Innlent

Pall­borðið: Tókust á um um­deilt verk­fall kennara

Kjaradeila grunnskólakennara og ríkis- og sveitarfélaga verður til umræðu í Pallborðinu klukkan tvö í dag í beinni útsendingu á Vísi. Engir formlegir samningafundir hafa verið boðaðir í deilunni hjá ríkissáttasemjara. Niðurstaða í atkvæðagreiðslu framhaldsskólakennara um verkföll verður ljós klukkan tvö í dag. 

Innlent

Fjöldi vega á óvissu­stigi vegna veðurs

Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð snemma í morgun en Vegagerðin varar við því að skyggni geti verið slæmt á svæðinu vegna skafrennings og éljagangs. Vegfarendur eru því beðnir um að fara afar varlega.

Innlent

Harka­leg um­ræða fái kennara til að hugsa sína stöðu

Kristín Björnsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, furðar sig á því að skilyrðin fyrir því að vera ráðinn til afleysinga í Hafnarfirði séu ekki meiri en að vera orðinn tvítugur og með hreint sakavottorð. Hún segir marga kennara orðna þreytta á stöðunni og skoði nú atvinnuauglýsingar. 

Innlent

Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykja­víkur­flug­velli

Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar.

Innlent

Harm­leikur í Örebro og þing­menn búa sig undir á­tök

Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli.

Innlent

Bjarni og Þórður búnir að segja af sér

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og verðandi framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, hafa sagt af sér þingmennsku.

Innlent

Kurr í í­þrótta­hreyfingunni vegna krafna Skattsins

Lögmaður og fyrrverandi körfuknattleiksmaður segir nýjar leiðbeiningar Ríkisskattstjóra sem koma fram í bréfi til íþróttafélaga hafa valdið talsverðu kurri innan íþróttahreyfingarinnar. Hann telur auknar kröfur meðal annars geta leitt til þess að fólk veigri sér við því að gerast sjálfboðaliðar hjá sínum félögum.

Innlent

Kastljósið beinist að Guð­rúnu

Innan við fjórar vikur eru í að fulltrúar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins velji sér nýjan formann. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ætlar sér formennsku en líklegt að hörð keppni verði milli hennar og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Tíu oddvitar á Suðurlandi skora á hana að bjóða sig fram til formanns.

Innlent

Icelandair aflýsir 38 flug­ferðum vegna veðurs

Slæmt veður sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair á morgun og fimmtudag. Meðal annars verður seinkun á að Íslendingar komist í sólina á Tenerife. Play hefur aflýst öllum flugum á morgun nema þremur en heldur flugáætlun á fimmtudag. 

Innlent

Dæmdur fyrir mann­dráp af gá­leysi á Völlunum

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir manndráp af gáleysi, með því að hafa ekið vörubíl yfir hinn átta ára gamla Ibrahim Shah í október 2023. Honum er gert að greiða foreldrum Ibrahims alls átta milljónir króna í miskabætur. Rannsókn á slysinu bendir til þess að Ibrahim hafi sést í baksýnisspegli vörubílsins í rúma hálfa mínútu áður en hann varð undir bílnum.

Innlent