Íslensku landsliðshestarnir eru allir við hestaheilsu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júlí 2019 22:08 Allir hestarnir sem munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Belgíu í næsta mánuði eru við hestaheilsu því þeir hafa allir farið í læknisskoðun hjá dýralækni og fengið toppskoðun þar. Sautján hestar verða fluttir út á næstunni en enginn þeirra fær að snúa heim aftur. „Hræðilegt“, segir einn knapinn. Dýralæknaskoðunin fór fram á Grænhól í Ölfusi þar sem Helgi Sigurðsson, dýralæknir landsliðsins skoðaða hestana frá toppi til táar til að athuga hvort þeir séu keppnishæfir.Helgi Sigurðsson, dýralæknir íslenska hestalandsliðsins.Vísir/MHHÞetta þarf bara að vera í lagi „Þá er verið að skoða hvort það sé í lagi með fætur, hvort þeir séu óhaltir, ekki aumir í baki og svo er verið að skoða munn. Þetta eru snertifletir, sem hestamennskan býður upp á, það er bakið þar sem þyngd knapans er og við erum að toga upp á tennurnar á þeim, þetta þarf bara að vera í lagi“, segir Helgi Sigurðsson, dýralæknir. Í landsliðinu eru tuttugu og tveir hestar, þar af eru fimm hestar erlendis, þannig að það verða sautján hestar, sem verða fluttir úr landi á næstu dögum. Hver hestur fær passa áður en hann fer út.Olil Able, hestaeigandi til hægri.Vísir/MHHAllir fá sinn passa „Allir hestar fá passa þegar þeir fara úr landi þar sem kemur fram lýsing á hestinum, örmerkjanúmer og séreinkenni, eins og sveipir í hári, það þarf að teikna allavega fimm sveipi til að skilgreina að þetta sé rétta dýrið, sem er að fara út landi", segir Þórunn Eyvindsdóttir, sem sér meðal annars um útflutning hestanna. Olil Amble mun keppa á Álfaranum í fimmgangi en hann er úr ræktun hennar og Bergs frá Syðri Gegnishólum í Flóahreppi, 10 vetra gamall, frábær hestur, sem fær þó ekki að snúa heim aftur eins og engin af þeim hestum, sem munu keppa á heimsmeistaramótinu.Verður hræðilegt að kveðja hestinn En verður ekki erfitt að kveðja hestinn? „Jú, það verður hræðilegt, ég ætlaði aldrei að selja þennan hest og það er búið að vera mjög erfið ákvörðun en nú er ákvörðunin komin“.Eyrún Ýr Pálsdóttir, hestaeigandi.Vísir/MHHHesturinn ber sama nafn og hún Eyrún Ýr Pálsdóttir mun keppa á nöfnu sinni Eyrúnu Ýr, sem er sex vetra frá Hásæti. En af hverju eru þær nöfnur? „það var nú þannig að ég bjargaði henni sem folaldi. Ég var á leiðinni úr Reykjavík, Fjölnir Þorgeirsson ræktaði þessa hryssu, og var með hrossin sín í Kotströnd í Ölfusi alveg við veginn. Svo er ég á leiðinni heim seint um kvöld og sé að tryppin hans eru að hamast í einhverju, ég sá að þetta var eitthvað hvítt og hélt að þetta væri rúlluplast, en hægði á mér og fór að skoða þetta og þá var það þannig að mamma hennar var köstuð og búin að missa folaldið frá sér, tryppin voru að hamast í því og hryssan komin frá, þannig að ég náði að koma þeim saman aftur. Fjölnir var svo ánægður með þetta að hann skýrði hana Eyrúnu Ýr“, segir Eyrún Ýr. Hestar Ölfus Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Allir hestarnir sem munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Belgíu í næsta mánuði eru við hestaheilsu því þeir hafa allir farið í læknisskoðun hjá dýralækni og fengið toppskoðun þar. Sautján hestar verða fluttir út á næstunni en enginn þeirra fær að snúa heim aftur. „Hræðilegt“, segir einn knapinn. Dýralæknaskoðunin fór fram á Grænhól í Ölfusi þar sem Helgi Sigurðsson, dýralæknir landsliðsins skoðaða hestana frá toppi til táar til að athuga hvort þeir séu keppnishæfir.Helgi Sigurðsson, dýralæknir íslenska hestalandsliðsins.Vísir/MHHÞetta þarf bara að vera í lagi „Þá er verið að skoða hvort það sé í lagi með fætur, hvort þeir séu óhaltir, ekki aumir í baki og svo er verið að skoða munn. Þetta eru snertifletir, sem hestamennskan býður upp á, það er bakið þar sem þyngd knapans er og við erum að toga upp á tennurnar á þeim, þetta þarf bara að vera í lagi“, segir Helgi Sigurðsson, dýralæknir. Í landsliðinu eru tuttugu og tveir hestar, þar af eru fimm hestar erlendis, þannig að það verða sautján hestar, sem verða fluttir úr landi á næstu dögum. Hver hestur fær passa áður en hann fer út.Olil Able, hestaeigandi til hægri.Vísir/MHHAllir fá sinn passa „Allir hestar fá passa þegar þeir fara úr landi þar sem kemur fram lýsing á hestinum, örmerkjanúmer og séreinkenni, eins og sveipir í hári, það þarf að teikna allavega fimm sveipi til að skilgreina að þetta sé rétta dýrið, sem er að fara út landi", segir Þórunn Eyvindsdóttir, sem sér meðal annars um útflutning hestanna. Olil Amble mun keppa á Álfaranum í fimmgangi en hann er úr ræktun hennar og Bergs frá Syðri Gegnishólum í Flóahreppi, 10 vetra gamall, frábær hestur, sem fær þó ekki að snúa heim aftur eins og engin af þeim hestum, sem munu keppa á heimsmeistaramótinu.Verður hræðilegt að kveðja hestinn En verður ekki erfitt að kveðja hestinn? „Jú, það verður hræðilegt, ég ætlaði aldrei að selja þennan hest og það er búið að vera mjög erfið ákvörðun en nú er ákvörðunin komin“.Eyrún Ýr Pálsdóttir, hestaeigandi.Vísir/MHHHesturinn ber sama nafn og hún Eyrún Ýr Pálsdóttir mun keppa á nöfnu sinni Eyrúnu Ýr, sem er sex vetra frá Hásæti. En af hverju eru þær nöfnur? „það var nú þannig að ég bjargaði henni sem folaldi. Ég var á leiðinni úr Reykjavík, Fjölnir Þorgeirsson ræktaði þessa hryssu, og var með hrossin sín í Kotströnd í Ölfusi alveg við veginn. Svo er ég á leiðinni heim seint um kvöld og sé að tryppin hans eru að hamast í einhverju, ég sá að þetta var eitthvað hvítt og hélt að þetta væri rúlluplast, en hægði á mér og fór að skoða þetta og þá var það þannig að mamma hennar var köstuð og búin að missa folaldið frá sér, tryppin voru að hamast í því og hryssan komin frá, þannig að ég náði að koma þeim saman aftur. Fjölnir var svo ánægður með þetta að hann skýrði hana Eyrúnu Ýr“, segir Eyrún Ýr.
Hestar Ölfus Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira