Bandaríkjamenn töpuðu fyrir neðsta liðinu og Aron missir af HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 08:30 Michael Bradley, fyrirliði bandaríska landsliðsins, gengur vonsvikinn af velli í nótt. Vísir/Getty Aron Jóhannsson og félagar hans í bandaríska landsliðinu verða ekki með á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Aron valdi að spila fyrir bandaríska landsliðið fyrir HM 2014 í Brasilíu en nú fjórum árum seinna er íslenska landsliðið á leið á HM á sama tíma og Bandaríkjamenn sitja heima. Bandaríkjamenn byrjuðu kvöldið í þriðja og síðasta sætinu sem gaf farseðil á HM úr Norður- og Mið-Ameríkuriðlinum en töpuðu 2-1 á móti Trínidad og Tóbagó og enduðu í fimmta sæti riðilsins. Þeir misstu því ekki aðeins af því að tryggja sig strax inn á HM heldur einnig af möguleikanum að komast til Rússlands í gegnum umspil. Mexíkó og Kosta Ríka voru áður búin að tryggja sér sæti á HM en barist var um þriðja og síðasta sætið í nótt. Fjórða sætið gaf síðan sæti í umspili um laust sæti. Panama verða með á HM í fyrsta sinn en umdeilt sigurmark á 88. mínútu tryggði Panama 2-1 sigur á Kosta Ríka og þar með þriðja og síðasta sætið úr Norður- og Mið-Ameríkuriðlinum sem gefur farseðil á HM í Rússlandi.Final-day #WCQ drama leaves Panama set for maiden #WorldCuphttps://t.co/D6PlVdrKGIpic.twitter.com/aIXFPyOADI — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017Panama reach first #WorldCup Honduras seal play-off spot USA miss out Stunning CONCACAF #WCQ finale Review https://t.co/V5JX0SUP9apic.twitter.com/eDC3Ye2NrR — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 Markið sem kom Panama á HM skoraði Gabriel Torres en það leit þó út fyrir að boltinn hafi aldrei farið yfir marklínuna. Ronald Matarrita virtist hafa bjargað á linu en dómarinn, Walter Lopez frá Gvatemala, dæmdi hinsvegar mark. Bandaríkjamenn duttu alla leið niður í fimmta sætið en Hondúras fer aftur á móti í umspilsleiki við Ástralíu um eitt laust sæti á HM næsta sumar. Bandaríska liðið vann 4-0 sigur á Panama fyrir nokkrum dögum en sá sigur dugði skammt þegar riðillinn var gerður upp. „Við höfðum þetta allt í hendi okkar. Við klúðruðum þessu og höfum engar afsakanir. Við áttum alltaf að ganga af þessum velli með að minnsta kosti eitt stig. Við eigum aldrei að missa af HM og ég tek fulla ábyrgð á þessu,“ sagði Bruce Arena, landsliðsþjálfari Bandaríkjamanna, eftir leikinn.QUALIFIED! Congratulations, Panama! Los Canaleros will make their #WorldCup debut in Russia! #WCQpic.twitter.com/OG0oU2CsIT — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Aron Jóhannsson og félagar hans í bandaríska landsliðinu verða ekki með á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Aron valdi að spila fyrir bandaríska landsliðið fyrir HM 2014 í Brasilíu en nú fjórum árum seinna er íslenska landsliðið á leið á HM á sama tíma og Bandaríkjamenn sitja heima. Bandaríkjamenn byrjuðu kvöldið í þriðja og síðasta sætinu sem gaf farseðil á HM úr Norður- og Mið-Ameríkuriðlinum en töpuðu 2-1 á móti Trínidad og Tóbagó og enduðu í fimmta sæti riðilsins. Þeir misstu því ekki aðeins af því að tryggja sig strax inn á HM heldur einnig af möguleikanum að komast til Rússlands í gegnum umspil. Mexíkó og Kosta Ríka voru áður búin að tryggja sér sæti á HM en barist var um þriðja og síðasta sætið í nótt. Fjórða sætið gaf síðan sæti í umspili um laust sæti. Panama verða með á HM í fyrsta sinn en umdeilt sigurmark á 88. mínútu tryggði Panama 2-1 sigur á Kosta Ríka og þar með þriðja og síðasta sætið úr Norður- og Mið-Ameríkuriðlinum sem gefur farseðil á HM í Rússlandi.Final-day #WCQ drama leaves Panama set for maiden #WorldCuphttps://t.co/D6PlVdrKGIpic.twitter.com/aIXFPyOADI — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017Panama reach first #WorldCup Honduras seal play-off spot USA miss out Stunning CONCACAF #WCQ finale Review https://t.co/V5JX0SUP9apic.twitter.com/eDC3Ye2NrR — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 Markið sem kom Panama á HM skoraði Gabriel Torres en það leit þó út fyrir að boltinn hafi aldrei farið yfir marklínuna. Ronald Matarrita virtist hafa bjargað á linu en dómarinn, Walter Lopez frá Gvatemala, dæmdi hinsvegar mark. Bandaríkjamenn duttu alla leið niður í fimmta sætið en Hondúras fer aftur á móti í umspilsleiki við Ástralíu um eitt laust sæti á HM næsta sumar. Bandaríska liðið vann 4-0 sigur á Panama fyrir nokkrum dögum en sá sigur dugði skammt þegar riðillinn var gerður upp. „Við höfðum þetta allt í hendi okkar. Við klúðruðum þessu og höfum engar afsakanir. Við áttum alltaf að ganga af þessum velli með að minnsta kosti eitt stig. Við eigum aldrei að missa af HM og ég tek fulla ábyrgð á þessu,“ sagði Bruce Arena, landsliðsþjálfari Bandaríkjamanna, eftir leikinn.QUALIFIED! Congratulations, Panama! Los Canaleros will make their #WorldCup debut in Russia! #WCQpic.twitter.com/OG0oU2CsIT — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira