Bolton getur ekki borgað laun en setti á fót matarsöfnun Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. maí 2019 07:00 Bolton hefur séð sælli daga vísir/getty Veturinn hefur verið erfiður fyrir Bolton Wanderers, innan sem utan vallar. Starfsfólk félagsins hefur ekki fengið greidd laun fyrir vinnu í aprílmánuði og nú hefur félagið sett upp matarsöfnun fyrir starfsfólk sitt. Bolton féll niður í ensku C-deildina í vor og hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum í vetur. Ásamt því að starfsfólk hafi ekki fengið greitt hafa leikmenn liðsins heldur ekki fengið borgað, hvorki fyrir mars né apríl. Í samstarfi við fyrirtæki í nágrenninu hefur Bolton sett upp matarbanka fyrir starfsfólk sitt þar sem mátti nálgast, pasta, dósamat, hrísgrjón, frosnar máltíðir og hreinlætisvörur. „Það er mikill misskilningur að allir innan fótboltans séu á kóngalaunum. Mikið af starfsfólkinu á bak við tjöldin er á mjög lágum launum,“ sagði Phil Mason, talsmaður Bolton. „Starfsfólkið þarf að borga af húslánum eða leigu, það þarf að bera mat á borðið fyrir fjölskyldur sínar og komast í og frá vinnu.“ Þá hefur samfélagssjóði félagsins borist aðstoð frá öðru félagi, sem ekki hefur verið opinberlega nefnt en BBC segir líklega vera Preston North End. „Það er gríðarlega ánægjulegt að við höfum fengið aðstoð frá félagi í Championshipdeildinni,“ sagði Mason. „Félagið gaf okkur stóra upphæð í formi afsláttarmiða í Asda og Sainsbury's [breskar matvöruverslanir] og við getum notað þá í að nálgast meiri birgðir í matarbankann fyrir starfsfólkið.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Bolton í greiðslustöðvun og byrjar næsta tímabil með tólf stig í mínus Allt í steik hjá Bolton Wanderers. 8. maí 2019 10:28 Leik Bolton aflýst vegna verkfalls leikmanna Bolton Wanderers getur ekki stillt upp liði í næstsíðustu umferð ensku B-deildarinnar þar sem leikmenn liðsins neita að mæta í leikinn vegna vangoldinna launa. 27. apríl 2019 11:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Veturinn hefur verið erfiður fyrir Bolton Wanderers, innan sem utan vallar. Starfsfólk félagsins hefur ekki fengið greidd laun fyrir vinnu í aprílmánuði og nú hefur félagið sett upp matarsöfnun fyrir starfsfólk sitt. Bolton féll niður í ensku C-deildina í vor og hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum í vetur. Ásamt því að starfsfólk hafi ekki fengið greitt hafa leikmenn liðsins heldur ekki fengið borgað, hvorki fyrir mars né apríl. Í samstarfi við fyrirtæki í nágrenninu hefur Bolton sett upp matarbanka fyrir starfsfólk sitt þar sem mátti nálgast, pasta, dósamat, hrísgrjón, frosnar máltíðir og hreinlætisvörur. „Það er mikill misskilningur að allir innan fótboltans séu á kóngalaunum. Mikið af starfsfólkinu á bak við tjöldin er á mjög lágum launum,“ sagði Phil Mason, talsmaður Bolton. „Starfsfólkið þarf að borga af húslánum eða leigu, það þarf að bera mat á borðið fyrir fjölskyldur sínar og komast í og frá vinnu.“ Þá hefur samfélagssjóði félagsins borist aðstoð frá öðru félagi, sem ekki hefur verið opinberlega nefnt en BBC segir líklega vera Preston North End. „Það er gríðarlega ánægjulegt að við höfum fengið aðstoð frá félagi í Championshipdeildinni,“ sagði Mason. „Félagið gaf okkur stóra upphæð í formi afsláttarmiða í Asda og Sainsbury's [breskar matvöruverslanir] og við getum notað þá í að nálgast meiri birgðir í matarbankann fyrir starfsfólkið.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Bolton í greiðslustöðvun og byrjar næsta tímabil með tólf stig í mínus Allt í steik hjá Bolton Wanderers. 8. maí 2019 10:28 Leik Bolton aflýst vegna verkfalls leikmanna Bolton Wanderers getur ekki stillt upp liði í næstsíðustu umferð ensku B-deildarinnar þar sem leikmenn liðsins neita að mæta í leikinn vegna vangoldinna launa. 27. apríl 2019 11:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Bolton í greiðslustöðvun og byrjar næsta tímabil með tólf stig í mínus Allt í steik hjá Bolton Wanderers. 8. maí 2019 10:28
Leik Bolton aflýst vegna verkfalls leikmanna Bolton Wanderers getur ekki stillt upp liði í næstsíðustu umferð ensku B-deildarinnar þar sem leikmenn liðsins neita að mæta í leikinn vegna vangoldinna launa. 27. apríl 2019 11:30