Fótbolti

„Ætla ekki að segja það í þessu við­tali“

„Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld.

Fótbolti

Wirtz strax kominn á hættu­svæði

Þátttakendur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hafa um margt að hugsa eftir fyrstu umferðina, til að mynda varðandi nýju Liverpool-stjörnuna Florian Wirtz, og þá er gott að geta leitað til sérfræðinga í þessum skemmtilega leik.

Enski boltinn

Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni

Samtök knattspyrnuþjálfara á Ítalíu (AIAC) hafa skrifað opinbert bréf þar sem fram kemur krafa þeirra um að Ísrael verði vísað úr öllum íþróttakeppnum vegna grimmilegrar framkomu þeirra og stríðsglæpa á Gaza ströndinni.

Fótbolti

Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“

„Ég man ekki eftir að meistaralið hafi breyst svona mikið á svona stuttum tíma,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson um Englandsmeistara Liverpool, í Sunnudagsmessunni á Sýn Sport. Hann segir breytingarnar veita þá tilfinningu að Arne Slot vilji herma eftir Evrópumeisturum PSG.

Enski boltinn

„Skil­yrði fé­lagsins fyrir sölu hafa ekki verið upp­fyllt“

Newcastle brást við í gærkvöldi eftir að Alexander Isak sagði félagið hafa svikið loforð. Í yfirlýsingu Newcastle segir að Isak sé samningsbundinn og engin loforð hafi verið gefin um að hann mætti fara frá félaginu í sumar, en þar er einnig gefið í skyn að Isak geti farið að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Enski boltinn

Stoltir af að kló­festa hæfi­leika­búnt frá Ís­landi

Forkólfar danska knattspyrnufélagsins Nordsjælland hrósa happi yfir því að hafa fest kaup á unga methafanum úr KR, Alexander Rafni Pálmasyni, en væntanleg vistaskipti hans voru formlega tilkynnt í gær. Hann mun þó fyrst klára grunnskóla á Íslandi áður en hann heldur út.

Fótbolti