom vörn og markvarsla. Við það opnaðist smá rifa á glugganum. 24-20 og tólf mínútur eftir. Það verður ekki tekið af strákunum okkar að þeir eru með stórt hjarta. Þeir bara neituðu að gefast upp og köstuðu sér á alla bolta. Það var því miður bara ekki nóg. Andstæðingurinn of sterkur og strákarnir urðu að játa sig sigraða en þeir skildu svo sannarlega allt eftir á gólfinu. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. Eftir frábæran fyrri hálfleik var valtað yfir strákana okkar gegn sterkum Frökkum í Lille. HM-ævintýrinu er því lokið þetta árið en liðið fer heim með mikla reynslu í farteskinu. Þeir féllu út með mikilli sæmd. Það höfðu margir áhyggjur af því að 28 þúsund áhorfendur myndu hræða okkar menn svo rosalega að það yrði keyrt yfir þá í upphafi leiks. Það var sko öðru nær. Á meðan okkar menn mættu með kassann úti virtist hið reynda lið Frakklands vera drullustressað. Með þjóðina á herðunum og allt það. Okkar menn gengu á lagið og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins. Það var yndislegt að heyra þöngina í húsinu er strákarnir röðuðu inn mörkunum. Nikola Karabatic skoraði fyrsta mark Frakkanna eftir fimm og hálfa mínútu. Strákarnir okkar héldu áfram að spila frábæra vörn og uppstilltur sóknarleikur var sá besti til þessa á mótinu. Smám saman klóruðu heimamenn sig inn í leikinn og eftir korter náðu þeir í fyrsta skipti að jafna, 7-7. Fimm mínútum síðar voru Frakkar komnir yfir í fyrsta skipti, 9-8. Vörnin farin að smella hjá Frökkunum og maður beið eftir að þeir settu í fimmta gírinn. Það var bara ekkert í boði hjá okkar mönnum. Þeir gáfu ekki tommu eftir og munurinn aðeins eitt mark, 14-13, í hálfleik. Stórkostleg frammistaða í fyrri hálfleiknum og með smá klókindum hefði íslenska liðið getað verið yfir. Það voru fáir varðir boltar og eftir mikinn aga í sókninni fyrstu 20 mínúturnar komu óþarflega margir tapaðir boltar á síðustu tíu mínútunum. Ólafur Guðmundsson var að eiga sinn langbesta leik á mótinu, Rúnar klúðraði svolítið framan af en kom svo sterkur til baka. Við fengum ekki mark úr horni eða línu heldur í hálfleiknum en við fengum frábæra vörn, hugrekki og ákveðni sem skilaði liðinu því að það var enn inn í leiknum. Eins og strákarnir byrjuðu fyrri hálfleikinn vel þá byrjuðu þeir þann seinni jafn illa. Þeir tóku léleg skot, köstuðu boltanum frá sér hvað eftir annað og Frakkar gengu á lagið. Þegar aðeins fimm mínútur voru búnar af hálfleiknum voru heimamenn komnir með fimm marka forskot, 19-14. Geir Sveinsson varð að taka leikhlé. Menn algjörlega búnir að missa hausinn og meira að segja vörnin hætt að virka. Markvarslan engin sem fyrr. Vörn Frakka var vissulega frábær en sóknarleikurinn var of hægur og ekki sama hugrekki hjá okkur mönnum og í fyrri hálfleik. Því er nú verr og miður. Fyrra leikhlé Geirs skilaði nákvæmlega engu og hann neyddist til að taka seinna leikhléið sitt eftir aðeins ellefu mínútur í síðari hálfleik. Staðan 23-16 og verið að labba yfir drengina okkar við mikla kátínu 28 þúsund Frakka í höllinni. Eftir að hafa aðeins tapað einum bolta fyrstu 20 mínútur leiksins tapaði liðið fimm á síðustu tíu. Það tapaði svo aftur fimm boltum á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Það er einfaldlega allt, allt of mikið. Geir prófaði að spila með sjö í sókn og við það lagaðist sóknarleikurinn aðeins. Svo kom vörn og markvarsla. Við það opnaðist smá rifa á glugganum. 24-20 og tólf mínútur eftir. Það verður ekki tekið af strákunum okkar að þeir eru með stórt hjarta. Þeir bara neituðu að gefast upp og köstuðu sér á alla bolta. Það var því miður bara ekki nóg. Andstæðingurinn of sterkur og strákarnir urðu að játa sig sigraða en þeir skildu svo sannarlega allt eftir á gólfinu.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira