Kristján vann Einvígið á Nesinu í annað sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2017 17:38 Kristján með sigurlaunin. vísir/andri marinó Kristján Þór Einarsson vann Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, sem fór fram á Nesvellinum í dag. Þetta er í annað sinn sem Kristján vinnur Einvígið á Nesinu en hann afrekaði það einnig árið 2014. Ellefu kylfingar tóku þátt að þessu sinni. Venju samkvæmt var leikinn níu holu höggleikur í morgun. Þar lék Björgvin Sigurbergsson best, eða á tveimur höggum undir pari vallarins. Eftir hádegið hófst svo Einvígið sjálft þar sem einn keppandi datt út á hverri holu þangað til tveir börðumst um sigurinn á 9. holu. Kristján og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson stóðu síðastir eftir og hafði sá fyrrnefndi betur á endanum. Að móti loknu var svo verðlaunaafhending og keppendum afhendur þakklætisvottur fyrir þátttökuna. Mótið var að venju góðgerðarmót og afhenti Auður Þórarinsdóttir frá DHL á Íslandi Guðjóni Jóhannssyni frá Vinaliðaliðaverkefninu eina milljón króna en verkefnið leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum.Lokastaðan í Einvíginu á Nesinu 2017: 1. Kristján Þór Einarsson, GM 2. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS 3. Birgir Björn Magnússon, GK 4. Björgvin Sigurbergsson, GK 5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 6. Björgvin Þorsteinsson, GA 7. Ingvar Andri Magnússon, GR 8. Úlfar Jónsson, GKG 9. Oddur Óli Jónasson, NK 10. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 11. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kristján Þór Einarsson vann Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, sem fór fram á Nesvellinum í dag. Þetta er í annað sinn sem Kristján vinnur Einvígið á Nesinu en hann afrekaði það einnig árið 2014. Ellefu kylfingar tóku þátt að þessu sinni. Venju samkvæmt var leikinn níu holu höggleikur í morgun. Þar lék Björgvin Sigurbergsson best, eða á tveimur höggum undir pari vallarins. Eftir hádegið hófst svo Einvígið sjálft þar sem einn keppandi datt út á hverri holu þangað til tveir börðumst um sigurinn á 9. holu. Kristján og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson stóðu síðastir eftir og hafði sá fyrrnefndi betur á endanum. Að móti loknu var svo verðlaunaafhending og keppendum afhendur þakklætisvottur fyrir þátttökuna. Mótið var að venju góðgerðarmót og afhenti Auður Þórarinsdóttir frá DHL á Íslandi Guðjóni Jóhannssyni frá Vinaliðaliðaverkefninu eina milljón króna en verkefnið leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum.Lokastaðan í Einvíginu á Nesinu 2017: 1. Kristján Þór Einarsson, GM 2. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS 3. Birgir Björn Magnússon, GK 4. Björgvin Sigurbergsson, GK 5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 6. Björgvin Þorsteinsson, GA 7. Ingvar Andri Magnússon, GR 8. Úlfar Jónsson, GKG 9. Oddur Óli Jónasson, NK 10. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 11. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR
Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira