Enski boltinn

Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“

Altay Bayindir, markvörður Manchester United, var skúrkurinn þegar liðið tapaði fyrir Tottenham í deildabikarnum í síðasta mánuði. Í gær var hann hins vegar hetja United þegar liðið sló Arsenal úr leik í bikarkeppninni. Knattspyrnustjóri Rauðu djöflanna, Ruben Amorim, hrósaði Bayindir í hástert eftir leikinn á Emirates.

Enski boltinn

Havertz skúrkurinn þegar United fór á­fram

Manchester United er komið áfram í FA-bikarnum á Englandi eftir sigur á Arsenal eftir vítakeppni. Markvörðurinn Altay Bayindir var hetja United en hann varði eina spyrnu í venjulegum leiktíma sem og spyrnu Kai Havertz í vítakeppninni.

Enski boltinn

Slot hrósaði Accrington og ungstirninu

Liverpool vann þægilegan 4-0 sigur á Accrington í enska bikarnum í knattspyrnu í dag. Knattspyrnustjórinn Arne Slot hrósaði Trent Alexander-Arnold fyrir frammistöðu sína en bakvörðurinn átti erfitt uppdráttar í leik gegn Manchester United um síðustu helgi.

Enski boltinn

Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik

Aston Villa vann 2-1 endurkomusigur á West Ham United í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta á Villa Park í Birmingham í kvöld. Graham Potter varð því að sætta sig við tap í fyrsta leik hans við stjórnvölin hjá gestunum.

Enski boltinn

Isak bestur í desem­ber

Alexander Isak, framherji Newcastle United, var valinn leikmaður desember-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði átta mörk og lagði upp tvö í sex leikjum í desember.

Enski boltinn