„Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2025 19:27 Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti Pírata í borgarstjórn. Vísir/Arnar Píratar í borgarstjórn hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að nú sé tækifæri til að mynda öfluga umbótastjórn í Reykjavík undir forystu kvenna. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráði ekki ferðinni við myndun nýs meirihluta. Viðræður milli Viðreisnar, Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn strönduðu í dag en Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði að flokkurinn myndi ekki taka þátt í því að leiða Sjálfstæðismenn til valda. Margir kostir í stöðunni Píratar segja marga kosti í stöðunni í framhaldinu um myndun meirihluta. „Einn kostur sem vært væri að kanna væri samtal um að halda meirihlutasamstarfinu áfram og klára síðasta árið án Framsóknarflokks sem hefur sagt sig frá verkefninu, en með stuðningi Vinstri grænna, Sósíalistaflokks og Flokki fólksins sem gætu tekið þátt eða eftir atvikum varið meirihlutann falli.“ Annar kostur væri að stofna fimm flokka félagshyggjustjórn Pírata, Samfylkingar, Flokks fólksins, Vinstri grænna og Sósíalistaflokks. „Gott samstarf næst fyrst og fremst milli þeirra sem starfa saman af góðum hug og heiðarleika í þágu almennings. Við teljum til mikils að vinna að stjórn borgarinnar sé í höndum fólks sem trúir á uppbyggingu félagslegra og grænna innviða, sanngjarnt og réttlátt samfélag, og skynsamlega nýtingu fjármagns.“ Réttlát mannréttindaborg með valfrelsi um ferðamáta og loftslagsmál í fyrirrúmi Í yfirlýsingu frá Pírötum segir að flokkurinn hafi verið við stjórn í Reykjavík í tíu ár, og staðið fyrir „þróun réttlátrar mannréttindaborgar með valfrelsi um ferðamáta og loftslagsmál í fyrirrúmi.“ Þau hafi aukið gagnsæi og lýðræði, eflt spillingarvarnir, nútímavætt þjónustuna, einfaldað líf íbúa, og stutt betur við jaðarsett fólk með skaðaminnkun og húsnæði. „Við höfum sett aðgengi fyrir fatlað fólk, trans fólk og fólk óháð stétt og stöðu í forgang. Við höfum fjölgað göngugötum og byggt upp göngu- og hjólastíga, lækkað hraða bílaumferðar, aukið gróður og gert borgina mannvænni, betri og öruggari fyrir börn og fullorðna. Að sama skapi höfum við lagt áherslu á ábyrgan rekstur.“ Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Borgarstjórn Reykjavík Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna segja í sameiginlegri yfirlýsingu að ekki sé ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægriaflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti sé mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið verði höfð að leiðarljósi. 8. febrúar 2025 17:33 Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48 Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Viðræður milli Viðreisnar, Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn strönduðu í dag en Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði að flokkurinn myndi ekki taka þátt í því að leiða Sjálfstæðismenn til valda. Margir kostir í stöðunni Píratar segja marga kosti í stöðunni í framhaldinu um myndun meirihluta. „Einn kostur sem vært væri að kanna væri samtal um að halda meirihlutasamstarfinu áfram og klára síðasta árið án Framsóknarflokks sem hefur sagt sig frá verkefninu, en með stuðningi Vinstri grænna, Sósíalistaflokks og Flokki fólksins sem gætu tekið þátt eða eftir atvikum varið meirihlutann falli.“ Annar kostur væri að stofna fimm flokka félagshyggjustjórn Pírata, Samfylkingar, Flokks fólksins, Vinstri grænna og Sósíalistaflokks. „Gott samstarf næst fyrst og fremst milli þeirra sem starfa saman af góðum hug og heiðarleika í þágu almennings. Við teljum til mikils að vinna að stjórn borgarinnar sé í höndum fólks sem trúir á uppbyggingu félagslegra og grænna innviða, sanngjarnt og réttlátt samfélag, og skynsamlega nýtingu fjármagns.“ Réttlát mannréttindaborg með valfrelsi um ferðamáta og loftslagsmál í fyrirrúmi Í yfirlýsingu frá Pírötum segir að flokkurinn hafi verið við stjórn í Reykjavík í tíu ár, og staðið fyrir „þróun réttlátrar mannréttindaborgar með valfrelsi um ferðamáta og loftslagsmál í fyrirrúmi.“ Þau hafi aukið gagnsæi og lýðræði, eflt spillingarvarnir, nútímavætt þjónustuna, einfaldað líf íbúa, og stutt betur við jaðarsett fólk með skaðaminnkun og húsnæði. „Við höfum sett aðgengi fyrir fatlað fólk, trans fólk og fólk óháð stétt og stöðu í forgang. Við höfum fjölgað göngugötum og byggt upp göngu- og hjólastíga, lækkað hraða bílaumferðar, aukið gróður og gert borgina mannvænni, betri og öruggari fyrir börn og fullorðna. Að sama skapi höfum við lagt áherslu á ábyrgan rekstur.“ Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1
Borgarstjórn Reykjavík Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna segja í sameiginlegri yfirlýsingu að ekki sé ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægriaflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti sé mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið verði höfð að leiðarljósi. 8. febrúar 2025 17:33 Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48 Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna segja í sameiginlegri yfirlýsingu að ekki sé ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægriaflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti sé mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið verði höfð að leiðarljósi. 8. febrúar 2025 17:33
Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48
Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24