Fréttir

Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægi­lega vel við Úkraínu

Úkraínsk sendinefnd er á leið til Flórída í Bandaríkjunum þar sem hun mun funda með utanríkisráðherra landsins og aðalsamningamanni Bandaríkjastjórnar um friðartillögurnar sem lagðar voru fram um síðustu helgi. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum vonar að viðræðurnar skili jákvæðum árangri en aðdragandi fundarins hafi ekki verið góður.

Erlent

Al­elda bíll á Dalvegi

Eldur kviknaði í bíl á Dalvegi í Kópavogi rétt eftir klukkan eitt. Bifreiðin er á bílastæði Restor Car Bifreiðaverkstæðisins.

Innlent

Ó­sann­gjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaup­endum

Forsætisráðherra telur það ósanngjarnt að kólnun húsnæðismarkaðsins bitni á fyrstu kaupendum. Tækifæri landsmanna á húsnæðiskaupum ættu ekki að ráðast af því hvaða manna þeir eru. Markmið ríkisstjórnarinnar sé að koma til móts við fyrstu kaupendur með ívilnunum.

Innlent

Er­lend net­verslun eykst og ögur­stund hjá stelpunum okkar

Erlend netverslun jókst verulega í október og hefur vörum frá Kína fjölgað mjög á síðustu árum. Sérfræðingur í netverslun líkir aðferðafræði stórfyrirtækjanna til að ná í viðskiptavini við aðferðafræði veðmálafyrirtækja. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum.

Innlent

Norskt fyrir­tæki veðjar á raf­knúna sjó­flug­vél

Norskt sprotafyrirtæki, Elfly Group, er að þróa tveggja hreyfla sjóflugvél sem verður eingöngu rafknúin. Flugvélinni er ætlað að bera níu farþega eða eitt tonn af frakt. Hún á að geta lent bæði á sjó og á flugvöllum á landi og vera einstaklega hljóðlát.

Erlent

Stormur í kortunum

Tvær gular viðvaranir munu taka gildi í dag vegna hvassviðris eða storms. Annars vegar er það á Suðurlandi og hins vegar á Suðausturlandi.

Veður

Úkraínu­menn skutu á olíu­skip Rússa í Svarta­hafi

Úkraínska leyniþjónustan hefur birt myndir og myndskeið sem sýna árásir sjávardróna á tvö olíuflutningaskip í Svartahafi. Skipin eru talin hafa verið hluti af hinum svokallaða skuggaflota Rússa, en talið var að skipin væru að flytja rússneska olíu.

Erlent

30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda

Kvenfélagskonur um allt land hafa safnað 30 milljónum króna og gefið sjö fæðingardeildum andvirðið en um er að ræða hugbúnað og tæknilausnina „Milou”, sem er rafrænt kerfi fyrir skráningu og vistun fósturhjartsláttarrita, sem er mikið öryggi fyrir þungaðar konur á meðgöngu og í fæðingu.

Innlent

Brotist inn hjá Viðeyjarferju

Brotist var inn í afgreiðsluna við Viðeyjarferju í dag. Í dagbók lögreglunnar kemur ekki fram hvort eitthvað hafi verið numið á brott eða hvort skemmdir séu á húsnæðinu.

Innlent

Óttast að skóg­rækt leggist nánast af

Alvarleg atlaga er gerð að skógrækt í landinu í frumvarpi umhverfisráðherra sem liggur fyrir á Alþingi, að mati framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands. Hann óttast að skógrækt muni nánast leggjast af vegna kröfu um íþyngjandi umhverfismat. Landeigendur gætu þurft að standa undir tugmilljóna greiðslum.

Innlent

Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa

Formaður Blaðamannafélags Íslands segir lýðræðið í húfi ef staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi verði ekki styrkt. Menntamálaráðherra hyggst kynna aðgerðapakka í þágu fjölmiðla í næstu viku og sammælast þau um að ekki þurfi einungis breytingar á rekstri heldur einnig hugarfarsbreytingu hjá almenningi.

Innlent

Líta eigi á loft­helgi Venesúela sem lokaða

Bandaríkjaforseti segir að líta eigi á lofthelgina yfir Venesúela sem lokaða en útskýrði ekki nánar hvers vegna. Í lok október á forsetinn að hafa heimilað bandaríska hernum að gera loftárásir á meinta fíkniefnaframleiðslu.

Erlent

Tæp­lega tveggja milljóna króna gjöf frá kvenfélögunum í Flóahreppi

Kvenfélögin þrjú, sem starfrækt eru í Flóahreppi komu færandi hendi til Sigurhæða á Selfossi í vikunni og gáfu starfseminni 1,7 milljón króna, sem er ágóði af basar félaganna nýlega. Sigurhæðir er fyrsta og eina samhæfða þjónustan við þolendur kynbundins ofbeldis í sunnlensku samfélagi. Magnús Hlynur Hreiðarsson segir frá.

Innlent