Geir vandar íþróttafréttamönnum ekki kveðjurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. desember 2017 05:51 Geir Þorsteinsson ákvað í upphafi árs að gefa ekki kost á sér aftur sem formaður Knattspyrnusambands Íslands. VÍSIR/ANTON Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð hlutskörpust í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna en hún lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröðinni í golfi.Sjá einnig: Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég erÓlafía Þórunn Kristinsdóttir var að vonum hin ánægðasta er hún fékk hinn hóflega stóra verðlaunagrip í hendurnar gærkvöldi.Vísir/ErnirÍ næstu tveimur sætum á eftir henni í vali íþróttafréttamannanna voru knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson en sá síðarnefndi hreppti útnefninguna á síðasta ári. Íþróttaárið þeirra var engu minna gjöfult; íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, með þá tvo innanborðs, tryggði sér meðal annars þátttökurétt á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Fyrir vikið varð liðið hlutskarpast í kjörinu á liði síðasta ár sem jafnframt var verðlaunað í gærkvöldi og þjálfari þess, Heimir Hallgrímsson, var valinn þjálfari ársins. Geir vildi engu að síður meir og sakaði íþróttafréttamennina sem stóðu að kjörinu um þekkingarleysi. Á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi kallaði hann eftir breytingum. „Þetta gengur ekki lengur,“ skrifaði Geir og lagði til að kjörið á íþróttamanni ársins yrði kynjaskipt. „Þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins.“ Hann treysti þó ekki íþróttafréttamönnum til að standa að valinu. Hann vilji þess í stað „fá til verkefnisins hundruði [sic] aðila sem til þekkja.“ Færslu Geirs má sjá hér að neðan.Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!— Geir Thorsteinsson (@FootballGeir) December 28, 2017 Tengdar fréttir Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. 28. desember 2017 20:31 Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. 28. desember 2017 22:15 Aðeins 43 stigum munaði á Ólafíu og Aroni Einari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson varð í öðru sæti 28. desember 2017 21:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð hlutskörpust í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna en hún lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröðinni í golfi.Sjá einnig: Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég erÓlafía Þórunn Kristinsdóttir var að vonum hin ánægðasta er hún fékk hinn hóflega stóra verðlaunagrip í hendurnar gærkvöldi.Vísir/ErnirÍ næstu tveimur sætum á eftir henni í vali íþróttafréttamannanna voru knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson en sá síðarnefndi hreppti útnefninguna á síðasta ári. Íþróttaárið þeirra var engu minna gjöfult; íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, með þá tvo innanborðs, tryggði sér meðal annars þátttökurétt á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Fyrir vikið varð liðið hlutskarpast í kjörinu á liði síðasta ár sem jafnframt var verðlaunað í gærkvöldi og þjálfari þess, Heimir Hallgrímsson, var valinn þjálfari ársins. Geir vildi engu að síður meir og sakaði íþróttafréttamennina sem stóðu að kjörinu um þekkingarleysi. Á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi kallaði hann eftir breytingum. „Þetta gengur ekki lengur,“ skrifaði Geir og lagði til að kjörið á íþróttamanni ársins yrði kynjaskipt. „Þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins.“ Hann treysti þó ekki íþróttafréttamönnum til að standa að valinu. Hann vilji þess í stað „fá til verkefnisins hundruði [sic] aðila sem til þekkja.“ Færslu Geirs má sjá hér að neðan.Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!— Geir Thorsteinsson (@FootballGeir) December 28, 2017
Tengdar fréttir Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. 28. desember 2017 20:31 Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. 28. desember 2017 22:15 Aðeins 43 stigum munaði á Ólafíu og Aroni Einari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson varð í öðru sæti 28. desember 2017 21:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. 28. desember 2017 20:31
Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. 28. desember 2017 22:15
Aðeins 43 stigum munaði á Ólafíu og Aroni Einari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson varð í öðru sæti 28. desember 2017 21:30