Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Anna Sigrún Baldursdóttir, Anna Rut Kristjánsdóttir og Sveinbjörn Finnsson hafa verið ráðin aðstoðarmenn ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Innlent 24.1.2025 14:22
Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Úkraínumenn gerðu í nótt umfangsmikla drónaárás á nokkur skotmörk í Rússlandi. Árásin beindist að mestu gegn skotmörkum í Ryazan og þá sérstaklega olíuvinnslu þar og orkuveri. Árás var einnig gerð á verksmiðju í Bryansk, þar sem íhlutir í rafmagnstæki og vopn eru framleiddir. Erlent 24.1.2025 13:53
Af hverju er Trump reiður út í Panama? Fyrsta ferðalag Marco Rubio, nýs utanríkisráðherra Donalds Trump, verður til Panama. Trump hefur verið harðorður í garð Mið-Ameríkuríkisins en í innsetningarræðu sinni sagði Trump að Panamamenn hefðu komið illa fram við Bandaríkjamenn og að Kínverjar stjórnuðu nú Panamaskurðinum. Erlent 24.1.2025 13:32
Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Í hádegisfréttum fjöllum við um rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á árás ungmenna á mann sem þau töldu vera barnaníðing. Innlent 24.1.2025 11:44
Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Félag atvinnurekenda er meðal þeirra fjögurra þúsunda sem sent hafa inn í samráðsgátt vel útfærð en róttæk sparnaðarráð. Þar er meðal annars lögð til fækkun ríkisstarfsmanna og ráðningarstopp í stjórnsýslu. Innlent 24.1.2025 11:37
Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Meginorsök banaslyss á Vesturlandsvegi í janúar í fyrra var að ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir tvo vörubíla. Veðurskilyrði versnuðu skyndilega og ökumaðurinn sá ekki út um framrúðuna í aflíðandi beygju með framangreindum afleiðingum. Innlent 24.1.2025 11:10
Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Pete Hegseth, sjónvarpsmaðurinn og uppgjafahermaðurinn sem Donald Trump hefur tilnefnt í embætti varnarmálaráðherra, greiddi konu sem sakaði hann um kynferðisbrot árið 2017 fimmtíu þúsund dali. Það samsvarar um sjö milljónum króna. Erlent 24.1.2025 10:05
Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Síðustu þrjú ár hafa 817 einstaklingar leitað til gistiskýlanna í Reykjavík vegna heimilisleysis. Í fyrra leituðu alls 394 einstaklingar til neyðarskýla en 423 árið áður. Fjöldinn í fyrra er sambærilegur þeim sem var 2022 þegar 391 leitaði í neyðarskýlin. Fjöldinn sem hefur leitað í gistiskýlin er fjölbreyttur en alls eru ríkisföng þessara 817 einstaklinga 45. Innlent 24.1.2025 09:01
Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt beiðni Eiríks Björns Björgvinssonar, nýs þingmanns Viðreisnar, um tímabundið leyfi frá störfum hans sem sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs borgarinnar. Samþykkt var að veita honum leyfi í allt að fimm ár. Innlent 24.1.2025 08:18
Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Óveðrið Eowyn gengur nú yfir Bretlandseyjar og Írland er veðrið þegar farið að valda vandræðum. Þannig hefur fjölmörgum flugferðum verið aflýst á flugvöllunum í Glasgow, Edinborg og í Dyflinni. Erlent 24.1.2025 07:51
Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Þýskalandi hefur nú lofað því að herða landamæraeftirlit og flýta fyrir brottvísunum hælisleitenda úr landi ef hann verður næsti kanslari Þýskalands. Erlent 24.1.2025 07:46
Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu, en norðaustan átta til þrettán metrar á austanverðu landinu. Veður 24.1.2025 07:12
Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Foreldrar sextíu barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Í bréfinu er að finna alvarlegar kvartanir vegna starfshátta á leikskólanum. Innlent 24.1.2025 07:01
Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Lögregla hefur handtekið þrjá, vegna gruns um stórfelldrar líkamsárásar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar fyrir verkefni gærvköldsins og næturinnar. Innlent 24.1.2025 06:33
Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Írar undirbúa komu stormsins Éowyn sem nálgast strendur landsins. Búist er við að stormurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar en rauð veðurviðvörun verður í gildi á öllu landinu. Erlent 23.1.2025 23:39
Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Tjón varð á húsi í Dyrhólahverfi síðdegis í dag vegna eldinga. Nokkrar eldingar mældust á svæðinu. Innlent 23.1.2025 22:24
Lögbann sett á tilskipun Trumps Bandarískur alríkisdómari hefur frestað gildistöku forsetatilskipunar Trump um afnám réttinda til bandarísks ríkisborgararéttar við fæðingu um fjórtán daga með bráðabirgðalögbanni. Erlent 23.1.2025 21:47
Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi segir tilskipanir nýs forseta Bandaríkjanna mikið reiðarslag fyrir borgara landsins. Ný lög hafa vakið upp ótta meðal innflytjenda. Erlent 23.1.2025 21:23
Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Listamaðurinn Snorri Ásmundsson, sem einn hefur lýst yfir framboði til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins, segist sigurviss. Það er þrátt fyrir að eiga ekki sæti á landsfundi flokksins eins og sakir standa. Hann reynir nú að ráða úr því bót. Innlent 23.1.2025 21:03
„Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. Innlent 23.1.2025 20:31
„Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Úrskurður sem fellir úr gildi heimild fyrir búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í JL húsinu er enn annar áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Úrskurðurinn kom forstjóra Vinnumálastofnunar í opna skjöldu. Innlent 23.1.2025 19:00
52 ár fyrir Southport-morðin Átján ára karlmaður sem játaði að hafa stungið þrjár ungar stelpur til bana í Southport á Englandi var dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi. Morðin ollu miklum óeirðum í Bretlandi. Erlent 23.1.2025 18:50
Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. Innlent 23.1.2025 18:15
Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Úrskurður sem fellir úr gildi heimild fyrir búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í JL húsinu er enn annar áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við forstjóra Vinnumálastofnunar, sem segir úrskurðinn hafa komið sér í opna skjöldu. Innlent 23.1.2025 18:10