Innlent

Hélt eigin­konu og fimm börnum í heljar­greipum

Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið dæmdur í 2,5 árs fangelsi fyrir gróf brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna. 

Innlent

Vilja að­gerðir strax

Fjöldafundir verða haldnir víða um land á morgun til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og krefjast aðgerða til að stöðva þjóðarmorð sem á sér stað í Palestínu. Á annað hundrað félög, samtök og stofnanir standa að fundunum og er búist við fjölmenni.

Innlent

Á­stand á stúdenta­görðum: Í­trekuð inn­brot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi

Óprúttnir aðilar hafa gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Dýnur sem fundust í kjallara hússins og þvag á gólfinu bendi til þess að umræddir menn hafi haldið til í húsinu í óleyfi.

Innlent

Öllum börnum undir sex mánaða boðin for­vörn gegn RS veiru

Öllum ungbörnum undir sex mánaða aldri verður boðin forvörn gegn RS veirusýkingu frá og með október næstkomandi. RS-veiran er algeng orsök öndunarfærasýkinga, sem leggst sérstaklega þungt á börn á fyrsta aldursári, og veldur árlega fjölda innlagna á sjúkrahús hérlendis og erlendis. Frá þessu er greint á vef embættis landlæknis.

Innlent

Konan er fundin

Konan sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í morgun er fundin heil á húfi.

Innlent

Sex­tán ára kveikti í her­bergi sínu

Sextán ára piltur var handtekinn fyrir að kveikja eld inni í herbergi sínu í gærkvöldi. Hann býr í íbúð í Hafnarfirði á vegum hins opinbera og tveir starfsmenn voru með honum í íbúðinni þegar hann kveikti í.

Innlent

„Það kemur að því að við lendum í veseni“

Auknum árangri íslenskra fótboltaliða fylgir aukin ábyrgð og nýjar áskoranir sem klúbbarnir hafa margir hverjir ekki mikla reynslu af ennþá. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Samstarfsaðilum erlendis þyki gaman að taka á móti íslenskum aðdáendum sem séu þekktir fyrir mikla gleði. Nú sé hins vegar kominn sá tími að öryggismál þurfi að taka fastari tökum og af meiri alvöru en verið hefur í gegnum tíðina hér á landi.

Innlent

Ekki hægt að þaga þegar stjórn­mála­menn leika sér að því að særa fram tröllin

Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, segist standa við orð sín um fordómafullt fólk eigi ekki erindi í opinbera stefnumótun. Það sagði hann um Snorra Másson í vikunni og sætti í kjölfarið gagnrýni frá Sigríði Á. Andersen, þingkonu Miðflokksins, í Bítinu í gær. Í viðtali í Bítinu í dag sagði Einar mikilvægt að hinsegin og trans fólki sé veittur stuðningur og þá sérstaklega á sveitarstjórnarstiginu.

Innlent

Þrjú söfn í eina sæng

Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, verða sameinuð í eitt safn nái áform stjórnvalda fram að ganga.

Innlent

Yfir­gefið hreysi víkur fyrir hundrað í­búðum

Ryð, sót og veggjakrot, brotnar rúður og flögnuð málning. Þetta er meðal þess sem blasir við nú á lóðinni við Borgartún 34-36 sem snýr að Kringlumýrarbraut. Eldur kom upp í húsinu í sumar en það er í mikilli niðurníðslu og hefur ekki verið í notkun um hríð. Húsin á lóðinni sem byggð voru á árunum 1958 til 1978 fá senn að fjúka en á lóðinni eiga að rísa hundrað nýjar íbúðir.

Innlent

Líkams­á­rás á gisti­heimili

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í nótt þar sem tilkynnt var um líkamsárás. Önnur átti sér stað á gistiheimili í póstnúmerinu 105 en þar var einn handtekinn og annar fluttur á slysadeild.

Innlent

„Mér fannst þetta vera svo­lítil von­brigði“

Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að efnahagsmálin muni spila stórt hlutverk í komandi þingvetri. Þeir lýsa báðir þinglokunum í sumar sem vonbrigðum en fulltrúi minnihlutans segir umræðuna þar ekki hafa verið þeim til sóma.

Innlent

Ör­yrkjar í hluta­starfi oft tekju­hærri en fólk í fullu starfi

Með nýju örorkulífeyriskerfi gætu ráðstöfunartekjur einstaklinga á hlutaörorku í mörgum tilfellum orðið hærri en hjá einstaklingi í fullu starfi á sömu launum. Læknir segir ljóst að ef frumvörp um greiðslur TR til örorkulífeyrisþega nái fram að ganga verði heildartekjur öryrkja hærri en laun einstaklinga í fullu starfi. 

Innlent

Of­sótt af eltihrelli sem enn gengur laus

Kona sem hefur verið ofsótt af eltihrelli í á annan áratug furðar sig á að hann gangi laus þrátt fyrir að hafa hlotið dóm og brotið gegn skilorði. Hún er ráðþrota í málinu. Við ræðum við hana í kvöldfréttunum Sýnar.

Innlent