Innlent

Út­spil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á ó­vart“

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flókna stöðu nú komna upp í borginni eftir að meirihlutinn féll á föstudag. Hún segir útspil Flokks fólksins hafa komið sér á óvart en borgarfulltrúar þurfi nú að skoða aðra möguleika á meirihlutasamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn sé reiðubúinn til að axla þá ábyrgð að mynda starfhæfan meirihluta.

Innlent

Sex í fanga­klefa í nótt

Sex gistu í fangageymslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglan sinnti 61 máli á tímabilinu 17 til fimm í nótt.

Innlent

Borgar­stjóri hafi plottað yfir sig

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri hafi mögulega plottað yfir sig með fléttunni sem hann lagði upp með þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Það kemur honum ekki á óvart að Inga Sæland vilji ekki að Flokkur fólksins fari í samstarf með Sjálfstæðisflokki.

Innlent

Guð­rún býður sig fram sem sam­einandi afl

Guðrún Hafsteinsdóttir segist bjóða sig fram sem sameinandi afl fyrir alla Sjálfstæðismenn. Nái hún kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins verði allar deilur skildar eftir í fortíðinni. Guðrún tilkynnti um formannsframboð fyrir fullum Sal í dag.

Innlent

Líst vel á sam­starf með Flokki fólksins

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum.

Innlent

Fram­sókn nær andanum þökk sé ó­væntri á­kvörðun

Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni.

Innlent

Segja ekki á­kall eftir hægri öflum í Reykja­vík

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna segja í sameiginlegri yfirlýsingu að ekki sé ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægriaflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti sé mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið verði höfð að leiðarljósi.

Innlent

Ekki form­legar við­ræður og sam­starf með Sjálf­stæðis­flokki um­deilt innan flokksins

Oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík segir skiptar skoðanir meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Haft hefur verið eftir aðstoðarmanni borgarstjóra að formlegar viðræður séu hafnar milli Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins en oddviti þess síðastnefnda vill ekki ganga svo langt að kalla þær formlegar viðræður.

Innlent

Krefja þurfi flokkana um endur­greiðslu þó að það þýði gjald­þrot

Hæstaréttarlögmaður er ósammála tveimur lögfræðiálitum sem hafi verið útbúin að beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins um framlög til stjórnmálaflokka. Hann telur ótvírætt að ráðherra beri skylda til að innheimta fjármuni sem greiddir voru úr ríkissjóði þrátt fyrir að flokkar hafi ekki uppfyllt skilyrði laga fyrir slíkum greiðslum.

Innlent

Guð­rún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“

Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, býður sig fram til formanns flokksins. Það tilkynnti Guðrún á fjölmennum fundi í Salnum í Kópavogi í dag. Guðrún sagði í ræðu sinni flokkinn í vanda og á krossgötum. Hún sé tilbúin til að leiða flokkinn út úr því. Guðrún leggur af stað í hringferð á mánudaginn. 

Innlent

Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera á­fram borgar­stjóri

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag.

Innlent

Líst illa á að vinna með Sjálf­stæðis­flokki sem hafi sýnt „hatur og heift“

Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu.

Innlent

Svona var framboðsfundur Guð­rúnar Haf­steins

Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað til blaðamannafundar í Salnum í Kópavogi klukkan 14. Fastlega er gert ráð fyrir að hún tilkynni um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins.

Innlent

„Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“

Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir ákvörðun Einars Þorsteinssonar að slíta einhliða meirihlutasamstarfi ólýðræðislega og óábyrga. Hún hefur verið í samtali við oddvita annarra flokka og er tilbúin að taka þátt í meirihlutasamstarfi með öðrum flokkum.

Innlent

Á­kvörðun Einars eins og þruma úr heið­skíru lofti

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður borgarráðs og borgarfulltrúi Samfylkingar, segir ákvörðun Einars Þorsteinssonar borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfi Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknarflokks koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hún hefur rætt við aðra oddvita og segir alla reyna að finna leið að nýjum meirihluta.

Innlent

Misbýður orð­bragð um flug­völlinn

Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vinstri grænna, ávítar fyrrum flokksbróður sinn, Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúa VG, fyrir það orðbragð sem hann notar um Reykjavíkurflugvöll. Jón segir að það sé áhrifamanni í borgarstjórn ekki til sóma að tala um „helvítis flugvöll“.

Innlent

Starfs­maður skemmti­staðar grunaður um líkams­árás

Starfsmaður skemmtistaðar í miðborg Reykjavíkur er grunaður um líkamsárás. Málið er í rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fjallað er um málið í dagbók lögreglunnar en ekki koma fram nánari lýsingar. Ekkert kemur fram um ástand þess sem ráðist var á. 

Innlent

Heidelberg skoðar nú Húsa­vík

Forsvarsmenn Heidelberg á Íslandi skoða nú hvort hægt er að koma upp starfsemi sinni á Húsavík. Talsmaður fyrirtækisins var gestur í vikunni á fundi byggðarráðs Norðurþings. Fyrirtækið vill koma upp framleiðslu á möluðu móbergi til útflutnings og íblöndunar við sement. Þau segja það gert í þeim tilgangi að minnka verulega kolefnisspor sementsframleiðslu.

Innlent

Form­legar við­ræður hafnar

Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta.

Innlent

Fram­sókn hafi ekki átt annarra kosta völ

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það hafa verið augljóst að engum hafi liðið vel í meirihlutasamstarfinu að undanförnu. Þá hafi fylgi Framsóknar verið afar lítið í skoðanakönnunum og flokkurinn hafi ekki átt annarra kosta völ en að slíta samstarfinu.

Innlent