Innlent

Grindvíkingurinn er maður ársins

Maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, er Grindvíkingurinn. Valið var ekki erfitt að þessu sinni. Hver og einn íbúi bæjarins á hlutdeild í útnefningunni.

Innlent

„Þú ert búin að vera svo orð­ljót síðustu mánuðina“

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tókust á um störf ríkisstjórnarinnar í Kryddsíldinni á Stöð 2 sem nú er í gangi. Þá deildu þau um hvort Inga hefði verið orðljót undanfarið.

Innlent

Svan­hildur ekki einn af nánustu vinum Bjarna

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði fyrir skipun sína á Svanhildi Hólm Valsdóttur í sendiherrastöðu í Bandaríkjunum í Kryddsíldinni á Stöð 2. Hann sagði gagnrýni á skipunina ekki koma sér á óvart, en Svanhildur hefur starfað með Bjarna um margra ára skeið. Hann vill þó meina að hún sé ekki náinn vinur sinn, en þó vinur.

Innlent

Ára­mótum fagnað víða um land: Brenna á Eyrar­bakka en engin í Kópa­vogi

Áramótabrennur verða með hefðbundnum hætti ár en þó ekki í Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem engar brennur verða. Íbúar segja margir hverjir þetta svekkjandi. Í kvöld verða áramótabrennur tendraðar á tíu stöðum í Reykjavík. Tvær í Garðabæ, ein á Seltjarnarnesi og ein í Mosfellsbæ. Í Kópavogi og Hafnarfirði verða hins vegar engar brennur.

Innlent

Hádegisfréttir Stöðvar 2

Áramótabrennur verða með hefðbundnum hætti víða á höfuðborgarsvæðinu í ár. Þó ekki í Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem engar brennur verða. Íbúar segja margir hverjir svekkjandi að geta ekki kvatt gamla árið með brennu. Við ræðum við íbúa Kópavogs og Hafnarfjarðar í hádegisfréttum á Stöð 2.

Innlent

Svona horfir þú á Krydd­síld

Það verður nóg um að vera í dag á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þegar að Kryddsíld hefst klukkan 14:00 í beinni útsendingu á Stöð 2. 

Innlent

Með inn­kaupa­kerru á miðri ak­braut og sagðist taka styðstu leið

Tilkynnt var um mann með innkaupakerru á miðri akbraut en þegar lögregla ræddi við hann kvaðst hann vera að taka stystu leið á áfangastað og að göngustígar væru ófærir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en maðurinn sagðist jafnframt ætla að koma sér af akbrautinni.

Innlent

Skaftholtsréttum breytt í skauta­svell

Skaftholtsréttir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafa fengið tímabundið nýtt hlutverk því búið er að útbúa skautasvell í réttunum. Mikil ánægja er á meðal heimamanna, ekki síst barnanna með nýja skautasvellið þó þar séu engar kindur.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir nýjar niðurstöður könnunar Maskínu sem sýna að utanríkisráðherra er sá ráðherra sem flestir telja hafa staðið sig verst á kjörtímabilinu. 

Innlent

Ein­stæð móðir rukkuð um tvö­falda leigu

Kolbrún Jónsdóttir, einstæð móðir, hefur verið rukkuð um leigu janúarmánaðar fyrir íbúð sína í Grindavík. Líkt og aðrir íbúar bæjarins fór hún úr bænum þegar hann var rýmdur þann tíunda nóvember, en síðan hefur hún byrjað að leigja íbúð í Hafnarfirði. Hún situr því uppi með tvær rukkanir fyrir leigu í næsta mánuði.

Innlent

Segir lög­­reglu­­stjórann á Vest­fjörðum van­hæfan í málinu

Landssamband veiðifélaga hyggst kæra ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í ágúst. Framkvæmdastjóri sambandsins segir ljóst að vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli sé algjört.

Innlent

Fengu boð frá neyðar­sendi en allt var í himna­lagi

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, var kölluð út í gærkvöldi eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning í gegnum gervitungl um að neyðarsendir væri virkur djúpt suður af Reykjanesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni, en þar kemur einnig fram að þyrlusveit gæslunnar hafi verið í viðbragðsstöðu á Reykjavíkurflugvelli vegna málsins.

Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Landssamband veiðifélaga hyggst kæra ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í ágúst. Framkvæmdastjóri sambandsins segir ljóst að vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli sé algjört.

Innlent

Bílvelta við Lögbergsbrekku

Bílvelta varð við Lögbergsbrekku um hálf tíuleytið í dag. Brekkan er skammt frá höfuðborgarsvæðinu þegar keyrt er austur fyrir fjall.

Innlent