„Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2025 19:27 Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti Pírata í borgarstjórn. Vísir/Arnar Píratar í borgarstjórn hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að nú sé tækifæri til að mynda öfluga umbótastjórn í Reykjavík undir forystu kvenna. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráði ekki ferðinni við myndun nýs meirihluta. Viðræður milli Viðreisnar, Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn strönduðu í dag en Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði að flokkurinn myndi ekki taka þátt í því að leiða Sjálfstæðismenn til valda. Margir kostir í stöðunni Píratar segja marga kosti í stöðunni í framhaldinu um myndun meirihluta. „Einn kostur sem vært væri að kanna væri samtal um að halda meirihlutasamstarfinu áfram og klára síðasta árið án Framsóknarflokks sem hefur sagt sig frá verkefninu, en með stuðningi Vinstri grænna, Sósíalistaflokks og Flokki fólksins sem gætu tekið þátt eða eftir atvikum varið meirihlutann falli.“ Annar kostur væri að stofna fimm flokka félagshyggjustjórn Pírata, Samfylkingar, Flokks fólksins, Vinstri grænna og Sósíalistaflokks. „Gott samstarf næst fyrst og fremst milli þeirra sem starfa saman af góðum hug og heiðarleika í þágu almennings. Við teljum til mikils að vinna að stjórn borgarinnar sé í höndum fólks sem trúir á uppbyggingu félagslegra og grænna innviða, sanngjarnt og réttlátt samfélag, og skynsamlega nýtingu fjármagns.“ Réttlát mannréttindaborg með valfrelsi um ferðamáta og loftslagsmál í fyrirrúmi Í yfirlýsingu frá Pírötum segir að flokkurinn hafi verið við stjórn í Reykjavík í tíu ár, og staðið fyrir „þróun réttlátrar mannréttindaborgar með valfrelsi um ferðamáta og loftslagsmál í fyrirrúmi.“ Þau hafi aukið gagnsæi og lýðræði, eflt spillingarvarnir, nútímavætt þjónustuna, einfaldað líf íbúa, og stutt betur við jaðarsett fólk með skaðaminnkun og húsnæði. „Við höfum sett aðgengi fyrir fatlað fólk, trans fólk og fólk óháð stétt og stöðu í forgang. Við höfum fjölgað göngugötum og byggt upp göngu- og hjólastíga, lækkað hraða bílaumferðar, aukið gróður og gert borgina mannvænni, betri og öruggari fyrir börn og fullorðna. Að sama skapi höfum við lagt áherslu á ábyrgan rekstur.“ Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Borgarstjórn Reykjavík Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna segja í sameiginlegri yfirlýsingu að ekki sé ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægriaflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti sé mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið verði höfð að leiðarljósi. 8. febrúar 2025 17:33 Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48 Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Viðræður milli Viðreisnar, Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn strönduðu í dag en Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði að flokkurinn myndi ekki taka þátt í því að leiða Sjálfstæðismenn til valda. Margir kostir í stöðunni Píratar segja marga kosti í stöðunni í framhaldinu um myndun meirihluta. „Einn kostur sem vært væri að kanna væri samtal um að halda meirihlutasamstarfinu áfram og klára síðasta árið án Framsóknarflokks sem hefur sagt sig frá verkefninu, en með stuðningi Vinstri grænna, Sósíalistaflokks og Flokki fólksins sem gætu tekið þátt eða eftir atvikum varið meirihlutann falli.“ Annar kostur væri að stofna fimm flokka félagshyggjustjórn Pírata, Samfylkingar, Flokks fólksins, Vinstri grænna og Sósíalistaflokks. „Gott samstarf næst fyrst og fremst milli þeirra sem starfa saman af góðum hug og heiðarleika í þágu almennings. Við teljum til mikils að vinna að stjórn borgarinnar sé í höndum fólks sem trúir á uppbyggingu félagslegra og grænna innviða, sanngjarnt og réttlátt samfélag, og skynsamlega nýtingu fjármagns.“ Réttlát mannréttindaborg með valfrelsi um ferðamáta og loftslagsmál í fyrirrúmi Í yfirlýsingu frá Pírötum segir að flokkurinn hafi verið við stjórn í Reykjavík í tíu ár, og staðið fyrir „þróun réttlátrar mannréttindaborgar með valfrelsi um ferðamáta og loftslagsmál í fyrirrúmi.“ Þau hafi aukið gagnsæi og lýðræði, eflt spillingarvarnir, nútímavætt þjónustuna, einfaldað líf íbúa, og stutt betur við jaðarsett fólk með skaðaminnkun og húsnæði. „Við höfum sett aðgengi fyrir fatlað fólk, trans fólk og fólk óháð stétt og stöðu í forgang. Við höfum fjölgað göngugötum og byggt upp göngu- og hjólastíga, lækkað hraða bílaumferðar, aukið gróður og gert borgina mannvænni, betri og öruggari fyrir börn og fullorðna. Að sama skapi höfum við lagt áherslu á ábyrgan rekstur.“ Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1
Borgarstjórn Reykjavík Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna segja í sameiginlegri yfirlýsingu að ekki sé ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægriaflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti sé mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið verði höfð að leiðarljósi. 8. febrúar 2025 17:33 Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48 Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna segja í sameiginlegri yfirlýsingu að ekki sé ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægriaflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti sé mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið verði höfð að leiðarljósi. 8. febrúar 2025 17:33
Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48
Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent