Innlent

Brugðist við bið­launum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“

Þorsteinn Skúli Sveinsson, frambjóðandi til formanns VR segir skýringar Ragnars Þórs Ingólfssonar, um hvers vegna hann þáði sex mánaða biðlaun frá félaginu eftir að hann tók sæti á Alþingi, hjákátlegar. Allir fjórir frambjóðendur til formanns VR eru sammála um að ekki sé við hæfi að fráfarandi formaður þiggi biðlaun þegar viðkomandi hefur þegar gengið í önnur störf. Stjórn VR hefur þegar tekið ákvörðun um breytingar á skilyrðum fyrir greiðslu biðlauna.

Innlent

Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís

Grænmetisræktandi á Ísafirði er þungt hugsi yfir fyrirhugðum framkvæmdum við kláf upp á Eyrarfjall með tilheyrandi skipulagsbreytingum. Verði þær að veruleika komi stæði fyrir bíla og rútur og aðkomuvegur þar sem grænmeti hefur verið ræktað með sjálfbærum hætti í tæpan áratug. Bæjarstjóri segir málið á allra fyrsta stigum og í lýðræðislegu ferli.

Innlent

Ráðist í skipu­lags­breytingar og þremur sagt upp

Ráðist hefur verið í breytingar á stjórnkerfi og skipuriti Kópavogsbæjar sem ætlað er að bæta þjónustu við íbúa, auka skilvirkni og skýra hlutverk og ábyrgð stjórnsýslunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ hefur þremur verið sagt upp í tengslum við breytingarnar sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær. Auglýst verður eftir þremur nýjum skrifstofustjórum á næstu dögum.

Innlent

Leggjast aftur yfir mynd­efnið

Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur.

Innlent

Vilja hval­kjöt af mat­seðlinum

Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga, listamanna og annarra, hafa skrifað undir áskorun sem beinist að veitingamönnum, áskorun þess efnis að þeir taki hvalkjöt af matseðli sínum.

Innlent

Ná­granni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakka­kotsvelli

Landeigandi í Laxnesi í Mosfellsdal hefur höfðað mál gegn Mosfellsbæ og Golfklúbbi Mosfellsbæjar til þess að banna kylfingum að aka bílum sínum að Bakkakotsvelli um veg sem liggur að hluta um land hans. Framkvæmdastjóri klúbbsins segir félagsmenn hafa ekið veginn frá því að völlurinn opnaði á 10. áratug síðustu aldar.

Innlent

Vilja að RÚV feti í fót­spor Slóveníu

Hópur sem segir sig fyrrverandi aðdáendur Eurovision skorar á RÚV að beita sér fyrir því að KAN, ísraelska ríkisfjölmiðlinum, verði vikið úr Eurovision árið 2025. Hópurinn sendi bréf á útvarpsstjóra í vikunni. Tæp fjögur þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision á meðan Ísrael er leyft að taka þátt.

Innlent

Ógeðs­lega stoltur af kennurum

Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins.

Innlent

Kjara­samningur kennara í höfn

Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í kvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudag.

Innlent

Engin röð á Læknavaktinni

Undur og stórmerki gerðust þegar feðgar mættu á Læknavaktina í Austurveri á níunda tímanum í kvöld. Fáir bílar á bílastæðinu hefðu átt að vera vísbending en það kom þeim engu að síður í opna skjöldu og skemmtilega á óvart að röðin var engin.

Innlent

Segir líf­eyris­greiðslur skertar á fölskum for­sendum

Þorsteinn Þorsteinsson, hagfræðingur, segir að lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkissins (LSR) hafi verið skert á fölskum forsendum. Skýringin hafi verið sú að þjóðin væri að eldast en tölur sýni að það hafi ekki gerst.

Innlent

Reykja­vík ekki ljót borg

Formaður skipulagsráðs segir Reykjavík ekki vera ljóta borg. Hins vegar megi oft gera betur. Magn og hraði megi ekki ráða ferðinni heldur verði einnig að uppfylla gæðakröfur.

Innlent

Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs

Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir það undir hverjum og einum komið hvort hann þiggi svokölluð biðlaun eða starfslokasamning, þótt þeir séu þegar farnir að þiggja laun frá öðrum vinnuveitanda.

Innlent

Ó­kunnugir og fyrr­verandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með

Afar algengt er að ungmenni deili staðsetningu sinni með vinum og kunningjum í gegnum hin ýmsu snjallsímaforrit. Því fylgja kostir og gallar að deila staðsetningu sinni með öðrum en sérfræðingur óttast að vanþekking ríki um þær hættur sem þessu geta fylgt. Það sé algeng upplifun barna að ókunnugir reyni að nálgast þau.

Innlent

Bylgjan og FM957 liggja niðri

Útsendingar útvarpsstöðvanna Bylgjunnar og FM957 liggja niðri á höfuðborgarsvæðinu vegna bilunar í rafmagnsbúnaði. Unnið er að viðgerð.

Innlent

Skjálfta­virkni fer vaxandi

Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hægt vaxandi og gert er ráð fyrir að eldgos geti hafist með skömmum fyrirvara. Samkvæmt Veðurstofunni sýna mælingar að hægt hefur á landrisi á undanförnum vikum.

Innlent

Kjafts­högg, falin hætta og deila um ís­lenska at­riðið

Minnst fimm kennarar við Flataskóla og einn við Garðaskóla hafa sagt starfi sínu lausu vegna stöðunnar í kjaradeilu kennara og fleiri hugsa sig um. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við eina þeirra sem hefur lagt fram uppsagnarbréf. Þá ræðum við einnig við fulltrúa samninganefnda í kennaradeilunni sem funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag og lýsa miklum vonbrigðum með stöðu mála.

Innlent

Kjarnorkukafbátur í Eyja­firði

Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur, USS Delaware, verður í stuttri þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag. Báturinn er orrustukafbátur af Virginia-gerð og slíkir kafbátar bera ekki kjarnavopn.

Innlent

Konur á miðjum aldri þær sem helst á­reita karl­kyns lög­regluþjóna

Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins og starfsmaður greiningardeildar CCP, gerir upp tíma sinn í lögreglunni og hvað það var sem hann tók helst úr því starfinu. Meðal eftirtektarverðra tíu atriða sem Tryggvi tekur út úr starfinu er að konur á miðjum aldri séu þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna.

Innlent