„Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Jakob Bjarnar og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 26. janúar 2026 14:09 Tíðindi morgunsins komu verkalýðsforkólfum í opna skjöldu. vísir/Vilhelm/Lýður „Þetta eru áhugaverðar fréttir,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir um þau tíðindi morgunsins að Bjarni Benediktsson sé nú orðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann mun þá væntanlega leiða kjaraviðræður fyrir hönd SA og hitta þar fyrir, ásamt öðrum, Sólveigu Önnu sem hefur gagnrýnt Bjarna harðlega. „Það kom dálítið á óvart þegar ég sá þetta í morgun. En ef við hugsum þetta út frá hagsmunum auðvaldsins á Íslandi þá fá þau varla betri mann til þess að leiða þetta verkefni, sem snýst auðvitað fyrst og fremst um að tryggja að auðvaldið sé sett í fyrsta sæti í allri forgangsröðun og hagsmunir vinnuaflsins eins aftarlega og hægt er að komast.“ Í ljósi gagnrýni þinnar á Bjarna í gegnum tíðina; mun þetta gera næstu samningaviðræður erfiðari? „Staðan er auðvitað sú, í því samfélagi sem við búum, að samningaviðræður milli verkafólks og svo þeirra sem eiga atvinnutækin og hafa þannig þar af leiðandi mest völd í samfélaginu, eru erfiðar. Hvort þær verði erfiðari með Bjarna Benediktsson í forystu Samtaka atvinnulífsins, en þær hafa verið áður, get ég ekki sagt til um á þessum tímapunkti. En við, í það minnsta, mætum vel undirbúin, eins og alltaf.“ Samskiptin við Halldór Benjamín áhugaverð Sólveig er þá spurð hvort henni finnist þetta ekki sérstök ákvörðun af hálfu stjórnar SA? „Já, eins og ég segi, þetta kom á óvart. Ég bjóst ekki við þessu. Ég hafði ímyndað mér að þau færu yfir ganginn hjá sér og sækja einhvern úr Viðskiptaráði. Ég hafði ekki alveg ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér.“ Það gekk oft erfiðlega þegar þú varst að semja við Halldór Benjamín Þorbergsson meðan hann gegndi þessari stöðu, heldurðu að þetta verði eitthvað svipað? „Samskipti mín og Halldórs Benjamíns voru ... áhugaverð. Það var svo sem allt í lagi að gera við hann kjarasamninga. Hann var til að mynda til í að gera krónutölusamninga við Eflingu sem Sigríður Margrét vildi svo ekki gera. Önnur samskipti voru alls konar og hinsegin eins og gerist og gengur. Við í Eflingu metum viðsemjendur okkar út frá því hversu tilbúnir þeir eru til að hlusta á raddir okkar. Þegar ég velti fyrir mér störfum Bjarna Ben. í okkar samfélagi þá er kannski ekki margt sem lætur mig trúa því að hann verði mjög viljugur til að hlusta á málefni verkafólks. En við skulum sjá hvað gerist. Menn geta breyst og mögulega hefur hann nýtt ársleyfið sem hann tók sér til að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni. Maður veit aldrei.“ Sólveig Anna, sjálfkjörin formaður Eflingar til næstu tveggja ára, segist ekki hafa haft ímyndunarafl til að spá því að Bjarni Benediktsson yrði kominn í stól framkvæmdastjóra SA.vísir/Lýður Ertu spennt fyrir ykkar fyrsta fundi? „Ég bara mæti á þann fund þegar hann verður boðaður, hvenær sem nú verður, og sjá hverju fram vindur.“ Vonandi tilbúinn til að lagfæra kjör lágtekjufólks Annar verkalýðsforkólfur sem var áberandi í undanförnum kjarasamningaviðræðum er Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Hann segir þá Bjarna vissulega hafa verið á öndverðum meiði. „Ég hef átt við gerð kjarasamninga í töluverðum samskiptum við Bjarna bæði þegar hann var fjármálaráðherra og forsætisráðherra og ég átti aldrei í erfiðleikum með að eiga samtal við hann þótt vissulega værum við ekki alltaf sammála.“ Vilhjálmur Birgisson segir hagsmuni atvinnurekenda og launafólks samhangandi og hann óskar Bjarna til hamingju með nýja starfið.vísir/vilhelm Að sögn Vilhjálms byggjast samskipti aðila vinnumarkaðarins á því að fólk geti átt í samtali og traust ríki á milli aðila. „Og ég vona innilega að samskipti við Bjarna verði góð og uppbyggileg enda eru hagsmunir launafólks og atvinnurekenda oft samhangandi.“ Sjálfur leggur hann áherslu á að ekki beri að blanda pólitík saman við þetta starf. En heldurðu ekki að hann verði harður í horn að taka, líkt og til að mynda Halldór Benjamín var? „Það verður að koma í ljós en ég ætla að vona að hann verði tilbúinn að halda áfram þeirri vinnu að lagfæra kjör lágtekjufólks.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Atvinnurekendur Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Benediktsson segir áhyggjuefni að það sé bakslag í baráttunni við verðbólguna og það sé krefjandi fyrir atvinnulífið að búa við hátt vaxtastig og hærri laun. Hann telur sína fortíð sína í pólitík ekki aftra sér í nýju hlutverki og telur að hann muni geta átt í góðum samskiptum við aðra leiðtoga innan atvinnulífsins, eins og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. 26. janúar 2026 11:35 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
„Það kom dálítið á óvart þegar ég sá þetta í morgun. En ef við hugsum þetta út frá hagsmunum auðvaldsins á Íslandi þá fá þau varla betri mann til þess að leiða þetta verkefni, sem snýst auðvitað fyrst og fremst um að tryggja að auðvaldið sé sett í fyrsta sæti í allri forgangsröðun og hagsmunir vinnuaflsins eins aftarlega og hægt er að komast.“ Í ljósi gagnrýni þinnar á Bjarna í gegnum tíðina; mun þetta gera næstu samningaviðræður erfiðari? „Staðan er auðvitað sú, í því samfélagi sem við búum, að samningaviðræður milli verkafólks og svo þeirra sem eiga atvinnutækin og hafa þannig þar af leiðandi mest völd í samfélaginu, eru erfiðar. Hvort þær verði erfiðari með Bjarna Benediktsson í forystu Samtaka atvinnulífsins, en þær hafa verið áður, get ég ekki sagt til um á þessum tímapunkti. En við, í það minnsta, mætum vel undirbúin, eins og alltaf.“ Samskiptin við Halldór Benjamín áhugaverð Sólveig er þá spurð hvort henni finnist þetta ekki sérstök ákvörðun af hálfu stjórnar SA? „Já, eins og ég segi, þetta kom á óvart. Ég bjóst ekki við þessu. Ég hafði ímyndað mér að þau færu yfir ganginn hjá sér og sækja einhvern úr Viðskiptaráði. Ég hafði ekki alveg ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér.“ Það gekk oft erfiðlega þegar þú varst að semja við Halldór Benjamín Þorbergsson meðan hann gegndi þessari stöðu, heldurðu að þetta verði eitthvað svipað? „Samskipti mín og Halldórs Benjamíns voru ... áhugaverð. Það var svo sem allt í lagi að gera við hann kjarasamninga. Hann var til að mynda til í að gera krónutölusamninga við Eflingu sem Sigríður Margrét vildi svo ekki gera. Önnur samskipti voru alls konar og hinsegin eins og gerist og gengur. Við í Eflingu metum viðsemjendur okkar út frá því hversu tilbúnir þeir eru til að hlusta á raddir okkar. Þegar ég velti fyrir mér störfum Bjarna Ben. í okkar samfélagi þá er kannski ekki margt sem lætur mig trúa því að hann verði mjög viljugur til að hlusta á málefni verkafólks. En við skulum sjá hvað gerist. Menn geta breyst og mögulega hefur hann nýtt ársleyfið sem hann tók sér til að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni. Maður veit aldrei.“ Sólveig Anna, sjálfkjörin formaður Eflingar til næstu tveggja ára, segist ekki hafa haft ímyndunarafl til að spá því að Bjarni Benediktsson yrði kominn í stól framkvæmdastjóra SA.vísir/Lýður Ertu spennt fyrir ykkar fyrsta fundi? „Ég bara mæti á þann fund þegar hann verður boðaður, hvenær sem nú verður, og sjá hverju fram vindur.“ Vonandi tilbúinn til að lagfæra kjör lágtekjufólks Annar verkalýðsforkólfur sem var áberandi í undanförnum kjarasamningaviðræðum er Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Hann segir þá Bjarna vissulega hafa verið á öndverðum meiði. „Ég hef átt við gerð kjarasamninga í töluverðum samskiptum við Bjarna bæði þegar hann var fjármálaráðherra og forsætisráðherra og ég átti aldrei í erfiðleikum með að eiga samtal við hann þótt vissulega værum við ekki alltaf sammála.“ Vilhjálmur Birgisson segir hagsmuni atvinnurekenda og launafólks samhangandi og hann óskar Bjarna til hamingju með nýja starfið.vísir/vilhelm Að sögn Vilhjálms byggjast samskipti aðila vinnumarkaðarins á því að fólk geti átt í samtali og traust ríki á milli aðila. „Og ég vona innilega að samskipti við Bjarna verði góð og uppbyggileg enda eru hagsmunir launafólks og atvinnurekenda oft samhangandi.“ Sjálfur leggur hann áherslu á að ekki beri að blanda pólitík saman við þetta starf. En heldurðu ekki að hann verði harður í horn að taka, líkt og til að mynda Halldór Benjamín var? „Það verður að koma í ljós en ég ætla að vona að hann verði tilbúinn að halda áfram þeirri vinnu að lagfæra kjör lágtekjufólks.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Atvinnurekendur Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Benediktsson segir áhyggjuefni að það sé bakslag í baráttunni við verðbólguna og það sé krefjandi fyrir atvinnulífið að búa við hátt vaxtastig og hærri laun. Hann telur sína fortíð sína í pólitík ekki aftra sér í nýju hlutverki og telur að hann muni geta átt í góðum samskiptum við aðra leiðtoga innan atvinnulífsins, eins og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. 26. janúar 2026 11:35 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Benediktsson segir áhyggjuefni að það sé bakslag í baráttunni við verðbólguna og það sé krefjandi fyrir atvinnulífið að búa við hátt vaxtastig og hærri laun. Hann telur sína fortíð sína í pólitík ekki aftra sér í nýju hlutverki og telur að hann muni geta átt í góðum samskiptum við aðra leiðtoga innan atvinnulífsins, eins og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. 26. janúar 2026 11:35