Innlent

Sauð upp úr hjá förðunar­meistara og fegurðar­drottningu

Fegurðardrottningin Linda Pétursdóttir þarf ekki að greiða einum vinsælasta förðunarfræðingi landsins hundruð þúsundra króna vegna klippu sem birtist í hlaðvarpi Lindu. Förðunarfræðingurinn situr uppi með kostnað upp á aðra milljón og það sem virðist hafa verið góður vinskapur er úti um þúfur.

Innlent

Hvetja ráð­herra til að mæta ekki á fund veitinga­manna

Formaður Eflingar hvetur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherraráðherra til þess að mæta ekki á haustfund Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þar sem þátttaka hans myndi hvítþvo samtökin og veita þeim yfirbragð virðuleika. Efling hefur gagnrýnt samtökin harðlega allt frá stofnun þeirra.

Innlent

Lög­reglan leitar manns

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum vegna máls sem hún hefur til rannsóknar.

Innlent

Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ó­full­nægjandi skoðunar

Samgöngustofa hefur svipt 120 báta og skip haffærisskírteini vegna ófullnægjandi frágangs gúmmíbjörgunarbáta. Sami þjónustuaðili skoðaði bátana og hann hefur skilað starfsleyfi sínu inn til Samgöngustofu. Hann mun greiða fyrir endurskoðun allra bátanna og útgerðir sitja því ekki uppi með kostnað af slíku.

Innlent

Kourani sótti um náðun af heil­brigðis­á­stæðum

Sjálfstæð náðunarnefnd hefur umsókn frá Mohamad Th. Jóhannessyni, áður Kourani, um náðun af heilbrigðisástæðum til meðferðar. Aðeins ár er liðið frá því að hann hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps og fleiri brot.

Innlent

Raun­virði í­búða lækkar á ný

Raunvirði íbúða er tekið að lækka á ný. Í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að helmingur nýrra íbúða hafi staðið óseldur í meira en tvö hundruð daga.

Innlent

Ók á vegavinnumann og flúði vett­vang

Ekið var á starfsmann malbikunarfyrirtækisins Colas í gær. Ökumaðurinn gaf í þegar starfsmaðurinn gaf merki um að stöðva. Deildarstjóri öryggis hjá Colas segir uppákomur sem þessar vera daglegt brauð.

Innlent

Biðla til fólks að taka vel á móti sölu­mönnum þó svikahrappar séu á ferð

Félag heyrnarlausra biðlar til fólks að taka vel á móti sölumönnum sínum sem ganga þesa dagana milli húsa til selja happdrættismiða. Lögreglan hefur varað við óprúttnum aðilum sem þykjast vera heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé í verslunarmiðstöðvum. Félagið bendir á að sölumenn sínir séu merktir merki félagsins og hafi posa meðferðis.

Innlent

Bókun 35 fór hnökra­laust í gegnum fyrstu um­ræðu en gæti reynt á í næstu

Bókun 35 verður aftur tekin fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis eftir að fyrstu umræðu um frumvarp utanríkisráðherra lauk í kvöld. Líklega fer það óbreytt í aðra umræðu en spurning er hvort ríkisstjórnin muni aftur finna sig knúna til að beita „kjarnorkuákvæðinu“ til að þvinga það í gegnum aðra umræðu, sem stjórnarliðar hafa ekki útilokað.

Innlent

Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint mis­rétti“

Forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði lýsir misrétti af hálfu heilbrigðisyfirvalda þar sem heilbrigðisráðuneytirð hyggist ekki veita stofnuninni nægilegt fjármagn. Hann segir starfsfólkið stofnunarinnar orðið útkeyrt og húsnæðið er úr sér gengið.

Innlent

„Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“

Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari segir það hafa reynt á taugakerfið að sitja undir áreiti og hótunum Mohamad Khourani. Hann hafi óttast um líf fjölskyldu sinnar en segist hafa mætt fálæti yfirmanna. Hann óttast að Kourani muni eiga auðvelt með að snúa aftur til landsins. 

Innlent

Vítamínmarkaðurinn á Ís­landi eins og villta vestrið

Næringarfræðingur segir vítamínmarkaðinn á Íslandi vera orðinn eins og villta vestrið og leggur áherslu á gagnrýna hugsun neytenda. Mikið af vítamíni sem er til sölu sé með alls kyns aukaefnum sem geta verið skaðleg í miklu magni. Það mikilvægasta sé að borða fjölbreyttan og næringarríkan mat í stað þess að leita auðveldra lausna í töfluformi.

Innlent

Tjáir sig um brott­vísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel

Í kvöldfréttum Sýnar ræðum við við fyrrverandi vararíkissaksóknara, sem segir það hafa reynt á taugakerfið að sitja undir áreiti og hótunum Mohamad Kourani. Hann hafi óttast um líf fjölskyldu sinnar og fagnar því að Kourani verði vísað úr landi. Hann óttast að hann muni eiga auðvelt með að snúa aftur til landsins þrátt fyrir endurkomubann.

Innlent

Piltur stakk mann í­trekað en var sýknaður af til­raun til manndráps

Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til tíu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem hann framdi á Akureyri í fyrra, þegar hann var aðeins sautján ára. Hann stakk mann ítrekað og ákæruvaldið fór fram á að hann yrði dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur taldi ásetning hans til manndráps ekki sannaðan.

Innlent

Harma á­form stjórn­valda sem heimila hækkun gjalda

Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, harma ákvörðun stjórnvalda um að heimila opinberum háskólum að innheimta hærri skrásetningargjöld. Í tilkynningu frá samtökunum er þess getið að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt árið 2023 og að enn sé beiðið eftir niðurstöðu áfrýjunarnefndar vegna málsins.

Innlent

Innan við helmingur segist trúaður

Fjórir af hverjum tíu segjast nú lýsa sjálfum sér sem trúuðum en hlutfallið var yfir helmingur fyrir rúmum áratug. Trúrækni yngra fólks hefur þó lítið breyst á tímabilinu.

Innlent