Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. apríl 2025 20:32 Sigrún fagnar því að til standi að gera breytingar á reglugerð um baðstaði. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir það vera áhætturekstur að reka óklóraða sundlaug eða baðlón þar sem heilsuspillandi bakteríur laumist með óböðuðum ferðamönnum víða í sundlaugum landsins. Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir fjölgun óklóraðra baðlóna varhugaverð þróun. Ferðamenn fari gjarnan ofan í án þess að baða sig og mengi þar með laugina. Hún ræddi þetta í Reykjavík síðdegis í dag. „Mér finnst þetta mjög miður. Þetta kemur mér kannski ekkert mjög á óvart en mér finnst að rekstraraðilar þessara sundstaða ættu að taka harðar á þessu með sundfötin. Fólk er jafnvel að fara í óhreinum fötum í laugina og sumar af þessum laugum eru óklóraðar og þar af leiðandi fara allar þær bakteríur sem fylgja þessum ferðamönnum ofan í laugina. Þar með eru þeir búnir að menga laugina,“ segir hún. Sýkingar komi jafnvel upp í klóruðum laugum Það sé staðreynd að mesta mengunin í sundlaugum landsins berist með baðgestum og að engin leið sé að vita hvað fylgi þeim sem fari jafnvel ofan í laugina í óhreinum nærfötum eða íþróttafötum. Sigrún segir sjúkdómsvaldandi bakteríur geta mengað laugina og að sýkingar geti jafnvel komið upp í laugum sem eru klóraðar. Því hefur hún áhyggjur af fjölgun óklóraðra baðlóna. Sigrún segir að ellefu nýjar óklóraðar laugar séu í bígerð víða um landið. „Þessar óklóruðu laugar eru náttúrlega bara áhættubissness,“ segir hún. Breytingar á reglugerðinni í bígerð Hún segir að reglugerð um baðstaði landsins vera óskýra og matskennda. Því fagnar hún því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hyggist gera breytingar á henni. „Fyrir okkur heilbrigðiseftirlitið er frekar erfitt að fara eftir þessari reglugerð því hún er svo ónákvæm og það er svo mikið af matskenndum atriðum sem okkur er gert að túlka rétt,“ segir hún um núgildandi reglugerð. Erum við að tapa baráttunni við óbaðaða sundlaugagesti? „Ég held það,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir. Ferðaþjónusta Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Sundlaugar og baðlón Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir fjölgun óklóraðra baðlóna varhugaverð þróun. Ferðamenn fari gjarnan ofan í án þess að baða sig og mengi þar með laugina. Hún ræddi þetta í Reykjavík síðdegis í dag. „Mér finnst þetta mjög miður. Þetta kemur mér kannski ekkert mjög á óvart en mér finnst að rekstraraðilar þessara sundstaða ættu að taka harðar á þessu með sundfötin. Fólk er jafnvel að fara í óhreinum fötum í laugina og sumar af þessum laugum eru óklóraðar og þar af leiðandi fara allar þær bakteríur sem fylgja þessum ferðamönnum ofan í laugina. Þar með eru þeir búnir að menga laugina,“ segir hún. Sýkingar komi jafnvel upp í klóruðum laugum Það sé staðreynd að mesta mengunin í sundlaugum landsins berist með baðgestum og að engin leið sé að vita hvað fylgi þeim sem fari jafnvel ofan í laugina í óhreinum nærfötum eða íþróttafötum. Sigrún segir sjúkdómsvaldandi bakteríur geta mengað laugina og að sýkingar geti jafnvel komið upp í laugum sem eru klóraðar. Því hefur hún áhyggjur af fjölgun óklóraðra baðlóna. Sigrún segir að ellefu nýjar óklóraðar laugar séu í bígerð víða um landið. „Þessar óklóruðu laugar eru náttúrlega bara áhættubissness,“ segir hún. Breytingar á reglugerðinni í bígerð Hún segir að reglugerð um baðstaði landsins vera óskýra og matskennda. Því fagnar hún því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hyggist gera breytingar á henni. „Fyrir okkur heilbrigðiseftirlitið er frekar erfitt að fara eftir þessari reglugerð því hún er svo ónákvæm og það er svo mikið af matskenndum atriðum sem okkur er gert að túlka rétt,“ segir hún um núgildandi reglugerð. Erum við að tapa baráttunni við óbaðaða sundlaugagesti? „Ég held það,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir.
Ferðaþjónusta Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Sundlaugar og baðlón Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira