Enski boltinn

Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire

Daniel Sturridge, fyrrverandi framherji Liverpool, skellti skuldinni á Joshua Zirkzee vegna færisins sem Harry Maguire klúðraði undir lok 2-2 jafnteflis Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Enski boltinn

Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd

Sparkspekingurinn Roy Keane er að venju með munninn fyrir neðan nefið og hann lét Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörð Liverpool, heyra það eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Manchester United. Trent er sagður nálægt því að ganga í raðir Real Madríd á frjálsri sölu.

Enski boltinn

Amorim segir leik­menn sína hrædda

Gengi Manchester United hefur verið afleitt í vetur og ekki skánað með komu portúgalska stjórans Rúbens Amorim. Tapi United gegn Liverpool í dag yrði það fjórða tap liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni, sem ekki hefur gerst í 46 ár.

Enski boltinn

Fá 21 árs Tékka í miðri mark­varðakrísu

Enska knattspyrnufélagið Tottenham hefur fest kaup á hinum 21 árs gamla Antonin Kinsky. Þessi tékkneski markvörður kemur til félagsins frá Slavia Prag þar sem hann hefur haldið markinu hreinu í 14 af 29 leikjum á leiktíðinni.

Enski boltinn

Slæmt gengi gestanna heldur á­fram

Slæmt gengi Chelsea í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu heldur áfram en liðið náði aðeins jafntefli gegn lánlausu liði Crystal Palace. Lokatölur í Lundúnum 1-1 að þessu sinni.

Enski boltinn

Meistararnir unnu annan leikinn í röð

Englandsmeistarar Manchester City voru ekki í vandræðum þegar West Ham United kom í heimsókn. Meistararnir eru nú komnir á beinu brautina eftir tvo sigra í röð í ensku úrvalsdeild karla. Lokatölur á Etihad-vellinum 4-1 heimamönnum í vil.

Enski boltinn

Nýttu klásúlu í samningi Maguire

Samningur Harry Maguire við Manchester United gildir nú fram í júní 2026, sama mánuð og næsta HM í fótbolta hefst, eftir að klásúla í samningi hans við félagið var virkjuð. Rúben Amorim vill þó meira frá miðverðinum.

Enski boltinn

Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni

Liverpool er með meira en tvöfalt fleiri stig en Manchester United, og leik til góða, fyrir leik liðanna á sunnudag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arne Slot, stjóri Liverpool, segir stöðu United í deildinni hins vegar blekkjandi.

Enski boltinn