Fréttir

Til­lögum Trumps lýst sem upp­gjöf

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna þrjá til fjóra daga til að samþykkja tillögur Bandaríkjamanna um að binda enda á átökin á Gasaströndinni. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni það hafa „mjög sorglegar“ afleiðingar.

Erlent

Fyrrum með­ferðar­heimili sett á sölu

Geldingalækur á Rangárvöllum, þar sem starfsemi meðferðarheimilisins Lækjarbakka fór áður fram, hefur verið sett á sölu. Starfseminni var hætt í húsnæðinu eftir að mygla fannst þar.

Innlent

Að­stoðar­maður AfD-leið­toga í fangelsi fyrir njósnir

Dómstóll í Dresen dæmdi aðstoðarmann fyrrverandi Evrópuþingmanns öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland í tæplega fimm ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Kínverja. Þingmaðurinn segist hafa verið grunlaus um njósnir aðstoðarmannsins þótt hann hafi sjálfur verið rannsakaður fyrir að þiggja mútur frá Kína og Rússlandi.

Erlent

Stranda­glópar slaga í tuttugu þúsund

Um það bil 9.300 Íslendingar sem áttu bókað flug heim að utan á næstu sjö dögum sitja fastir vegna gjaldþrots Play. Um 9.000 ferðamenn eru í sömu sporum hér á landi. Óskað hefur verið eftir því að flugfélög sem fljúga til Íslands bjóði upp á björgunarfargjöld.

Innlent

Sultuslakir stranda­glópar eftir heilsuferð til Split

Nú þegar rúmur sólarhringur er liðinn frá því að forsvarsmenn Play sögðu félagið fallið eru fjölmargir farþegar í vanda og reyna eftir fremsta megni að finna annað flug heim með hraði. Tvær konur í heilsuferð í Króatíu taka þó þessu verkefni með miklu æðruleysi enda var tilgangur ferðarinnar að efla líkamlega og andlega heilsu.

Innlent

Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár

Ekkert virðist geta komið í veg fyrir stöðvun reksturs alríkis Bandaríkjanna í nótt. Repúblikanar og Demókratar, sem deila um fjárútlát til heilbrigðismála, keppast við að kenna hvor öðrum um en þetta verður í fyrsta sinn í sjö ár sem deilur um fjárlög leiða til að stöðvunar.

Erlent

Kallar þjóðaröryggis­ráð saman

Þjóðaröryggisráð kemur saman á föstudag vegna drónaumferðar við flugvelli, bæði hér á Íslandi og í nágrannalöndum okkar. Forsætisráðherra segir grannt fylgst með, en mikilvægt sé að halda ró sinni.

Innlent

Veru­legt högg fyrir ferða­þjónustuna

Gjaldþrot Play er verulegt högg fyrir ferðaþjónustu hér á landi að minnsta kosti næstu mánuðina. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar og jafnframt að því fylgi nokkur óvissa þegar kemur að bókunum hjá ferðaþjónustufyrirtækjum í vetur.

Innlent

Læknir í Kópa­vogi blekkti fjöl­skyldu sína með lyga­sögu um krabba­mein

Íslensk móðir sem starfar sem læknir gerði sér upp banvænt krabbamein og skrifaði upp á lyf fyrir foreldra sína og systur en neytti sjálf. Þá sendi hún karlmenn til að hafa í hótunum við barnsföður sinn sem fyrir vikið flúði heimilið um tíma með ungar dætur þeirra. Skipulögð brúðkaupsveisla fór út um þúfur og barnavernd skarst í leikinn.

Innlent

Ná ekki að leika árangur Wagner eftir

Rúmum tveimur árum eftir dauða Jevgenís Prígósjín, rússnesks auðjöfurs og eiganda málaliðahópsins Wagner, hefur staða Rússa í Afríku versnað töluvert. Nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu hefur ekki skilað sama árangri og Wagner gerði á sínum tíma, hvorki með tilliti til hagnaðar eða áhrifa.

Erlent

Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi

Saksóknarar í máli bandaríska tónlistarmannsins Sean „Diddy“ Combs hafa farið fram á að honum verði gert að sæta ellefu ára fangelsisvist. Tónlistarmaðurinn hefur verið sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm og mun dómari kveða upp refsingu næstkomandi föstudag 3. október.

Erlent

Sunnan strekkingur og vætu­samt

Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan strekkingi víða um land með vætusömu veðri í dag, ýmist skúraklökkum eða stærri úrkomusvæðum með samfelldri rigningu um tíma.

Veður

Hópslagsmál og hundaárás

Alls voru 58 mál bókuð á vaktinni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Lögreglu bárust meðal annars aðstoðarbeiðnir vegna ógnandi manna í miðborginni og hópslagsmála í póstnúmerinu 104.

Innlent

Misstu allt sam­band við Inter­netið

Íbúar í Afganistan misstu samband við Internetið í dag. Sambandsleysið kemur í kjölfar þess að Talíbanarnir sem eru við stjórnvölinn lokuðu fyrir aðgang að Internetinu fyrir tveimur vikum.

Erlent

Ísraelar sam­þykkja friðar­á­ætlun Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafa sammældust um tuttugu punkta áætlun sem binda á enda á stríðið á Gasa á fundi þeirra í dag. Í áætluninni er krafist að Gasa verði svæði sem ógni ekki nágrönnunum sínum og að framkvæmd verði fanga- og gíslaskipti. Samþykki Hamas ekki áætlunina segist Netanjahú ætla að „ljúka því sem þeir hófu.“

Erlent

Fall Play frá öllum hliðum

Flugfélagið Play er gjaldþrota og hætti starfsemi í morgun. Fjögur hundruð manns misstu vinnuna og þúsundir ferðamanna hafa verið strandaglópar í dag. Forstjóri félagsins telur óvægna umræðu og deilur við starfsfólk meðal þess sem varð félaginu af falli.

Innlent

Til­kynnt um dróna yfir Kefla­víkur­flug­velli

Lögreglan hefur að minnsta kosti tvisvar á síðustu tveimur vikum brugðist við tilkynningu um dróna á sveimi við Keflavíkurflugvöll, annars vegar innan haftasvæðisins og hins vegar utan þess. Í báðum tilfellum fann lögreglan ekki meinta dróna. Lögreglustjóri segist samt ekki merkja nokkra fjölgun á slíkum atvikum.

Innlent

Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygi­legri frá­sögn

Fertugur Spánverji, Kendry Ariel Agramonte Moreta, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir tilraun til innflutnings á tæpum þremur kílóum af kókaíni. Fyrir dómi sagðist hann ekkert hafa vitað af innflutningnum en dómari taldi frásögn hans ótrúverðuga og að engu hafandi við úrlausn málsins.

Innlent