"Ég verð brjálaður," sagði Aron Pálmarsson aðspurður um það hvort hann yrði svekktur ef Ísland vinnur ekki Makedóníu, en liðin mætast í undankeppni EM í Laugardalshöllinni í kvöld.
Ísland leikur gríðarlega mikilvægan leik gegn Makedóníu í undankeppninni í kvöld og eftir tap liðsins í Makedóníu á fimmtudaginn er ljóst að þessi leikur verður að vinnast.
Aron Pálmarsson segir að leikmenn liðsins séu gagnrýnastir á sig sjálfa og dragi ekkert úr því þegar þeir ræða sín á milli um það sem betur má fara og hvað þarf að laga.
Aron missti af HM í Frakklandi í janúar sl. og segist staðráðinn í að missa ekki af næsta stórmóti, sem er EM í janúar nk.
Viðtal við Aron má sjá í spilaranum hér að ofan.
Aron: Ég ætla ekki að horfa á annað stórmót í sófanum heima
Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar
Mest lesið



Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn




„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti

Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn

Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti