Fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hamassamtökin segjast tilbúin að leysa alla ísraelska gísla úr haldi gegn því að Ísraelar bindi enda á stríðið á Gasaströndinni og dragi her sinn að öllu leyti af svæðinu. Erlent 3.10.2025 20:01 Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Þjóðaröryggisráð Íslands kom saman í dag en vinna er þegar hafin við að efla varnir gegn fjölþáttaógnum að sögn utanríkisráðherra. Betur má ef duga skal en til standi að efla tækni, eftirlits-, greiningar- og viðbragðsgetu. Rússar heyja fjölþáttastríð gegn Vesturlöndum að sögn dönsku leyniþjónustunnar en tilfellum óvelkominnar drónaumferðar í Evrópu heldur áfram að fjölga en Rússar halda áfram að hafna ásökunum um að bera ábyrgð. Innlent 3.10.2025 19:53 Vann á öllum deildum leikskólans Starfsmaður Brákarborgar sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni vann á öllum deildum leikskólans, samkvæmt heimildum Vísis. Foreldrum er brugðið og margir eru ósáttir við að fá ekki að vita hversu lengi starfsmaðurinn vann á leikskólanum. Innlent 3.10.2025 18:48 Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund Rússar heyja fjölþáttastríð gegn Vesturlöndum að sögn dönsku leyniþjónustunnar og óvelkomin drónaumferð heldur áfram í Evrópu. Þjóðaröryggisráð Íslands fundaði í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri kemur í myndver og ræðir fjölþáttaógnir og drónavarnir, sem voru í brennidepli á fundinum. Innlent 3.10.2025 18:11 „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, segir niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu um viðhorf foreldra til Kópavogsmódelsins svokallaða sýna að enn sé þörf á að gera betur og hlusta á foreldra í Kópavigi. Niðurstöður bendi til þess að foreldrar séu undir miklu álagi og tímapressu eftir innleiðingu módelsins 2023. Innlent 3.10.2025 15:48 Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna frest til sunnudagskvölds til að samþykkja friðartillögur hans. Geri þeir það ekki standi þeir frammi fyrir helvíti á jörð. Erlent 3.10.2025 15:41 Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Finnskur dómstóll vísaði frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur skipverjum olíuflutningaskips sem sleit fimm sæstrengi síðasta vetur á þeim forsendum að hann hefði ekki lögsögu í málinu. Skipið er talið hluti af svonefndum skuggaflota Rússa. Erlent 3.10.2025 15:14 Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Jóhann Rúnarsson eigandi dekkjaverkstæðisins Pitstop Selfossi var nýsestur í skrifstofustólinn í morgun þar sem hann ætlaði að ganga frá dekkjapöntunum þegar hann fékk bíl í flasið. Betur fór en á horfðist þegar óheppnum eldri borgara varð á að ýta á bensíngjöfina í stað bremsu þar sem hann var á leið með bílinn í dekkjaskipti og slasaðist enginn alvarlega. Innlent 3.10.2025 15:06 Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Leikskólastarfsmaður sem var handtekinn í síðustu viku grunaður um kynferðisbrot gegn barni er starfsmaður á leikskólanum Brákarborg við Kleppsveg í Reykjavík. Foreldrar hafa verið boðaðir til fundar með fulltrúum lögreglu síðdegis. Innlent 3.10.2025 14:37 „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir heiminn vera að ganga í gegnum miklar og hraðar breytingar og hann sé þegar orðinn fjölpóla. Í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu í Rússlandi í gær og ummælum í pallborðsummælum sagði Pútín meðal annars að ríki Evrópu væru mörg í stríði við Rússland en það væri fáránlegt að halda að Rússar myndu ráðast á önnur ríki. Erlent 3.10.2025 14:36 Fresta framkvæmdum vegna veðurs Ákveðið hefur verið að fresta framkvæmdum Reykjavíkurborgar við gatnaviðhald í næstu viku vegna veðurs. Um er að ræða fræsingu og malbikun en ekki er hægt að malbika í rigningu og er von á roki og rigningu í næstu viku. Innlent 3.10.2025 14:19 Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Dánardómstjóri á Bretlandi telur að móðir ungrar konu sem lést úr krabbameini hafi haft neikvæð áhrif á hana með samsæriskenningum sínum og átt „meira en lítinn“ þátt í dauða hennar. Móðirin er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um læknisvísindi á samfélagsmiðlum. Erlent 3.10.2025 14:10 Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sarah Mullally verður fyrsta konan til leiða þjóðkirkju Englands þegar hún verður formlega skipuð erkibiskupinn af Kantaraborg. Erlent 3.10.2025 13:55 Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Ekkert bendir til þess að jarðskjálftahrinan í Krýsuvík hafi eitthvað með kviku að gera en landsig hefur verið á svæðinu. Þetta segir prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands sem telur líklegast að nú fari að hægja verulega á atburðarásinni í sundhnúksgígaröðinni þótt það sé vel mögulegt að eitt eða tvö eldgos gjósi áður. Innlent 3.10.2025 13:40 Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, sem er betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, var kveðin upp fimmtíu mánaða fangelsisdómur í kvöld. Erlent 3.10.2025 12:50 Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Starfsmaður á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík er grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan um miðjan ágúst. Innlent 3.10.2025 12:28 Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Það er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá Miðflokknum en þrír þingmenn flokksins hafa lýst yfir framboði til embættisins. Varaformaður verður kosinn á landsþingi flokksins eftir rúma viku en öll segjast þau sem gefið hafa kost á sér eiga von á drengilegri baráttu. Innlent 3.10.2025 12:02 Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Heilbrigðiseftirlit Austurlands ráðleggur íbúum á Stöðvarfirði að sjóða vatn eftir að sýni úr vatnsbóli bentu til þess að mengun hefði borist í það í miklu vatnsveðri síðustu daga. Óhætt er sagt að nota vatn ósoðið til annars en neyslu. Innlent 3.10.2025 11:55 Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Formaður BSRB segir nýjar tillögur meirihlutans í Reykjavík í leikskólamálum vonbrigði. Tillögurnar taki ekki á grunnvanda leikskólakerfisins heldur velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það sé vel hægt að gera kerfi sem hentar börnum, foreldrum og starfsfólki og það sé ekki þetta kerfi. Innlent 3.10.2025 11:48 Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Í hádegisfréttum heyrum við í jarðeðlisfræðingi varðandi aukna jarðskjálftavirkni í Krýsuvík. Innlent 3.10.2025 11:39 Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Annar þeirra sem létu lífið í hnífaárás við bænahús gyðinga í Manchester í gær var skotinn til bana og annar til viðbótar særður. Árásarmaðurinn var ekki með byssu og virðist sem fólkið hafi verið skotið af lögregluþjóni eða -þjónum. Erlent 3.10.2025 11:05 Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík og foreldri barns á leikskóla lýsir mikilli þreytu meðal starfsmanna leikskóla vegna fáliðunar. Stanslaus símtöl til foreldra sem þurfi að sækja börnin sín fyrr og ekkert hafi batnað fyrr en farið var í fasta fáliðun á föstudegi. Þá loks hafi faglega starfið farið að blómstra. Innlent 3.10.2025 10:59 Finna mikla nálykt frá rústunum Björgunarsveitarmenn eru byrjaðir að nota þungavélar í leit að nemendum í rústum skóla sem hrundi í Indónesíu fyrr í vikunni. Talið er hæpið að einhverjir muni finnast á lífi í skólanum en þrjú lík fundust þar í morgun. Erlent 3.10.2025 10:34 Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Þrjú eru um hituna í varaformannskjöri hjá Miðflokknum eftir að Snorri Másson tilkynnti um framboð sitt í dag. Áður höfðu Ingibjörg Davíðsdóttir, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, og Bergþór Ólason, sagst ætla að gefa kost á sér. Innlent 3.10.2025 10:29 Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Úrskurðarnefnd hafnaði kröfu fyrirtækisins Sameindar um að fella úr gildi byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla. Stjórnendur fyrirtækisins töldu skjólstæðinga Konukots hættulega og getað smitað sjúklinga af berklum. Innlent 3.10.2025 10:28 Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Þó 470 aðgerðasinnar úr Frelsisflotanum svokallaða hafi verið teknir í varðhald í Ísrael og bíða þess að vera vísað úr landi, er annar en smærri floti á leiðinni til Gasa. Skipið Conscience er í þeim flota en þar um borð er tónlistar- og baráttukonan Magga Stína. Erlent 3.10.2025 09:38 Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Todd Arrington, forstöðumaður Dwight D. Eisenhower forsetabókasafnsins, hefur verið neyddur til að segja af sér. Það hefur vakið nokkra athygli að það gerðist í kjölfarið á því að hann neitaði forsetanum um sverð til að gefa Karli III Bretakonungi. Erlent 3.10.2025 09:18 Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Að minnsta kosti tveir verða í framboði til varaformanns Miðflokksins eftir að Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður flokksins, tilkynnti um framboð sitt í morgun. Þar etur hún kappi við Bergþór Ólason. Innlent 3.10.2025 09:14 Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Austfjörðum og Suðausturlandi vegna norðanvestanstorms eða roks. Veður 3.10.2025 08:31 Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Skjálftahrina er nú í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í hrinunni er skráður klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar hafa verið minni en einn á stærð. Skjálftahrinan virðist hafa hafist rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Innlent 3.10.2025 08:12 « ‹ 53 54 55 56 57 58 59 60 61 … 334 ›
Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hamassamtökin segjast tilbúin að leysa alla ísraelska gísla úr haldi gegn því að Ísraelar bindi enda á stríðið á Gasaströndinni og dragi her sinn að öllu leyti af svæðinu. Erlent 3.10.2025 20:01
Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Þjóðaröryggisráð Íslands kom saman í dag en vinna er þegar hafin við að efla varnir gegn fjölþáttaógnum að sögn utanríkisráðherra. Betur má ef duga skal en til standi að efla tækni, eftirlits-, greiningar- og viðbragðsgetu. Rússar heyja fjölþáttastríð gegn Vesturlöndum að sögn dönsku leyniþjónustunnar en tilfellum óvelkominnar drónaumferðar í Evrópu heldur áfram að fjölga en Rússar halda áfram að hafna ásökunum um að bera ábyrgð. Innlent 3.10.2025 19:53
Vann á öllum deildum leikskólans Starfsmaður Brákarborgar sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni vann á öllum deildum leikskólans, samkvæmt heimildum Vísis. Foreldrum er brugðið og margir eru ósáttir við að fá ekki að vita hversu lengi starfsmaðurinn vann á leikskólanum. Innlent 3.10.2025 18:48
Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund Rússar heyja fjölþáttastríð gegn Vesturlöndum að sögn dönsku leyniþjónustunnar og óvelkomin drónaumferð heldur áfram í Evrópu. Þjóðaröryggisráð Íslands fundaði í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri kemur í myndver og ræðir fjölþáttaógnir og drónavarnir, sem voru í brennidepli á fundinum. Innlent 3.10.2025 18:11
„Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, segir niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu um viðhorf foreldra til Kópavogsmódelsins svokallaða sýna að enn sé þörf á að gera betur og hlusta á foreldra í Kópavigi. Niðurstöður bendi til þess að foreldrar séu undir miklu álagi og tímapressu eftir innleiðingu módelsins 2023. Innlent 3.10.2025 15:48
Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna frest til sunnudagskvölds til að samþykkja friðartillögur hans. Geri þeir það ekki standi þeir frammi fyrir helvíti á jörð. Erlent 3.10.2025 15:41
Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Finnskur dómstóll vísaði frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur skipverjum olíuflutningaskips sem sleit fimm sæstrengi síðasta vetur á þeim forsendum að hann hefði ekki lögsögu í málinu. Skipið er talið hluti af svonefndum skuggaflota Rússa. Erlent 3.10.2025 15:14
Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Jóhann Rúnarsson eigandi dekkjaverkstæðisins Pitstop Selfossi var nýsestur í skrifstofustólinn í morgun þar sem hann ætlaði að ganga frá dekkjapöntunum þegar hann fékk bíl í flasið. Betur fór en á horfðist þegar óheppnum eldri borgara varð á að ýta á bensíngjöfina í stað bremsu þar sem hann var á leið með bílinn í dekkjaskipti og slasaðist enginn alvarlega. Innlent 3.10.2025 15:06
Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Leikskólastarfsmaður sem var handtekinn í síðustu viku grunaður um kynferðisbrot gegn barni er starfsmaður á leikskólanum Brákarborg við Kleppsveg í Reykjavík. Foreldrar hafa verið boðaðir til fundar með fulltrúum lögreglu síðdegis. Innlent 3.10.2025 14:37
„Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir heiminn vera að ganga í gegnum miklar og hraðar breytingar og hann sé þegar orðinn fjölpóla. Í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu í Rússlandi í gær og ummælum í pallborðsummælum sagði Pútín meðal annars að ríki Evrópu væru mörg í stríði við Rússland en það væri fáránlegt að halda að Rússar myndu ráðast á önnur ríki. Erlent 3.10.2025 14:36
Fresta framkvæmdum vegna veðurs Ákveðið hefur verið að fresta framkvæmdum Reykjavíkurborgar við gatnaviðhald í næstu viku vegna veðurs. Um er að ræða fræsingu og malbikun en ekki er hægt að malbika í rigningu og er von á roki og rigningu í næstu viku. Innlent 3.10.2025 14:19
Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Dánardómstjóri á Bretlandi telur að móðir ungrar konu sem lést úr krabbameini hafi haft neikvæð áhrif á hana með samsæriskenningum sínum og átt „meira en lítinn“ þátt í dauða hennar. Móðirin er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um læknisvísindi á samfélagsmiðlum. Erlent 3.10.2025 14:10
Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sarah Mullally verður fyrsta konan til leiða þjóðkirkju Englands þegar hún verður formlega skipuð erkibiskupinn af Kantaraborg. Erlent 3.10.2025 13:55
Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Ekkert bendir til þess að jarðskjálftahrinan í Krýsuvík hafi eitthvað með kviku að gera en landsig hefur verið á svæðinu. Þetta segir prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands sem telur líklegast að nú fari að hægja verulega á atburðarásinni í sundhnúksgígaröðinni þótt það sé vel mögulegt að eitt eða tvö eldgos gjósi áður. Innlent 3.10.2025 13:40
Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, sem er betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, var kveðin upp fimmtíu mánaða fangelsisdómur í kvöld. Erlent 3.10.2025 12:50
Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Starfsmaður á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík er grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan um miðjan ágúst. Innlent 3.10.2025 12:28
Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Það er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá Miðflokknum en þrír þingmenn flokksins hafa lýst yfir framboði til embættisins. Varaformaður verður kosinn á landsþingi flokksins eftir rúma viku en öll segjast þau sem gefið hafa kost á sér eiga von á drengilegri baráttu. Innlent 3.10.2025 12:02
Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Heilbrigðiseftirlit Austurlands ráðleggur íbúum á Stöðvarfirði að sjóða vatn eftir að sýni úr vatnsbóli bentu til þess að mengun hefði borist í það í miklu vatnsveðri síðustu daga. Óhætt er sagt að nota vatn ósoðið til annars en neyslu. Innlent 3.10.2025 11:55
Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Formaður BSRB segir nýjar tillögur meirihlutans í Reykjavík í leikskólamálum vonbrigði. Tillögurnar taki ekki á grunnvanda leikskólakerfisins heldur velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það sé vel hægt að gera kerfi sem hentar börnum, foreldrum og starfsfólki og það sé ekki þetta kerfi. Innlent 3.10.2025 11:48
Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Í hádegisfréttum heyrum við í jarðeðlisfræðingi varðandi aukna jarðskjálftavirkni í Krýsuvík. Innlent 3.10.2025 11:39
Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Annar þeirra sem létu lífið í hnífaárás við bænahús gyðinga í Manchester í gær var skotinn til bana og annar til viðbótar særður. Árásarmaðurinn var ekki með byssu og virðist sem fólkið hafi verið skotið af lögregluþjóni eða -þjónum. Erlent 3.10.2025 11:05
Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík og foreldri barns á leikskóla lýsir mikilli þreytu meðal starfsmanna leikskóla vegna fáliðunar. Stanslaus símtöl til foreldra sem þurfi að sækja börnin sín fyrr og ekkert hafi batnað fyrr en farið var í fasta fáliðun á föstudegi. Þá loks hafi faglega starfið farið að blómstra. Innlent 3.10.2025 10:59
Finna mikla nálykt frá rústunum Björgunarsveitarmenn eru byrjaðir að nota þungavélar í leit að nemendum í rústum skóla sem hrundi í Indónesíu fyrr í vikunni. Talið er hæpið að einhverjir muni finnast á lífi í skólanum en þrjú lík fundust þar í morgun. Erlent 3.10.2025 10:34
Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Þrjú eru um hituna í varaformannskjöri hjá Miðflokknum eftir að Snorri Másson tilkynnti um framboð sitt í dag. Áður höfðu Ingibjörg Davíðsdóttir, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, og Bergþór Ólason, sagst ætla að gefa kost á sér. Innlent 3.10.2025 10:29
Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Úrskurðarnefnd hafnaði kröfu fyrirtækisins Sameindar um að fella úr gildi byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla. Stjórnendur fyrirtækisins töldu skjólstæðinga Konukots hættulega og getað smitað sjúklinga af berklum. Innlent 3.10.2025 10:28
Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Þó 470 aðgerðasinnar úr Frelsisflotanum svokallaða hafi verið teknir í varðhald í Ísrael og bíða þess að vera vísað úr landi, er annar en smærri floti á leiðinni til Gasa. Skipið Conscience er í þeim flota en þar um borð er tónlistar- og baráttukonan Magga Stína. Erlent 3.10.2025 09:38
Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Todd Arrington, forstöðumaður Dwight D. Eisenhower forsetabókasafnsins, hefur verið neyddur til að segja af sér. Það hefur vakið nokkra athygli að það gerðist í kjölfarið á því að hann neitaði forsetanum um sverð til að gefa Karli III Bretakonungi. Erlent 3.10.2025 09:18
Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Að minnsta kosti tveir verða í framboði til varaformanns Miðflokksins eftir að Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður flokksins, tilkynnti um framboð sitt í morgun. Þar etur hún kappi við Bergþór Ólason. Innlent 3.10.2025 09:14
Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Austfjörðum og Suðausturlandi vegna norðanvestanstorms eða roks. Veður 3.10.2025 08:31
Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Skjálftahrina er nú í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í hrinunni er skráður klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar hafa verið minni en einn á stærð. Skjálftahrinan virðist hafa hafist rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Innlent 3.10.2025 08:12