Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur líklegt að hitamet verði slegið á aðfangadag og jóladag. Það sé klárt að það verði rauð jól. Í stað þess að ökumenn þurfi að hafa varann á vegna snjókomu og hálku þurfa þeir frekar að huga að vindhviðum og rigningu. Veður 22.12.2025 18:10
Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði segir að færu kosningar eins og glæný könnun Maskínu væri glæný staða komin upp í íslenskum stjórnmálum. Við skoðum könnunina og fáum Ólaf til að rýna í hana með okkur í kvöldfréttum. Innlent 22.12.2025 18:06
Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Skólameistari Borgarholtsskóla hafði samband við utanríkisráðherra sama dag og tilkynnt var að staða hans yrði auglýst til umsóknar að loknum skipunartíma hans. Utanríkisráðherra upplýsti forsætisráðherra um vendingarnar. Þá fékk forsætisráðherra að vita að hugmyndir væru uppi um að fækka skólameisturum. Innlent 22.12.2025 17:08
Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Breskt félag hefur stefnt Samherja fyrir hönd ríkisfyrirtækis í Namibíu um hundrað og fjörutíu milljarða íslenskra króna og verður dæmt í málinu í Bretlandi. Forstjóri fyrirtækisins segir að þegar hafi verið gripið til varnar í Bretlandi. Upphæðin sé súrealísk og hærri en eigið fé Samherja. Innlent 22.12.2025 13:01
Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk á að leggja í sérmerkt bílastæði í kirkjugörðum höfuðborgarsvæðisins og að aka aðeins á malbikuðum vegum ætli það að heimsækja látna ástvini sína um hátíðarnar. Kirkjugarðarnir verða opnir allar hátíðarnar og má búast við mikilli umferð. Innlent 22.12.2025 12:40
Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum Í hádegisfréttum verður rætt við forstjóra Samherja sem segir að breskt fyrirtæki hafi nú stefnt Samherja og krefjist hundrað og fjörutíu milljarða króna í bætur. Innlent 22.12.2025 11:38
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
„Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Viðbrögð við söfnun fyrir fjölskyldu íslensku stúlkunnar, sem lést í bílslysi í Suður-Afríku á miðvikudag, hafa verið góð. Skipuleggjandi söfnunarinnar segir harminn ólýsanlegan og hvetur fólk til að leggja hönd á plóg til að létta undir með móðurinni. Innlent 22.12.2025 11:21
Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Ásgeir Elvar Garðarsson, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, hefur ákveðið að sækjast eftir að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í leiðtogaprófkjöri 31. janúar næstkomandi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Innlent 22.12.2025 10:17
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Bandaríski varaforsetinn sagði gestum á ráðstefnu ungra íhaldsmanna um helgina að hvítt fólk þyrfti ekki lengur að skammast sín fyrir kynþátt sinn á sama tíma og hann neitaði að fordæma rasista innan hreyfingarinnar. Erlent 22.12.2025 09:30
„Þetta hefur verið þungur tími“ Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja segir það hafa verið erfitt fyrir pabba hans, Þorstein Má, og alla fjölskylduna að hann hafi verið með stöðu grunaðs manns í um fimmtán ár. Hann segir ásakanir gegn honum þungar. Málið sé í eðlilegum farvegi hjá Héraðssaksóknara en hann óski þess að málinu ljúki fljótlega. Hann segist stoltur taka við af föður sínum sem forstjóri og sjá mörg tækifæri í íslenskum sjávarútvegi. Innlent 22.12.2025 09:23
Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Rússneskur hershöfðingi var ráðinn af dögum í morgun í Moskvu höfuðborg Rússlands. Erlent 22.12.2025 07:58
Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Lögregluyfirvöld í Ástralíu telja að skipulagning hryðjuverkaárásarinnar á Bondi-strönd hafi staðið yfir í marga mánuði. Þá hafi feðgarnir Naveed Akram, 24 ára, og Sajid Akram, 50 ára, búið til myndskeið í anda Ríki íslam, æft sig í notkun skotvopna og sprengjusmíðum. Erlent 22.12.2025 07:56
Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því á Truth Social í gær að hann hefði skipað Jeff Landry, ríkisstjóra Louisiana, sem sérlegan sendifulltrúa sinn í málefnum Grænlands. Erlent 22.12.2025 07:14
Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Ákveðin suðaustanátt er nú á landinu og milt. Það verða skúrir sunnantil á landinu í dag, einkum síðdegis þar sem myndarlegar dembur geta gert vart við sig. Veður 22.12.2025 07:11
Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Atvinnuvegaráðuneytið hefur á þessu ári keypt ráðgjöf og þjónustu af samskipta- og almannatengslafyrirtækinu Athygli ehf. fyrir tæpar 3,5 milljónir króna, meðal annars í tengslum við breytingar á lögum um veiðigjald. Allt árið í fyrra greiddi sama ráðuneyti rúmar hundrað þúsund krónur fyrir þjónustu almannatengla, þá af fyrirtækinu Góðum samskiptum ehf. Innlent 22.12.2025 06:47
Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Steve Witkoff, sendifulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði átt uppbyggilegar og árangursríkar viðræður við fulltrúa Úkraínu og Evrópu í Flórída. Erlent 22.12.2025 06:39
Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Norskur maður á þrítugsaldri sem hafði verið sakfelldur fyrir nauðgun hefur nú verið sýknaður eftir að dómstólar tóku aftur upp málið. Sérfræðingar mátu svo að maðurinn kynni að hafa sjaldgæfa svefnröskun er nefnist sexómnía og er fólgin í því að fólk sýni kynferðislega hegðun í svefni. Erlent 21.12.2025 23:33
Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir fjölskyldu íslensku stúlkunnar sem lést í bílslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Vinkona móður stúlkunnar, sem og bróður hennar hvern hún var að heimsækja, stendur fyrir söfnuninni. Innlent 21.12.2025 23:29
Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Kyngimögnuð norðurljósasýning blasti við Ágústu Helgu Kristinsdóttur þegar hún steig úr bílnum sínum á Granda í kvöld, einmitt á vetrarsólstöðum. Um er að ræða svokallaða norðurljósahviðu. Innlent 21.12.2025 23:11
Færir nýársboðið fram á þrettándann Nýársboð forseta verður haldið á þrettánda degi jóla frekar en á nýársdag eins og hefð gerir ráð fyrir. Forsetaritari segir þetta gert til þess að komast til móts við ábendingar gesta sem vilji frekar verja nýársdegi með fjölskyldu sinni. Innlent 21.12.2025 21:05
Málið sem Trump getur ekki losað sig við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans í Hvíta húsinu eru sagðir hafa vonast til þess að geta losnað við vandræðin sem fylgt hafa máli Jeffreys Epstein í vikunni. Það átti að gerast með opinberun Epstein-skjalanna svokölluðu sem dómsmálaráðuneytið átti að birta í heilu lagi á föstudaginn. Erlent 21.12.2025 20:02
Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan þrjú vegna bílveltu á þjóðveginum skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Fjórir erlendir ferðamenn hafa verið fluttir á sjúkrahús og er einn þeirra alvarlega slasaður. Innlent 21.12.2025 19:07
Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur aftur lagt fram tillögu um stofnun hverfislögreglustöðvar í Breiðholti. Hann segir ákall íbúa eftir slíkri stöð verða sífellt háværari. Innlent 21.12.2025 18:51
Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Tveggja ára drengur er látinn eftir fall úr fjölbýlishúsi í íbúðahverfinu Høje Gladsaxe á höfuðborgarsvæði Kaupmannahafnar í Danmörku í dag. Málið er rannsakað sem manndráp, að sögn lögreglu. Erlent 21.12.2025 18:34