Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík sem nýta ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá heilan mánuð ókeypis. Þá verður einnig veittur afsláttur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Miðað er við að breytingarnar taki gildi um áramótin. Innlent 2.10.2025 15:35
Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Nýráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, Arnar Már Magnússon, var í lykilhlutverki í ákvörðun flugfélagsins Play að reka eingöngu þotur frá Airbus í A320-línunni. Arnar var í hópi stofnenda Play, gegndi stöðu forstjóra í fyrstu en var einnig flugrekstrarstjóri. Innlent 2.10.2025 15:33
Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Hjónin Rebekka Rún Sigurgeirsdóttir og Bergur Vilhjálmsson sjá fram á að vera föst í Barcelona á Spáni næstu mánuði vegna kvilla sem kom upp á meðgöngu Rebekku. Þau vonast til þess að komast heim fyrir jól en hafa þangað til ekki í nein hús að venda í Barcelona og halda til á spítala. Þau leita nú logandi ljósi að íbúð nálægt spítalanum til þess að geta fengið börn sín til sín. Innlent 2.10.2025 15:05
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent 2.10.2025 14:22
Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Innlent 2.10.2025 14:02
Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur boðið sig fram til áframhaldandi formennsku í flokknum. Landsþing Miðflokksins fer fram á Hilton Nordica í Reykjavík um þar næstu helgi. Innlent 2.10.2025 13:11
Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast Um 2500 börn bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar og hefur orðið mikil fjölgun á biðlista undanfarin fjögur ár. Bið barna eftir ADHD-greiningu getur verið á fimmta ár. Umboðsmaður barna kallar eftir aðgerðum stjórnvalda og segir áhyggjufullt hve mörg börn séu með stöðu sakbornings í ofbeldismálum. Innlent 2.10.2025 13:06
POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Þó nokkrir eru nú þegar rúmliggjandi að sögn Formanns samtaka um POTS-heilkennið eftir að Sjúkratryggingar Íslands hættu að greiða niður órannsakað meðferðarúrræði við heilkenninu gær. Mörg hundruð manns hafi nýtt sér úrræðið og eru samtökin komin með lögfræðing í málið. Innlent 2.10.2025 12:17
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknar á miðstjórnarfundi 18. október næstkomandi. Innlent 2.10.2025 11:55
Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Í hádegisfréttum fjöllum við um árásina sem gerð var á bænahús gyðinga í Manchester í morgun þar sem tveir hið minnsta létu lífið. Innlent 2.10.2025 11:39
Styttist í lok rannsóknar Það styttist í að lögregla ljúki rannsókn á máli þar sem kona er grunuð um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition. Konan gengur laus en er í farbanni til 27. nóvember. Innlent 2.10.2025 11:36
Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Yfir 45 Evrópuleiðtogar funda nú í Kaupmannahöfn, þar sem málefni Úkraínu og ögranir Rússa í garð nágrannaríkja sinna verða aðalumræðuefnið. Erlent 2.10.2025 10:43
Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Tveir eru látnir og þrír alvarlega særðir eftir hnífaárás við bænahús gyðinga við Middle Road í Crumpsall í Manchester í morgun. Boðað hefur verið til Cobra-fundar vegna atviksins og öryggisgæsla verður efld við önnur bænahús í dag. Erlent 2.10.2025 09:48
Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Hundruð íbúa Kabúl þustu út á götur borgarinnar í gær til að láta nágranna vita af því að internetsamband væri aftur komið á. Rof á fjarskiptaþjónustu hafði vakið miklar áhyggjur og jafnvel ótta, þar sem um var að ræða einu raunverulegu tengingu íbúa við umheiminn. Erlent 2.10.2025 09:19
Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Jarðskjálftahrina hófst við Grjótárvatn á Mýrum á Vesturlandi, norður af Borgarnesi rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Svæðið er hluti af Ljósufjallakerfinu. Innlent 2.10.2025 09:07
„Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Brynjar Níelsson, héraðsdómari og fyrrverandi þingmaður, segir 90 prósent þeirra sem eiga að greiða bætur fyrir ýmis brot sem þeir fremja ekki gera það. Ríkið greiði bætur þeirra sem ekki geta það en það sé hámark og lágmark og því stundum ekki hægt að innheimta allar bæturnar. Upphæðir bóta hafa verið þær sömu í þrettán ár. Innlent 2.10.2025 08:50
Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Stjórn Sjúkratrygginga Íslands verður lögð niður, biðtími eftir sjúkratryggingu við flutning til landsins stytt og stofnuninni veitt skýrari heimildir til að ákvarða hvort einstaklingur sé sjúkratryggður hérlendis á grundvelli búsetu. Innlent 2.10.2025 07:32
Skúrir og áfram milt í veðri Lægð vestur af landinu beinir suðlægum áttum yfir landið í dag og má reikna með sunnan og suðvestan golu og skúrum, en bjartviðri norðaustanlands. Veður 2.10.2025 07:10
Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Ísraelskir hermenn fóru í gærkvöldi og í nótt um borð í tugi báta og skipa sem tilheyra „Frelsisflotanum“ svokallaða og handtóku áhafnarmeðlimi og lögðu hald á skipin. Erlent 2.10.2025 07:01
Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Um það bil 750 þúsund ríkisstarfsmenn í Bandaríkjunum verða sendir í launalaust leyfi á meðan „lokun“ alríkisins stendur yfir. Starfsmenn sem sinna nauðsynlegri þjónustu, líkt og landamæragæslu, gætu þurft að vinna án þess að fá greitt fyrir. Erlent 2.10.2025 06:45
Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Íbúar við Grettisgötu í Reykjavík hafa hrundið af stað undirskriftarsöfnun þar sem þeir krefjast þess að framkvæmdir í götunni verði stöðvaðar og verkið endurskipulagt. Verkið hófst í apríl og átti að vera lokið í júní en nú er útlit fyrir að það standi út október. Íbúi segir borgina hafi látið vera að svara athugasemdum. Innlent 2.10.2025 06:00
Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Margrét Kristín Blöndal og félagar hennar um borð í skipinu Conscience halda ótrauð áfram í átt að Gasaströndinni. Ísraelski sjóherinn réðst um borð í fleiri skipa flotans á alþjóðlegu hafsvæði og handtók fjölda farþega. Fregnir hafa borist af því að ísraelski sjóherinn sprauti farþega með öflugum vatnsgusum og sleppi leiftursprengjum úr drónum um borð. Innlent 1.10.2025 23:02
Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Logi Már Einarsson ráðherra háskólamála segir ákvörðun Háskólaráðs Háskólans á Akureyri um að slíta viðræðum um sameiningu við Háskólann á Bifröst hafa komið sér á óvart. Ekkert slíkt hafi verið í farvatninu þegar hann ræddi við rektora skólanna fyrir fáeinum vikum síðan. Innlent 1.10.2025 22:32
Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Furðulegar tilfæringar mátti sjá á Akureyrarflugvelli í dag þegar gat var sagað á flugskýli til að troða þar inn framhluta flugvélar. Innlent 1.10.2025 21:40
Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Tveggja vikna tvíburum og tveggja ára bróður þeirra var á mánudag vísað frá Íslandi ásamt foreldrum sínum og þau send til Króatíu. Amma þeirra, frændi og frænka hafa haft alþjóðlega vernd hér á landi í nokkur ár en lögfræðingur fjölskyldunnar segir Útlendingastofnun hafa neitað að upplýsa króatísk stjórnvöld um mögulega fjölskyldusameiningu. Innlent 1.10.2025 21:38
Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Landsfundur Miðflokksins fer fram helgina 11. og 12 október og þar stendur til að kjósa varaformann flokksins. Embættið var lagt niður fyrir fjórum árum en nú á að taka það upp aftur. Framboðsfrestur rennur út á föstudaginn en tveir hafa ítrekað verið orðaðir við embættið sem hvorugur útilokar né staðfestir framboð. Innlent 1.10.2025 20:49
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu