Fréttir Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Í hádegisfréttum fjöllum við um hina miklu mengun sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi. Innlent 21.7.2025 11:37 Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Fjórir af sex köttum sem saknað er eftir eldsvoða í íbúð á Tryggvagötu aðfaranótt laugardags eru fundir. Tveggja er enn saknað og vinna sjálfboðaliðar að leitinni. Innlent 21.7.2025 11:03 Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Í morgun hafa mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu mælt há gildi brennisteinsdíoxíðs, og hafa hæstu tíu mínúta gildi farið upp í og yfir 2000 míkrógröm á rúmmeter. Eru þetta hæstu gildi brennisteinsdíoxíðs sem mælst hafa frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Innlent 21.7.2025 10:20 Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Fjölmennt lið slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu hefur unnið að því frá klukkan 14 í gær að ráða niðurlögum elds sem kom upp í stóru fjalli af trjákurli á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins við Hrísmýri á Selfossi. Innlent 21.7.2025 09:13 Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Öll störf almennra hópa í garðyrkju hjá Vinnuskóla Reykjavíkur fellur niður í dag vegna gosmengunar. Frá þessu er greint í skilaboðum frá Vinnuskólanum. Innlent 21.7.2025 09:04 Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Neysla á ketamíni hefur aukist verulega á síðustu árum og síaukið magn mælist í fráveitu. Lögregla hefur lagt hald á yfir þrjúhundruðfalt meira magn af efninu það sem af er ári en allt árið 2022. Innlent 21.7.2025 08:38 Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. Erlent 21.7.2025 07:20 Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til eftir að sást til ungmenna að renna sér niður sirkustjaldið við Háskóla Íslands. Innlent 21.7.2025 06:52 Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og enn er virkni í tveimur gígum. Gasmengun brennisteinsdíoxíðar mælist á suðvesturhorninu, ásamt gosmóðu. Innlent 21.7.2025 06:39 Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sýrlendingar búsettir hér á landi segja þjóðernishreinsun eiga sér stað í borginni Sweida. Ríkisstjórn landsins ætli að útrýma minnihlutahópum og hafi brotið gegn vopnahléi í gær. Innlent 20.7.2025 23:44 Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Einn fjögurra katta sem leitað hefur verið að í dag er fundinn. Fjórir kettir týndust eftir bruna í íbúðahúsnæði í Tryggvagötu í morgun. Það er í lagi með köttinn. Innlent 20.7.2025 23:31 Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sérsveit ríkislögreglustjóra hafði afskipti af útilegu nemenda við Menntaskólann í Reykjavík við Laugarvatn. Óboðnir gestir höfðu látið sjá sig og neitað að fara. Þeir sögðust vera vopnaðir hnífum. Innlent 20.7.2025 22:14 Kviknaði í haug af timburkurli Brunavarnir Árnessýslu eru við slökkvistörf á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Þar kviknaði eldur í stórum haug af timburkurli. Innlent 20.7.2025 21:33 „Þetta er ekki eiturgas“ Dæmi er um að fólk loki sig af með loftræstitæki vegna gosmóðunnar sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu í dag. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun vill að farið sé varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna. Innlent 20.7.2025 21:31 Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Íbúar á Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík eru sérstaklega kátir þessa dagana því til að lífga upp á tilveru fólksins var ákveðið að breyta gráum ljótum vegg fyrir utan heimilið í glæsilegt útilistaverk með íslenskri náttúru, fjöllum, sjó, verbúð, kúm og sjómanni á árabáti. Innlent 20.7.2025 20:04 „Lífið er miklu meira en peningar“ Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur vakið mikla athygli, annaðhvort fyrir vasklegan framgang í þágu hagsmuna almennings eða þá hagsmuna kvótakónga og stórútgerðarinnar. Það fer eftir því hvernig litið er á umtalaða hækkun veiðigjalda. Hann kemur úr auðugri fjölskyldu, hefur verið virkur á hlutabréfamarkaði og meðal annars fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum. Hann segir ástríðuna alltaf þá sömu, að hjálpa börnum og unglingum. Lífið sé svo miklu meira en peningar. Innlent 20.7.2025 19:06 Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Neysla á ketamíni hefur aukist verulega á síðustu árum og síaukið magn mælist í fráveitu. Lögregla hefur lagt hald á yfir þrjúhundruð falt meira magn af efninu það sem af er ári en allt árið 2022. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 20.7.2025 18:15 Drúsar mótmæla við sendiráðið Drúsar búsettir á Íslandi mótmæla nú fyrir utan bandaríska sendiráðið við Engjateig. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram en mikil átök hafa geisað á heimaslóðum drúsa í Sýrlandi sem hafa kostað marga lífið. Innlent 20.7.2025 17:49 Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Karlmaður var handtekinn í Hlíðahverfi fyrir að stinga öryggisvörð í brjóstið. Innlent 20.7.2025 17:19 Fjórir kettir týndust í brunanum Gæludýrasamtökin Dýrfinna lýsa eftir fjórum köttum sem týndust í brunanum við Tryggvagötu í morgun. Innlent 20.7.2025 16:54 Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Að minnsta kosti 67 íbúar á Gasa voru drepnir í skotárás Ísraelshers meðan þeir biðu í röð eftir matarskammti við matarstand Sameinuðu þjóðanna í norðurhluta Gasa í dag. Erlent 20.7.2025 16:37 Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Kona sem var tilnefnd „framúrskarandi ungur Íslendingur“ síðasta haust hefur nú formlega hlotið íslenskan ríkisborgararétt. Henni var brottvísað til Venesúela í vetur en er frá Suweida í Sýrlandi, þar sem blóðug átök hafa geisað síðustu viku. Hún segir margt líkt milli Suweida og Íslands. Innlent 20.7.2025 16:02 Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Maður á sextugsaldri sem var handtekinn eftir hnífstunguárás á Austurvelli í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Innlent 20.7.2025 15:33 Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Þrjátíu eru særðir, þar af sjö lífshættulega, eftir að maður ók bíl sínum í hóp fólks sem beið þess að komast inn á skemmtistað í LA í gærnótt. Lögregla segir manninum hafa verið sparkað út af staðnum fyrir að vera til vandræða skömmu áður en hann ók á hópinn. Erlent 20.7.2025 14:43 Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Borgarstjóri hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu sem tjaldsvæðiseigendur sögðu hafa „farið úr böndunum“. Innlent 20.7.2025 14:35 Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi á heimili hans. Meint nauðgun er sögð hafa átt sér stað í febrúar í fyrra. Innlent 20.7.2025 14:01 Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Sautján ára unglingur á leið til landsins frá Lundúnum með Play var settur á standby-miða og síðan skilinn eftir þegar ljóst var að flugvélin væri yfirfull. Foreldri í vinahópnum sem hann ferðaðist með segir fáránlegt að ungmenni sé sett á standby og þar með mögulega skilið eftir. Innlent 20.7.2025 13:37 Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Forseti Alþingis vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á hendur henni vegna beitingar 71. greinar þingskapalaga undir þinglok í síðustu viku á bug. Hún hafi verið að sinna skyldum sínum sem forseti þingsins þegar hún tók ákvörðun um beitingu hennar. Innlent 20.7.2025 13:12 Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra gerir alltaf meira og meira af því að sinna samfélagslöggæslu þar sem höfuðáhersla er lögð á náið samstarf lögreglu og nærsamfélagsins við löggæslustörf. Innlent 20.7.2025 13:06 Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Útilega nemenda úr Verzlunarskóla Íslands er sögð hafa farið úr böndunum og hyggst tjaldsvæðið ekki taka aftur á móti menntaskólahópum. Mikið fyllerí og partístand var á ungmennunum, öðrum tjaldgestum til mikilla ama. Innlent 20.7.2025 11:39 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Í hádegisfréttum fjöllum við um hina miklu mengun sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi. Innlent 21.7.2025 11:37
Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Fjórir af sex köttum sem saknað er eftir eldsvoða í íbúð á Tryggvagötu aðfaranótt laugardags eru fundir. Tveggja er enn saknað og vinna sjálfboðaliðar að leitinni. Innlent 21.7.2025 11:03
Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Í morgun hafa mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu mælt há gildi brennisteinsdíoxíðs, og hafa hæstu tíu mínúta gildi farið upp í og yfir 2000 míkrógröm á rúmmeter. Eru þetta hæstu gildi brennisteinsdíoxíðs sem mælst hafa frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Innlent 21.7.2025 10:20
Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Fjölmennt lið slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu hefur unnið að því frá klukkan 14 í gær að ráða niðurlögum elds sem kom upp í stóru fjalli af trjákurli á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins við Hrísmýri á Selfossi. Innlent 21.7.2025 09:13
Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Öll störf almennra hópa í garðyrkju hjá Vinnuskóla Reykjavíkur fellur niður í dag vegna gosmengunar. Frá þessu er greint í skilaboðum frá Vinnuskólanum. Innlent 21.7.2025 09:04
Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Neysla á ketamíni hefur aukist verulega á síðustu árum og síaukið magn mælist í fráveitu. Lögregla hefur lagt hald á yfir þrjúhundruðfalt meira magn af efninu það sem af er ári en allt árið 2022. Innlent 21.7.2025 08:38
Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. Erlent 21.7.2025 07:20
Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til eftir að sást til ungmenna að renna sér niður sirkustjaldið við Háskóla Íslands. Innlent 21.7.2025 06:52
Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og enn er virkni í tveimur gígum. Gasmengun brennisteinsdíoxíðar mælist á suðvesturhorninu, ásamt gosmóðu. Innlent 21.7.2025 06:39
Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sýrlendingar búsettir hér á landi segja þjóðernishreinsun eiga sér stað í borginni Sweida. Ríkisstjórn landsins ætli að útrýma minnihlutahópum og hafi brotið gegn vopnahléi í gær. Innlent 20.7.2025 23:44
Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Einn fjögurra katta sem leitað hefur verið að í dag er fundinn. Fjórir kettir týndust eftir bruna í íbúðahúsnæði í Tryggvagötu í morgun. Það er í lagi með köttinn. Innlent 20.7.2025 23:31
Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sérsveit ríkislögreglustjóra hafði afskipti af útilegu nemenda við Menntaskólann í Reykjavík við Laugarvatn. Óboðnir gestir höfðu látið sjá sig og neitað að fara. Þeir sögðust vera vopnaðir hnífum. Innlent 20.7.2025 22:14
Kviknaði í haug af timburkurli Brunavarnir Árnessýslu eru við slökkvistörf á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Þar kviknaði eldur í stórum haug af timburkurli. Innlent 20.7.2025 21:33
„Þetta er ekki eiturgas“ Dæmi er um að fólk loki sig af með loftræstitæki vegna gosmóðunnar sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu í dag. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun vill að farið sé varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna. Innlent 20.7.2025 21:31
Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Íbúar á Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík eru sérstaklega kátir þessa dagana því til að lífga upp á tilveru fólksins var ákveðið að breyta gráum ljótum vegg fyrir utan heimilið í glæsilegt útilistaverk með íslenskri náttúru, fjöllum, sjó, verbúð, kúm og sjómanni á árabáti. Innlent 20.7.2025 20:04
„Lífið er miklu meira en peningar“ Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur vakið mikla athygli, annaðhvort fyrir vasklegan framgang í þágu hagsmuna almennings eða þá hagsmuna kvótakónga og stórútgerðarinnar. Það fer eftir því hvernig litið er á umtalaða hækkun veiðigjalda. Hann kemur úr auðugri fjölskyldu, hefur verið virkur á hlutabréfamarkaði og meðal annars fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum. Hann segir ástríðuna alltaf þá sömu, að hjálpa börnum og unglingum. Lífið sé svo miklu meira en peningar. Innlent 20.7.2025 19:06
Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Neysla á ketamíni hefur aukist verulega á síðustu árum og síaukið magn mælist í fráveitu. Lögregla hefur lagt hald á yfir þrjúhundruð falt meira magn af efninu það sem af er ári en allt árið 2022. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 20.7.2025 18:15
Drúsar mótmæla við sendiráðið Drúsar búsettir á Íslandi mótmæla nú fyrir utan bandaríska sendiráðið við Engjateig. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram en mikil átök hafa geisað á heimaslóðum drúsa í Sýrlandi sem hafa kostað marga lífið. Innlent 20.7.2025 17:49
Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Karlmaður var handtekinn í Hlíðahverfi fyrir að stinga öryggisvörð í brjóstið. Innlent 20.7.2025 17:19
Fjórir kettir týndust í brunanum Gæludýrasamtökin Dýrfinna lýsa eftir fjórum köttum sem týndust í brunanum við Tryggvagötu í morgun. Innlent 20.7.2025 16:54
Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Að minnsta kosti 67 íbúar á Gasa voru drepnir í skotárás Ísraelshers meðan þeir biðu í röð eftir matarskammti við matarstand Sameinuðu þjóðanna í norðurhluta Gasa í dag. Erlent 20.7.2025 16:37
Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Kona sem var tilnefnd „framúrskarandi ungur Íslendingur“ síðasta haust hefur nú formlega hlotið íslenskan ríkisborgararétt. Henni var brottvísað til Venesúela í vetur en er frá Suweida í Sýrlandi, þar sem blóðug átök hafa geisað síðustu viku. Hún segir margt líkt milli Suweida og Íslands. Innlent 20.7.2025 16:02
Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Maður á sextugsaldri sem var handtekinn eftir hnífstunguárás á Austurvelli í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Innlent 20.7.2025 15:33
Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Þrjátíu eru særðir, þar af sjö lífshættulega, eftir að maður ók bíl sínum í hóp fólks sem beið þess að komast inn á skemmtistað í LA í gærnótt. Lögregla segir manninum hafa verið sparkað út af staðnum fyrir að vera til vandræða skömmu áður en hann ók á hópinn. Erlent 20.7.2025 14:43
Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Borgarstjóri hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu sem tjaldsvæðiseigendur sögðu hafa „farið úr böndunum“. Innlent 20.7.2025 14:35
Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi á heimili hans. Meint nauðgun er sögð hafa átt sér stað í febrúar í fyrra. Innlent 20.7.2025 14:01
Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Sautján ára unglingur á leið til landsins frá Lundúnum með Play var settur á standby-miða og síðan skilinn eftir þegar ljóst var að flugvélin væri yfirfull. Foreldri í vinahópnum sem hann ferðaðist með segir fáránlegt að ungmenni sé sett á standby og þar með mögulega skilið eftir. Innlent 20.7.2025 13:37
Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Forseti Alþingis vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á hendur henni vegna beitingar 71. greinar þingskapalaga undir þinglok í síðustu viku á bug. Hún hafi verið að sinna skyldum sínum sem forseti þingsins þegar hún tók ákvörðun um beitingu hennar. Innlent 20.7.2025 13:12
Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra gerir alltaf meira og meira af því að sinna samfélagslöggæslu þar sem höfuðáhersla er lögð á náið samstarf lögreglu og nærsamfélagsins við löggæslustörf. Innlent 20.7.2025 13:06
Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Útilega nemenda úr Verzlunarskóla Íslands er sögð hafa farið úr böndunum og hyggst tjaldsvæðið ekki taka aftur á móti menntaskólahópum. Mikið fyllerí og partístand var á ungmennunum, öðrum tjaldgestum til mikilla ama. Innlent 20.7.2025 11:39