Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Skjálftavirkni jókst á ný á Reykjanesskaganum í nótt og landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar á svæðinu við komuna í lónið í gær.

Innlent

Hafði betur gegn myndatökumanni Ræktum garðinn

Myndatökumanni hefur verið gert að greiða fjölmiðlakonunni Hugrúnu Halldórsdóttur um 1,6 milljón króna vegna vangoldinna launa fyrir gerð þáttanna Ræktum garðinn sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans í fyrra. 

Innlent

Land­ris heldur á­fram

Landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn og engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði. Gera má ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni vegna kvikuinnskotsins, sem veldur aukinni spennu á svæðinu.

Innlent

Mold­rok eða sand­fok í kortunum

Líkur eru á moldroki eða sandfoki sunnan- og suðvestanlands í dag enda hefur rignt lítið í landshlutunum undanfarið. Gera má ráð fyrir norðaustanátt, víða allhvassri, en hvassviðri eða stormi norðvestantil.

Innlent

Reyndi í­trekað að stofna til slags­mála

Lögreglu barst tilkynning um mann sem reyndi ítrekað að stofna til slagsmála rétt fyrir klukkan hálf fimm í morgun. Hann var handtekinn á vettvangi og kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt en látinn laus að því loknu.

Innlent

Snarpur skjálfti í morgun

Skjálftavirkni jókst upp úr klukkan fimm í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð, rétt fyrir klukkan 6.00 í morgun. Yfir 130 skjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann, flestir á um 3-5 kílómetra dýpi. Enginn gosórói er á svæðinu.

Innlent

Lofar for­eldrum aftur­virkum greiðslum

Niðurgreiðslur til foreldra barna, átján mánaða og eldri, sem eru hjá dagforeldrum verða afturvirkar til dagsins sem tillögur þess efnis voru samþykktar, að sögn formanns borgarráðs Reykjavíkur. Hann segir foreldra ekki þurfa að líða fyrir seinagang borgarinnar

Innlent

Vatnshellir á Snæ­fells­nesi nýtur mikilla vin­sælda

Ferðir í Vatnshelli á Snæfellsnesi með ferðamenn hafa heldur betur slegið í gegn því það eru farnar sextán ferðir á dag þegar mest er að gera. Um er að ræða tvö hundruð metra langan hraunhelli þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja.

Innlent

Bein út­sending: Vef­­mynda­­vélar í beinni frá Þor­birni

Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur töluverður hraði verið á landrisi við Þorbjörn. Vísir er með vefmyndavélar á svæðinu, þar sem sjá má útsýnið af Þorbirni, yfir Bláa lónið og Reykjanesskagann annars vegar og svo Grindavík hinsvegar.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ísraelski herinn er sagður hafa drepið tíu og sært fleiri þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Við fjöllum um málið.

Innlent

Mögu­lega aukinn hraði í til­færslum

Síritandi GPS mælar í grennd við fjallið Þorbjörn virðast sýna töluvert stökk í tilfærslum í dag. Mælir við Eldvörp sýnir rúmlega eins sentimetra tilfærslu til vesturs á milli mælinga, yfir átta klukkustunda tímabil, sem er veruleg hröðun frá síðustu dögum. Þetta stökk er sjáanlegt á öllum mælum í kringum landrisið sem nú á sér stað, þó mismikið.

Innlent

Svif­ryk lík­lega fram á mánu­dag

Loftgæði hafa mælst óholl víða á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan tvö í dag. Veðurfræðingur segir líklegt að hár styrkur svifryks muni mælast fram á mánudag. 

Innlent

Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum al­farið ráð­leggingum sér­fræðinganna“

Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 

Innlent

Skjálfta­virkni minnkað en búist við að hún aukist aftur

Nokkuð hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga síðan á sjötta tímanum í gær. Jarðskjálftar sem mælst hafa eru að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands minni en áður en gera megi ráð fyrir að jarðskjálftavirkni aukist aftur.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda um stöðuna á Gasa með utanríkisráðherrum nokkurra arabaríkja í dag. Íslandsdeild Amnesty International krefst þess að forsætis- og utanríkisráðherra leggi sitt af mörkum við að koma á vopnahléi.

Innlent

Sýknaðir í hópnauðgunarmáli

Tveir karlmenn voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vitnisburður brotaþola þótti trúverðugur, en framburðir mannanna af atburðunum sem málið varðar þóttu í takt við hvor annan og þótti dómnum ólíklegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar.

Innlent

Slags­mál reyndust rán

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglan fékk tilkynningu um slagsmál í miðbæ Reykjavíkur um hálf tíuleytið í gærkvöldi og fór strax á vettvang. Þar komst hún að því að nokkrir einstaklingar virtust vera að ræna einn.

Innlent