Fréttir

Eldra fólk þurfi ekki að endur­nýja skír­teinið svo oft

Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lagt fram þingsályktunartillögu með það fyrir augum að innviðaráðherra endurskoði umferðarlög með tilliti til endurnýjunar ökuskírteina hjá eldra fólki. Málið varði hagsmuni eldra fólks og geti dregið úr álagi á heilbrigðiskerfið. Allir virðast sammála um tímabærar breytingar á reglunum að ræða.

Innlent

Fólk hvatt til að taka strætó

Bíllausi dagurinn er í dag og eru landsmenn hvattir til að skilja bílinn eftir heima. Til að auðvelda fólki þá er frítt í strætó um allt land.

Innlent

„Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“

Faðir manns sem glímdi við fíknivanda frá tólf ára aldri og svipti sig lífi tuttugu ára gamall segir kerfið hafa brugðist algjörlega. Neyðarvistun var eina úrræðið fyrir barn með fíknivanda og þar hafi strákurinn dvalið með langt gengnum eldri fíklum. Stofnanir sem eigi að grípa börn séu í raun völundarhús og drekkingarhylir.

Innlent

„Ég hata and­stæðing minn, fyrir­gefðu Erika“

Margir af áhrifamestu mönnum Bandaríkjanna komu saman á minningarathöfn Charlies Kirk, áhrifamikils áhrifavalds á hægri væng stjórnmála Bandaríkjanna, í Arizona í gær. Donald Trump, forseti, lokaði athöfninni með um 45 mínútna ávarpi en þar áður höfðu margir úr ríkisstjórn hans haldið ávörp en athöfnin stóð yfir í rúmar fimm klukkustundir og mættu tugir þúsunda manna.

Erlent

Kvart­milljón fyrir bólu­setningu eftir al­var­leg veikindi dóttur

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og kona hans greiddu 240 þúsund krónur til að láta bólusetja sig gegn ristli eftir að dóttir þeirra á sextugsaldri veiktist alvarlega af sjúkdómnum hér á landi. Norrænn hópur hefur til skoðunar hvort tilefni sé til að gera bólusetningu við ristli sem hluta af almenna bólusetningarkerfinu.

Innlent

Í fyrsta sinn fleiri börn með of­fitu en í undirþyngd

Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust reynast fleiri börn og unglingar á skólaaldri á heimsvísu glíma við offitu en undirþyngd samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Eitt af hverjum tíu börnum á heimsvísu glíma við offitu samkvæmt skýrslunni og er markaðssetning mikið unninna matvæla sögð meðal mögulegra sökudólga.

Erlent

Fyrir­gefur morðingjanum

Erika Kirk fyrirgefur manninum sem myrti eiginmann hennar. Kristur sjálfur hefði gert slíkt hið sama, sem og Charlie Kirk maður hennar heitinn. Hún segir að svarið við hatri sé ekki frekara hatur, heldur kærleikur og ást. 

Erlent

„Dýr­lingurinn“ aftur með leigubílaleyfi

Saint Paul Edeh er aftur kominn með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri eftir að þau voru tímabundið dregin til baka í ágúst síðastliðnum. Myndband fór í mikla dreifingu í síðasta mánuði þar sem Edeh sást öskurrífast við mexíkóska ferðamenn og loka skotti á höfuð annars þeirra.

Innlent

ESB myndi taka Ís­landi opnum örmum

Landsþing Viðreisnar var haldið á Grand Hótel um helgina. Á dagskrá voru meðal annars hringborðsumræður um ESB þar sem fulltrúar ASÍ, Samtaka Atvinnulífsins og sjávarútvegsins tóku þátt. 

Innlent

Braust inn og stal bjórkútum

Maður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í dag vegna gruns um innbrot og þjófnað á bjórkútum. Var hann vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann.

Innlent

Bein út­sending: Minningar­at­höfn Charli­e Kirk

Donald Trump Bandaríkjaforseti og JD Vance varaforseti eru meðal þeirra sem munu halda tölu á minningarathöfn til heiðurs Charlie Kirk í Arizona í dag. Athöfnin fer fram á State Farm leikvanginum sem rúmar um 63 þúsund manns og er troðfullur af fólki.

Erlent