Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2026 14:04 Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, tók nýverið við formennsku í fjárlaganefnd eftir að flokksbróðir hans Ragnar Þór Ingólfsson tók við ráðherraembætti. Parísarferðin var skipulögð á meðan Ragnar gegndi formennsku í nefndinni. Getty/Vísir Fulltrúar fjárlaganefndar Alþingis eru staddir í París þar sem þeir heimsækja í vikunni nokkrar stofnanir til að kynna sér verklag við fjárlagagerð innan OECD og verkefni fjárlaganefndar Frakklands. Formaður nefndarinnar segir ferðina hafa verið mjög gagnlega til þessa. Aðeins einn fulltrúi stjórnarandstöðunnar er með í för en um tíma var útlit fyrir að enginn fulltrúi stjórnarandstöðunnar færi með. „Það gengur bara vel. Við erum búin að fara á þrjá fundi, með OECD, svo fórum við í þingið og fórum yfir málin þar og svo var í morgun fundur með fjármálaráði Frakklands og svo erum við að fara í Seðlabankann núna,“ sagði Sigurjón Þórðarson formaður nefndarinnar þegar Vísir náði af honum tali upp úr hádegi í dag. Honum þyki heimsóknin hafa verið gagnleg til þessa. Frönsk vinstri-kona fræddi nefndina um fjárlagavinnu þingsins Sigurjón væntir þess að nefndin snúi til baka með gagnlega reynslu og upplýsingar sem nýst geti í störfum þeirra á Alþingi Íslendinga. „Þetta hefur verið bara mjög fróðlegt.“ Mikið umrót hefur verið í frönskum stjórnmálum að undanförnu og meðal annars reynst franska þinginu erfitt að koma í gegn fjárlögum. Sigurjón segir að það hafi verið áhugavert að fá innsýn í þá reynslu franskra kollega. „Við höfum fengið innsýn í hvað gengur þar á. Við fengum greinargóða lýsingu frá mjög almennilegri þingkonu, sem er nú á ysta vinstrikantinum, þannig þetta er bara búið að vera jákvætt. Það er nú aðallega það að stuðningur við stjórnina hefur minnkað mikið þannig að valdahlutföllin í þinginu eru ekki stjórninni í vil. En svo fengum við mjög góðar leiðbeiningar og leiðarvísa um hvernig eigi að bæta fjárlagavinnu hjá OECD og fara yfir samanburðinn á Íslandi við önnur lönd,“ segir Sigurjón. Hildur send með á síðustu stundu Samkvæmt tilkynningu á vef Alþingis taka þátt í ferðinni þau Sigurjón Þórðarson, Flokki fólksins og formaður nefndarinnar, Arna Lára Jónsdóttir og Dagur B. Eggertsson frá Samfylkingu, Eiríkur Björn Björgvinsson og Ingvar Þóroddsson frá Viðreisn, ásamt Hildi Sverrisdóttur úr Sjálfstæðisflokki. Hildur er varamaður í fjárlaganefnd en ákveðið var á síðustu stundu að senda hana með í ferðina þar sem ljóst var að enginn af aðalmönnum minnihlutans í nefndinni hefðu tök á að fara með. Hildur Sverrisdóttir er fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Parísarferðinni en hún er 1. varamaður í fjárlaganefnd.Vísir/Vilhelm Ekki lá fyrir þegar ferðin var skipulögð að fyrsta umræða um samgönguáætlun myndi fara fram á sama tíma en aðalmenn stjórnarandstöðuflokkanna í fjárlaganefnd hugðust vera viðstaddir umræðu um samgönguáætlun. Hildur, sem er Reykjavíkurþingmaður og 1. varamaður í fjárlaganefnd, hafi því verið send með í ferðina á síðustu stundu svo að meirihlutinn væri ekki einn til frásagnar um þau skilaboð sem nefndin fái í heimsókninni til OECD. „Við erum bara hérna í góðu tómi, við sem að mættum en það er ein frá minnihlutanum, hún Hildur. Sem er bara jákvætt, en auðvitað söknum við þeirra sem eru í minnihlutanum og komu ekki með, en hún mun örugglega færa þeim góðar fréttir af ferðinni,“ segir Sigurjón, spurður um fjarveru nefndarmanna minnihlutans. Hann gerir ráð fyrir að gera heimsóknina betur upp og gera grein fyrir henni þegar heim er komið, en Parísarferðinni lýkur á morgun. Alþingi Frakkland Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
„Það gengur bara vel. Við erum búin að fara á þrjá fundi, með OECD, svo fórum við í þingið og fórum yfir málin þar og svo var í morgun fundur með fjármálaráði Frakklands og svo erum við að fara í Seðlabankann núna,“ sagði Sigurjón Þórðarson formaður nefndarinnar þegar Vísir náði af honum tali upp úr hádegi í dag. Honum þyki heimsóknin hafa verið gagnleg til þessa. Frönsk vinstri-kona fræddi nefndina um fjárlagavinnu þingsins Sigurjón væntir þess að nefndin snúi til baka með gagnlega reynslu og upplýsingar sem nýst geti í störfum þeirra á Alþingi Íslendinga. „Þetta hefur verið bara mjög fróðlegt.“ Mikið umrót hefur verið í frönskum stjórnmálum að undanförnu og meðal annars reynst franska þinginu erfitt að koma í gegn fjárlögum. Sigurjón segir að það hafi verið áhugavert að fá innsýn í þá reynslu franskra kollega. „Við höfum fengið innsýn í hvað gengur þar á. Við fengum greinargóða lýsingu frá mjög almennilegri þingkonu, sem er nú á ysta vinstrikantinum, þannig þetta er bara búið að vera jákvætt. Það er nú aðallega það að stuðningur við stjórnina hefur minnkað mikið þannig að valdahlutföllin í þinginu eru ekki stjórninni í vil. En svo fengum við mjög góðar leiðbeiningar og leiðarvísa um hvernig eigi að bæta fjárlagavinnu hjá OECD og fara yfir samanburðinn á Íslandi við önnur lönd,“ segir Sigurjón. Hildur send með á síðustu stundu Samkvæmt tilkynningu á vef Alþingis taka þátt í ferðinni þau Sigurjón Þórðarson, Flokki fólksins og formaður nefndarinnar, Arna Lára Jónsdóttir og Dagur B. Eggertsson frá Samfylkingu, Eiríkur Björn Björgvinsson og Ingvar Þóroddsson frá Viðreisn, ásamt Hildi Sverrisdóttur úr Sjálfstæðisflokki. Hildur er varamaður í fjárlaganefnd en ákveðið var á síðustu stundu að senda hana með í ferðina þar sem ljóst var að enginn af aðalmönnum minnihlutans í nefndinni hefðu tök á að fara með. Hildur Sverrisdóttir er fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Parísarferðinni en hún er 1. varamaður í fjárlaganefnd.Vísir/Vilhelm Ekki lá fyrir þegar ferðin var skipulögð að fyrsta umræða um samgönguáætlun myndi fara fram á sama tíma en aðalmenn stjórnarandstöðuflokkanna í fjárlaganefnd hugðust vera viðstaddir umræðu um samgönguáætlun. Hildur, sem er Reykjavíkurþingmaður og 1. varamaður í fjárlaganefnd, hafi því verið send með í ferðina á síðustu stundu svo að meirihlutinn væri ekki einn til frásagnar um þau skilaboð sem nefndin fái í heimsókninni til OECD. „Við erum bara hérna í góðu tómi, við sem að mættum en það er ein frá minnihlutanum, hún Hildur. Sem er bara jákvætt, en auðvitað söknum við þeirra sem eru í minnihlutanum og komu ekki með, en hún mun örugglega færa þeim góðar fréttir af ferðinni,“ segir Sigurjón, spurður um fjarveru nefndarmanna minnihlutans. Hann gerir ráð fyrir að gera heimsóknina betur upp og gera grein fyrir henni þegar heim er komið, en Parísarferðinni lýkur á morgun.
Alþingi Frakkland Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent